Skessuhorn - 13.02.2019, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 15
ir Skorradal sem dæmi um hættu-
legt landsvæði, en einnig Munaðar-
nes og fleiri sumarhúsasvæði í Staf-
holtstungum, á Mýrum og allt upp
í Húsafell. „Gróðureldar á þess-
um svæðum gætu orðið hreinar og
klárar hamfarir. Heilu sumarhúsa-
hverfin gætu hreinlega horfið ef að-
stæður eru þannig. Hnattræn hlýn-
un hefur nefnilega náð til okkar. Við
erum reglulega minnt á það í frétt-
um að víða um heim verða miklir og
óviðráðanlegir skógareldar. Í haust
þurrkaðist þannig út heill bær í Am-
eríku sem nefndist Paradise, í Ástr-
alíu urðu illviðráðanlegir eldar og
ekki er lengra síðan en í fyrrasumar
að slíkt ástand geisaði í Svíþjóð sök-
um þurrka. Við hér á Íslandi gætum
hæglega fengið þurrt vor og hlýtt
sumar þar sem aðstæður af þessu tagi
geta komið upp hjá okkur. Ég vil því
vekja máls á þessu og skapa umræðu.
Allir eiga að leggjast á eitt í fyrir-
byggjandi vinnu,“ segir Bjarni.
Eldtefjandi svæði vantar
Á ferð okkar um Skorradal í síð-
ustu viku mátti víða finna dæmi um
hvernig betur mætti gera með til-
liti til eldvarna. Sitthvorum megin
við þjóðveginn í landi Stálpastaða
eru til dæmis trjágöng svo þétt að
við mikinn eld öðru hvorum meg-
in við veginn myndi vegurinn ekki
hindra að eldurinn næði yfir. „Þó er
þetta miklu verra á afleggjurum víða
að sumarhúsunum. Skógi hefur ver-
ið plantað of þétt þannig að vegirnir
hindra ekki útbreiðslu elds. Að mínu
viti þyrfti að skipuleggja skógana
með eldhólfum, þannig að trjágróðri
væri eytt á nógu breiðu belti til að
eldur næði ekki yfir hvernig sem að-
stæður væru. Þá má fólk ekki undir
neinum kringumstæðum hálfpartinn
drekkja húsum í trjágróðri, en við
getum víða fundið þess dæmi. Einn-
ig ætti fólk ætíð að forðast að hafa
of mikinn eldsmat í geymslum áföst-
um sumarhúsunum eða jafnvel und-
ir veröndunum. Þannig er fólk að
bjóða hættunni heim ef eldur brýst
út.“ Þá segir Bjarni að flugeldaskot-
hríð og varðeldar eigi ekki heima í
sumarhúsahverfum. Á það verði all-
ir hlutaðeigandi að horfa og viður-
kenna fyrir sjálfum sér, það er of
mikið í húfi ef illa fer.
Bjarni segist vilja vera í góðu
sambandi við félög sumarhúsaeig-
enda, en hann fullyrðir að almenn
vitundarvakning þurfi að eiga sér
stað. „Það væri sorglegt að fá stór-
bruna þar sem mörg hús og jafnvel
stór landsvæði þyrftu að brenna til
að almenningur og stjórnvöld vökn-
uðu til vitundar um hættuna sem að
okkur steðjar,“ segir Bjarni. „Og þeir
sem í sumarhúsum sínum dvelja eiga
að láta sig það varða ef þeir verða
varið við eitthvað óvenjulegt og það
má nefna þetta sem nokkurskonar
„nágrannagæslu“. Það varð heilmik-
il umræða um gróðurelda í kjölfar
Mýraeldanna vorið 2006. En sú um-
ræða hljóðnaði smám saman eftir að
búið var að halda málþing, ráðstefn-
ur og skrifa skýrslur, sem líklega hafa
flestar endað ofan í skúffum. Ýms-
ir fræðimenn unnu við það í nokk-
ur ár að telja skordýr og hornsíli á
þeim svæðum á Mýrum sem brunnu
og báru saman við óbrunnin svæði.
Það er ágætt að eiga niðurstöðurnar
í möppum, en það hjálpar okkur ekki
í baráttuni. Það er hálfgerður sof-
andaháttur gagnvart þessari vá hjá
stjórnvöldum, á móti því verður ekki
mælt. Það er ekki nóg að tala um
hlutina, það þarf að framkvæma og
sú framkvæmd er of sein þegar mikl-
ir eldar hafa brotist út,“ segir Bjarni
Kristinn Þorsteinsson að lokum.
mm
Hér er horft austur með Skorradalsvegi í landi Stálpastaða. Trjágöng umlykja
veginn sem myndi ekki hefta útbreiðslu elds.
Horft niður eina heimreið að sumarbústaðalandi í Skorradal. Þessi vegur myndi
örugglega ekki hefta útbreiðslu elds.
Víða eru sumarhús með kjarrgróðri alveg upp að þurrum útveggjum húsanna.
„Opnun útboðs vegna fyrirhug-
aðra kaupa á sjúkrabílum sem átti
að fara fram 7. febrúar sl. hefur
verið frestað til 13. mars næstkom-
andi,“ segir í sameiginlegri tilkynn-
ingu heilbrigðisráðuneytisins og
Rauða krossins á Íslandi. „Unnið er
að samkomulagi milli þessara aðila
um lyktir samnings um útvegun og
rekstur sjúkrabíla sem Rauði kross-
inn hefur sinnt til fjölda ára.
