Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Page 19

Skessuhorn - 13.02.2019, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 19 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á. Athygli er vakin á því að ný krossgáta er birt í blaðinu aðra hverja viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfangið: krossgata@skessu- horn.is fyrir klukkan 15:00 á mánudögum, 12 dögum eftir að hún birtist. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausn- inni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessu- horn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á fimmtudegi í vikunni eftir að hún birtist). Dregið verð- ur úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Lausnarorðið á síðustu krossgáta var „Orðaraðir“. Heppinn þátt- takandi er: Fjóla Runólfsdóttir, Eyrarflöt 6, íbúð 102, Akranesi. Sýl Röð 2 Eins Aðstoð Enda- sneið Gandur Sér um Leynd Sverta Planta Uppi- stand Óreiða Flýtirinn Kropp Vilji Lína Duft Nót Álasar Mæli- eining Ólíkir Grugg Góð Rum Gelt Vissa Orð- rómur Íþróttir Þaut Partur Kvakar Fé 6 Kostur Virðir Beita 19 15 Óreiða Flan Einn Vera Iðkar 2 Massi Glaður Merki 4 10 Dreifir Dráttar- dýr Átt Vistir Reim Vand- virkur Stikar 14 Mynni Glæsi- legur Iðn Tónn Ikt 7 11 Not Tónn 8 Ask Stilla Pílári 13 Eld- stæði Van- rækir Mistur 3 Blað Slá Hryssa Dót Ögn Samhlj. 18 Öxull Iðkaði Röð Valdi Spann Bjó til Röð Form Korn 16 Von Laug Kyn Drollar Skemmd Þegar Tölur Muldur Svipur Gælu- nafn 5 Lota Lötra Snerill 12 Hljóta Vot Kusk Alltaf Sund Ílát Tré Suddi Tónn 9 Bjartur Ekkert Tærir Hróp Ofna 7 17 Rúlluðu Gat 20 Frægðin Klíð Mán. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Í T O P P F O R M I Æ T O R Æ F A Ð R A T A R L U M A A S A U M Æ S R F V E Ð R Á T T A R A U S T A G I T I S L Ó Á R S T Í L L S T O P U L B I L Ó M A E E U K A R A Æ Ð H I L L I N G A R R R Ó L A A N N A R N Ö S T R A F S K Ý R A Ð A D A N S S Á R R E Ð L I A L D A Æ L L Á S T U I Ð N Á I G L A Ó S T U R N A S I Ð G N E Y P U R G Á P A Æ Æ N N Ý R U R S A N S T U N D T T N Ó T T R Æ S T I I I A A I A Ó Ó O R Ð A R A Ð I RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Óperusöngvararnir Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran, Hanna Dóra Sturludóttir mezzosópran og Elmar Gilbertsson tenór verða með stórtónleika sem þau nefna Óperu- töfra í Tónbergi á Akranesi sunnu- daginn 24. febrúar næstkomandi. Þar munu þau flytja þekktar arí- ur og dúetta úr vinsælum óperum. Á tónleikunum kemur einnig fram kór Akraneskirkju sem flytur þekkta óperukóra. Allt eru þetta óperu- verk og aríur sem allir óperuunn- endur ættu að þekkja. „Þetta verða ekta galatónleikar með öllu tilheyr- andi; einsöngvarar, kór og hljóm- sveit og allir í sínu fínasta dressi og galakjólum,“ segir Hanna Dóra í samtali við Skessuhorn. „Hanna Þóra á heiðurinn að þessum tónleik- um. Hugmyndin kviknaði hjá henni fyrir nokkru síðan og þá hafði hún strax samband við okkur Elmar því henni þótti gaman að fá með sér í lið söngvara sem einnig eru af Vest- urlandi. Hanna Þóra er frá Akranesi og við Elmar komum bæði úr Búð- ardal, en það er skemmtilegt að þrír óperusöngvarar komi af svona litlu landssvæði,“ segir Hanna Dóra. Hanna Dóra er atvinnusöngkona og kennir einnig söng í Listaháskól- anum og Söngskóla Sigurðar De- metz. „Ég hef nóg að gera við tón- leikahald og kennslu en einnig ver- ið heppin að fá spennandi hlutverk í Íslensku óperunni undanfarin ár,“ segir hún. Hanna Þóra er meðlim- ur í kór Íslensku óperunnar og hef- ur tekið þátt í fjölmörgum uppsetn- ingum þar en hefur einnig haldið fjölda tónleika bæði ein og með öðr- um. Elmar Gilbertsson tenórsöngv- ara þekkja margir eftir að hann sló í gegn í óperunni Ragnheiði hér um árið. Hann er eftirsóttur víða í Evr- ópu og er um þessar mundir fastráð- inn í Óperuhúsinu í Stuttgart. Hljómsveitarstjóri á tónleikun- um er Guðmundur Óli Gunnarsson og Sinfóníetta Vesturlands leikur. Sveinn Arnar Sæmundsson er stjórn- andi kórs Akraneskirkju. „Óperu- tónleikar af þessu tagi, þar sem öllu er til tjaldað, hljómsveit, kór og ein- söngvurum, eru afar sjaldgæfir á Ís- landi og því einstakt tækifæri fyrir unnendur fallegrar óperutónlistar að koma og hlusta á og njóta með okkur. Við erum mjög spennt, full tilhlökkunar að flytja uppáhalds- aríurnar okkar fyrir Vestlendinga og aðra og vonumst til að fólk fjöl- menni á þennan einstaka viðburð,“ segir Hanna Dóra að endingu. arg Óperutöfrar í Tónbergi Óperusöngvararnir Hanna Þóra Guðbrandsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Elmar Gilbertsson halda tónleika. Lífshlaupið, heilsu- og hvatningar- verkefni Íþrótta- og Ólympíusam- bands Íslands, var sett í liðinni viku í tólfta skipti með athöfn sem fram fór í Breiðholtsskóla í Reykjavík. Lífs- hlaupið er heilsu- og hvatningarverk- efni ÍÖÍ. Markmið þess er að hvetja landsmenn til að gera hreyfingu að föstum lið í lífi sínu, hvort sem er í frítímanum, í vinnunni, í skólanum eða við val á ferðamáta. „Lífshlaup- ið er góður vettvangur fyrir þá sem vilja byrja að hreyfa sig og skrá hreyf- inguna markvisst, hafa yfirlit og setja sér markmið. En auk þess að hvetja til hreyfingar daglega þá skapar verkefnið skemmtilega stemningu á vinnustöðum og í skólum sem keppa sín á milli og innanhúss. Aðalmark- miðið er að fá sem flesta til að hreyfa sig sem oftast á meðan á keppninni stendur,“ segir í tilkynningu. Fullorðnir þurfa að hreyfa sig að lágmarki 30 mínútur á dag og börn og unglingar að lágmarki 60 mín- útur á dag. Frá upphafi hafa um 200 þúsund einstaklingar tekið þátt í Lífshlaupinu en árlega taka á bilinu 15-20 þúsund starfsmenn vinnustaða og nemendur í grunn- og framhalds- skólum þátt. Auðvelt er að skrá sig til leiks inn á Lífshlaupid.is. Lífshlaupið skiptist í fjóra keppn- isflokka: Vinnustaðakeppni frá 6. – 26. febrú- ar, fyrir 16 ára og eldri (þrjár vikur) Framhaldsskólakeppni frá 6. – 19. febrúar, fyrir 16 ára og eldri (tvær vikur) Grunnskólakeppni frá 6. – 19. febrú- ar, fyrir 15 ára og yngri (tvær vikur) Einstaklingskeppni þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið mm Átaksverkefnið Lífshlaupið er hafið Hópurinn sem setti formlega Lífs- hlaupið 2019. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra skoraði á Eyþór íþróttakennara í Breiðholts- skóla í armbeygjukeppni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.