Skessuhorn


Skessuhorn - 13.02.2019, Side 21

Skessuhorn - 13.02.2019, Side 21
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2019 21 Reykhólahreppur - miðvikudagur 13. febrúar Fyrirlestur um færanlegt sláturhús og heimavinnslu í Nesheimum í Króksfjarðarnesi kl. 15:30 til 17:30. Freydís D. Sigurðardóttir, fagsviðsstjóri eftirlits búfjárafurða hjá MAST heldur fyrirlestur fyrir bændur og matvinnslufólk um slátrun og vinnslu í heimabyggð. Fundurinn er hugsaður fyrir bændur og aðra sem áhuga hafa á að bæta tengsl neytenda og framleiðenda. Dalabyggð - miðvikudagur 13. febrúar Bættur rekstur - betri afkoma. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi halda fund til að kynna verkefnið „Bættur rekstur - betri afkoma til að örva nýsköpun í starfandi fyrirtækum á Vesturlandi 2019“. Fundurinn hefst kl. 20:00 í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal. Akranes - miðvikudagur 13. febrúar Vetrarljós í Vinaminni kl. 20:00. Guðrún Gunnars heldur tónleika í Vinaminni. Guðrún flytur lög úr ýmsum áttum, m.a. af nýju plötunni sinni Eilífa tungl, lög eftir Cornells Vreejsvik og önnur gömul og góð frá ferli sínum. Hljómsveitina skipa: Gunnar Gunnarsson píanó, Ásgeir Ásgeirsson gítar, Þorgrímur Jónsson kontrabassi og Hanns Friðbjarnarson slagverk. Miðasala er við inngang en einnig er hægt að panta miða á netfanginu kalmanlistafelag@ gmail.com. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. febrúar Myndamorgunn í Safnahúsi Borgarfjarðar frá kl. 10:00 til 11:30. Gestir greina ljósmyndir á héraðsskjalasafni. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. febrúar Fyrirlestur um Svarfhól í Safnahúsi Borgarfjarðar kl. 19:30. Þóra Elfa Björnsdóttir flytur fyrirlestur um heimilisfólkið á Svarfhóli í Stafhotstungum á 19. öld og fram yfir aldamótin 1900. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. febrúar Félagsvist í Brákarhlíð kl. 20:00. Fimmta kvöldið í fjögurra kvölda keppni, sem dreifist á sex kvöld. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Veitingar í hléi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. febrúar Kynningarfundur um Velferðastefnu Vesturlands í Menntaskóla Borgarfjarðar kl. 20:00. Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, kynnir drög að velferðarstefnunni, sem nú liggur til umsagnar hjá sveitarfélögunum. Heitt á könnunni og allir velkomnir. Akranes - fimmtudagur 14. febrúar Open Mic kvöld á á Svarta Pétri á Akranesi kl. 21:00. Opinn hljóðnemi gefur öllum færi á að sýna sig og hvað þeir geta. Það er allt opið! Nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Borgarbyggð - föstudagur 15. febrúar Hestamannafélagið Borgfirðingur heldur bingó og kvöldkaffi í Vindási kl. 19:00. Akranes - föstudagur 15. febrúar Leitin, leikrit unglingadeildar Brekkubæjarskóla frumsýnt í Bíóhöllinni kl. 20:00. Leikritið er stútfullt af tónlist, dansi og gleði og hentar allri fjölskyldunni og ekki síst börnum. Fleiri sýningartíma má sjá á heimasíðu Brekkubæjarskóla. Miðasala er í Brekkubæjarskóla í síma 433-1300 og í Bíóhöllinni tveimur tímum fyrir hverja sýningu. Miðaverð er kr. 1.500 fyrir börn og 2.000 kr. fyrir fullorðna. Borgarbyggð - laugardagur 16. febrúar „Farðu á þinn stað“ á Sögulofti Landnámsseturs kl. 16:00. Teddi lögga tekur sjálfan sig til kostanna í sjáfsævilegum einleik þar sem ferðast er frá Kínahverfinu í Borgarnesi og alveg út á Ystu Nöf, þar sem hann á heima. Miðasala á www. landnam.is. Miðaverð kr. 3.000. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni 4. febrúar. Stúlka. Þyngd: 4.270 gr. Lengd: 53 cm. Foreldrar: Hrefna Þuríður Leifsdóttir og Snæþór Fannar Kristinsson, Garðabæ. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 11. febrúar. Stúlka: Þyngd: 3.832 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Þórunn Unnur Birgisdóttir og Ívar Örn Þráinsson, Borgarnesi. Ljósmóðir: Hrafnhildur Ólafsdóttir. Leiguhúsnæði á Akranesi Halló, halló! Ég heiti Lilja og er að leita mér að 2-3 herbergja íbúð eða stúdíó íbúð til leigu á Akranesi. Væri kostur ef dýrahald er leyft. Greiðslugeta er í mesta lagi 180 þús. kr. á mánuði. Get flutt inn strax. Er reglusöm, róleg og það er ekkert óþarfa vesen á mér. Vinsamlegast hafið samband í síma 661-3267. Húsnæði á landsbyggðinni Ég er 34 ára gamall, fæddur og uppalinn í Búðardal og langar að flytja á Vesturlandið aftur. Óska eftir húsnæði frá apríl 2019. Tölvupóstur: benni.joh@gmail.com. Íbúð til leigu í Borgarnesi Nýuppgerð tveggja herbergja íbúð til leigu í Borgarnesi. Nánari upplýsingar í tölvupósti á hallhall@ internet.is. Markaðstorg Vesturlands LEIGUMARKAÐUR Borgarbyggð - laugardagur 16. febrúar Auður djúpúðga - Sagan öll kl. 20:00. Það er hinn vinsæli rithöfundur Vilborg Davíðsdóttir sem hér stígur á stokk á Sögulofti Landnámssetursins í Borgarnesi og segir söguna alla af konunni sem á enga sína líka í landnámssögunni. Vilborg lauk þríleik sínum um Auði djúpúðgu síðasta haust með bókinni Blóðug jörð og hafa gagnrýnendur og lesendur hlaðið verkið lofi. Miðaverð kr. 3.500 og miðasala er á www. landnam.is. Akranes - laugardagur 16. febrúar ClubDub á Gamla kaupfélaginu kl. 23:00. Miðasala á www. midi.is. Nánar á Facebook-síðu viðburðarins. Grundarfjörður - sunnudagur 17. febrúar Grundfirðingar taka á móti ÍR B í 3. deild karla í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 14:00 í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Kvenfélagið 19. júní í Borgarfirði kom færandi hendi í liðinni viku og afhenti Brákarhlíð í Borgarnesi að gjöf fjölþjálfa, æfingatæki sem nýt- ast mun íbúum. Við sama tækifæri buðu kvenfélagskonur upp á glæs- legt kökuhlaðborð og flott söng- atriði í flutningi þeirra Kristjáns Karls Hallgrímssonar og Snorra Hjálmarssonar. „Við á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð fær- um kvenfélagskonum kærar þakkir fyrir höfðinglega gjöf, veisluföng og skemmtun,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri. mm Færðu Brákarhlíð fjölþjálfa að gjöf

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.