Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Side 18

Skessuhorn - 13.02.2019, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 201918 Valdís Einarsdóttir á Akranesi er sannkölluð listakona en hún hefur í ríflega þrjá áratugi hannað og búið til piparkökuhús sem eru ekkert í lík- ingu við þau hefðbundnu piparköku- hús sem sjá má á mörgum heimil- um í desember. Valdís hafði um ára- bil fyrir jólin keppt í piparkökuhúsa- samkeppni Kötlu og margoft lent í verðlaunasæti. Eftir að hafa sigrað í keppninni ár eftir ár var Valdís sett í heiðursflokk í keppninni 2009 til að aðrir keppendur ættu einnig mögu- leika á sigri, en Valdís var ein í sín- um flokki og sjálfkrafa sigurvegari. Skessuhorn heimsótti Valdísi fyr- ir helgi og ræddi við hana um pip- arkökuhúsin, baksturinn og lífið. Við fengum okkur sæti í setustofu á heimili Valdísar við Jaðarsbraut þar sem fer vel um nokkur af þeim pipar- kökuhúsum sem Valdís hefur búið til. „Það er merkilegt hvað þau hafa enst vel. En ætli það sé ekki vegna þess að þetta herbergi er gluggalaust og þau fá því frið frá sólinni,“ segir Val- dís um leið og hún sýnir blaðamanni eitt af húsunum, torfbæ með öllu til- heyrandi. Fyrir framan torfbæinn er að finna ljá og önnur mikilvæg land- búnaðaráhöld frá tíma torfbæjanna. Þá er einnig fólk á sveimi og kon- urnar klæddar vel skreyttum upphlut en nákvæmnin bakvið hvern einasta hlut sem fylgir þessu piparkökuhúsi er ótrúleg. „Þetta er elsta húsið sem ég á ennþá, það er frá árinu 2000,“ segir Valdís. Allt húsið og hlutirnir sem fylgir því er búið til úr piparkök- um eða marsípani. „Það væri hægt að borða þetta allt.“ Akraneskirkja var fyrsta sigurhúsið Piparkökuhúsagerðin hófst hjá Val- dísi sem samverustund með fyrsta barnabarninu sem fæddist fyrir nærri fjörutíu árum. „Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt með sonarsyni mínum fyrir jólin og við gerðum þá svona hefðbundið lítið piparkökuhús skreytt með nammi,“ segir Valdís, brosir og rifjar upp hversu skemmti- legt henni hafi þótt að baka með barnabörnunum. „Ég hélt þessu svo bara áfram og barnabörnunum fjölg- aði og svo barnabarnabörnunum. Þau fengu öll að taka þátt og höfðu gaman af, og ekki síður ég.“ Það var svo nokkru fyrir aldamótin sem Val- dís fór að leggja meiri metnað í húsin og taka þátt í piparkökuhúsakeppn- inni. Fyrsta húsið sem hún fór með í keppnina hafnaði í þriðja sæti. „Ann- að húsið sem ég gerði var eftirmynd af Akraneskirkju og það hús sigraði. Þetta var dálítið fyrir aldamótin,“ segir hún. Valdís hefur gert nokkrar eftirmyndir af þekktum húsum og má þar nefna Höfða og Alþingishúsið en húsin eru bæði mjög lík fyrirmynd- inni. „Ég byrjaði á að taka myndir af húsunum, alveg bak og fyrir og nota þær svo til að gera snið. Ég var nú einu sinni spurð hvort ég hefði alveg fengið frið til að taka myndir af öll- um hliðum Alþingishússins því mað- ur má víst ekki fara inn í garðinn. En ég fékk alveg frið í garðinum, ætli ör- yggisverðirnir hafi ekki haldið að ég væri bara enn einn túristinn sem vissi ekki betur,“ segir hún. Skuldar nokkur hús Valdís hefur haft það sem venju að nefna húsin eftir barnabörnum sín- um og barnabarnabörnum. „Mér þótti þetta mjög sniðugt til að byrja með en svo eru afkomendurnir orðn- ir svo margir að ég hef ekki undan að gera hús fyrir þau öll. Ég skulda enn nokkur hús,“ segir Valdís og hlær en hún á sjálf tvo syni sem hvor um sig eiga fimm börn. Þá eru barnabarna- börnin einnig