Þá segir í tilkynningu að um sé
að ræða langt samningssamband og
flókna yfirfærslu á mikilvægri þjón-
ustu og þess vegna hefur reynst
tímafrekt að vinna úr stöðunni frá
því að viðræður hófust í mars á síð-
asta ári. „Á þeim tveimur áratugum
sem samningar hafa verið í gildi
hefur samstarfið verið farsælt og
traust ríkt milli aðila. Rauði kross-
inn lagði fram sjúkrabíla og búnað
í upphafi og lagði rekstrinum til
fjármuni á samningstímanum. Við-
ræður hafa snúið að fjárhagslegu
uppgjöri og yfirfærslu verkefnisins
við samningslok. Samkvæmt sam-
eiginlegri ákvörðun heilbrigðis-
ráðuneytisins og Rauða krossins
var samið við ráðgjafarfyrirtækið
Capacent um að taka saman grein-
argerð um málið. Capacent skilaði
greinargerðinni með niðurstöðum
sínum 7. febrúar. Greinargerðin
er til skoðunar hjá aðilum málsins
sem hafa orðið ásáttir um að ræða
ekki efni hennar opinberlega að svo
stöddu.“
mm
Enn er frestun á útboði
vegna sjúkrabifreiðakaupa
Tveir gamlir úr sjúkrabílaflota Vesturlands fyrir nokkrum árum síðan. Bíllinn til
hægri er árgerð 1997 og er enn í notkun í Stykkishólmi. Sá til vinstri er árgerð
1992 og er ekki í notkun lengur. Hins vegar er mjög sambærilegur bíll, ári yngri,
enn í notkun í Ólafsvík og er elsti bíllinn í sjúkrabílaflotanum á Vesturlandi 26 ára
gamall.
Fyrsta farþegaskip ársins kemur
til hafna Faxaflóahafna föstudag-
inn 15. mars, en það er farþega-
skipið Astoria sem siglir til Reykja-
víkur. „Árið 2019 verður tvímæla-
laust það stærsta hvað varðar skipa-
komur farþegaskipa og farþega-
fjölda hingað til lands. Alls eru
áætluð 201 skipakoma farþegaskipa
til Faxaflóahafna með 190.784 far-
þega,“ segir í frétt frá Faxaflóa-
höfnum. Fjölgun á skipakomum
og fjölda farþega er því um 24%
milli ára. Útlit er fyrir fjölgun skipa
sem eiga viðdvöl á Akranesi. Þang-
að kom fyrsta skemmtiferðaskipið
sumarið 2017 þegar farþegaskipið
Le Boreal átti þar viðdvöl og aftur
kom það í fyrrasumar. Nú er búið
að bóka fyrir næsta sumar sjö skipa-
komur á Akranes, þ.e. sex komur
skemmtiferðaskipsins Panorama
frá 6. júní til 26. ágúst. Panorama
kom á síðasta sumri tólf sinnum á
Akranes. Þá er Le Boreal væntan-
legt einu sinni í sumar líkt og und-
anfarin ár og kemur það sunnudag-
inn 28. júlí.
Þau farþegaskip sem eru með
flestar skipakomur á árinu til Faxa-
flóahafna eru svokölluð leiðangurs-
skip sem taka í kringum 250 far-
þega. Farþegar í þeim skipum koma
yfirleitt fyrr til landsins með flugi
og gista á hótelum, áður en farið er
í siglingu umhverfis landið. Leið-
angusrsskip eru þau farþegaskip
sem best er að dreifa um landið, því
þau eru hentug í stærð og farþega-
fjöldi hentar mjög vel innviðum á
landsbyggðinni,“ segir í tilkynn-
ingu Faxaflóahafna.
mm
Sjö komur skemmtiferðaskipa
bókaðar á Akranes í sumar
Panorama er bókað á Akranes sex sinnum í sumar.
Le Boreal bakkar hér inn í Akraneshöfn í fyrrasumar.
Skessuhorn greindi frá því í des-
ember síðastliðnum þegar Fjöl-
brautaskóli Snæfellinga festi kaup á
svokölluðum fjarverum. Lýsa mætti
fjarverunum sem nokkurs kon-
ar vélmenni á hjólum, með skjá og
myndavél. Sá sem notar búnaðinn
getur verið staddur hvar sem er í
heiminum við tölvu og andlit hans
sést á skjá fjarverunnar. Viðkomandi
getur síðan fært fjarveruna til innan
veggja skólans, tekið þátt í kennslu-
stundum og talað við þá sem á vegi
hans verður.
Á föstudagsmorgun var birt mynd
á Facebook-síðu FSN, þar sem má
sjá búnaðinn sanna gildi sitt. Þar
er ungur maður sem er nemandi
við skólann tengdur fjarverunni.
Drengurinn er búsettur í Stykkis-
hólmi en þarf að vera heima vegna
beinbrots. Hann mætir hins vegar í
tíma með aðstoð fjarverunnar, fer á
henni milli borða og missir því ekki
af neinu þó hann komist ekki á stað-
inn sjálfur. kgk
Fjarverurnar sanna gildi sitt
Frá kennslu í FSN á föstudag. Á myndinni má sjá hvar nemandi notar fjarveru til að
taka þátt í kennslustund, þrátt fyrir að geta ekki mætt sjálfur á staðinn.
Ljósm. Fjölbrautaskóla Snæfellinga.