orðin tíu talsins. Að- spurð segist Valdís vera um sex vik- ur að gera hvert hús enda mikil ná- kvæmnisvinna á bakvið þau. En á hverju byrjar hún þegar hún gerir piparkökuhús? „Það er mikilvægt að byrja á að út- búa snið og svo bara hnoðar maður í deigið, sker út og byrjar að baka,“ svarar hún og brosir. Spurð hvort uppskriftin skipti miklu máli, eða hvort hægt væri að nota hvaða pipar- kökuuppskrift sem er, segir hún upp- skriftina eflaust hafa sitt að segja. „Ég hef alltaf notað sömu uppskrift en það eru kannski til betri og örugglega líka verri uppskriftir,“ svarar hún. „Ég læt sírópið, kryddið og smjörið alltaf sjóða saman áður en ég blanda hveit- inu við og ég held að það geri deigið betra. En ég hef svosem ekkert fyrir mér í því annað en tilfinninguna. Ég læt deigið alltaf standa í 24 klukku- stundi áður en ég flet það út. Ég flet það líka út í plasti því þá er það með- færilegra,“ svarar hún og bætir við að þegar húsið er komið saman hefjist alvöru vinnan. „Það krefst mikillar nákvæmni að skreyta húsið og það er mjög tímafrekt. Sem dæmi, þeg- ar ég gerði Höfða notaði ég um 300 litlar þakflísar úr piparkökum sem ég þurfti að skera út og handmála og það tók sko tímann sinn. En ég fékk góða aðstoð frá börnunum,“ segir hún og brosir. „Eldhúsið var líka allt undir- lagt en ég var heppin að eiga alveg einstaklega þolinmóðan eiginmann sem hefur ekki kvartað yfir fyrirferð- inni í piparkökuhúsagerðinni,“ segir Valdís og hlær. Litlir puttar nældu sér í grýlukerti Aðspurð segist Valdís ekki stefna á að taka þátt í annarri piparköku- húsakeppni ef slík verður haldin, en keppnin á vegum Kötlu var ekki haldin fyrir síðustu jól. „Nú er bara komið að öðrum og ég get alveg hugsað mér að hjálpa bara barna- börnunum. Ég á tvær ömmustelp- ur sem eru 11 og 13 ára og báðar mjög áhugasamar og efnilegar í pip- arkökuhúsagerð,“ segir Valdís og bendir blaðamanni á lítið blátt pip- arkökuhús með tjörn fyrir framan. „Sú eldri gerði þetta hús með minni aðstoð og sendi í keppnina.“ Valdís segist ekki eiga sér nein uppáhalds hús heldur séu þau öll í miklu uppáhaldi. „Mér þykir vænt um þau öll og það er gaman að eiga húsin ennþá. Þó það sé nú að- eins farið að sjá á þeim mörgum og þau farin að upplitast. Það hafa líka litlir puttar komist í nokkur þeirra og nælt sér í grýlukertin. Það voru grýlukerti á þeim öllum en þau eru flest öll horfin,“ segir Valdís og sýnir blaðamanni þau grýlukerti sem hafa sloppið frá litlum fingrum, enn sem komið er í það minnsta. „Það hefur líka orðið eitthvað heitt inni hjá hús- unum á einhverjum tímapunkti, og kannski sólargeisli náð hingað inn, en eitt handrið úr súkkulaði bráðn- aði af. Fyrir utan þetta eru húsin enn í mjög góðu standi og fá að vera hér áfram,“ segir Valdís. arg Gerir piparkökuhús af mikilli nákvæmni Valdís Einarsdóttir hefur í gegnum árin bakað fjölda piparkökuhúsa af mikilli nákvæmni. Hluta af þeim húsum sem Valdís hefur gert á hún enn og geymir á heimili sínu. Þetta er síðasta húsið sem Valdís sendi í piparkökuhúsakeppni Kötlu. Þetta ár var hún sett í heiðursflokk því hún hafði þá unnið keppnina svo mörg ár í röð. Þennan torfbæ gerði Valdís árið 2000. Hér sést inn í hellinn hennar Grýlu en Valdís hugar vel að hverju smáatriði í húsunum. Hér sést inn í hellinn hennar Grýlu og fyrir ofan er bústaður jólasveinanna. Á Höfða setti hún um 300 þakflísar sem voru allar skornar út og hand- málaðar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.