Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Side 4

Skessuhorn - 12.06.2019, Side 4
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Kolefnisjafnað kjaftæði Ég á nokkra vini sem eru duglegir að hreyfa sig. Ég er að spá í að byrja að borga þeim fyrir að fara í gymmið fyrir mig líka. Kalla það hreyf- ingarjöfnun. Ég sit á sófanum á meðan þeir svitna fyrir mig. Heildar- líkamsrækt eykst og ég þarf ekki lengur að hafa samviskubit yfir því að nenna ekki í ræktina. Kolefnisjöfnun virkar alveg eins. Þú borgar einhverjum öðrum til að draga úr þinni mengun, planta trjám sem eiga síðan að draga í sinn þann koltvísýring sem losnar úr læðingi þegar þú flýgur til Kanarí eða ferð sunnudagsrúnt á bensínbílnum og börnin missa ís í sætið. Slóvenski heimspekingurinn Slavoj Zizek kallaði sambærilegt dæmi um Starbucks- kaffi „hámark neysluhyggjunnar“, svona á milli þess sem hann saug upp í nefið (ég hef reyndar þá kenningu um nefrennsli Zizeks að hann sé alls ekki með nefrennsli. Það er nefrennslið sem er með hann). Að kaupa sér friðþægingu með syndinni. Það er hörð neysla. jæja, þá er ég búinn að slá um mig með því að vísa í marxískan heim- speking og við getum haldið áfram. Ef við víkjum aftur að kolefnis- jöfnun og ferðalögum þá er staðreynd málsins þessi; það er engin leið til að hætta að menga með eigin ferðalögum nema sleppa því að ferðast. Ert þú tilbúin(n) að gera það? Hélt ekki. Og ég dæmi þig ekki fyrir það. Ég veit að ég er það ekki. Ég heimsótti nýlega New York í fyrsta sinn. Það var geggjað. Instagram-síðan mín mun aldrei bera þess bætur. Þess vegna er úti um okkur öll. Ég þori líka að veðja að flestallir krakkarnir sem hrifust svo mjög af Gretu Thunberg hætta að fara í verkfall fyrir loftslagið um leið og þeir þurfa að fórna góðu tjilli með vinum sínum til að mótmæla. Það er auð- velt að henda sér niður á torg með skilti í staðinn fyrir að mæta í stærð- fræðitíma, en málið verður aðeins snúnara þegar maður er í miðju For- tnite-sessjóni með strákunum. En við getum ekki dæmt, því við erum ekkert skárri, þvert á móti. Það vill enginn fórna neinu sem veitir hon- um ánægju eða auðveldar lífið, eðlilega. En mælistika mannsins eru gjörðir hans. Við segjumst ætla að bæta ráð okkar en gerum það ekki. Það er alveg ótrúlega erfitt að breyta áhættuhegðun fólks, og við hljótum að flokka mengun mannskepnunn- ar sem áhættuhegðun. Til að fólk láti af áhættuhegðun þarf þrennt að fara saman; það þurfa að vera miklar líkur á afleiðingum, afleiðingarnar þurfa að vera umtalsverðar og enn fremur þurfa þær að vera umsvifa- lausar. Reykingar eru gott dæmi um þetta. Við vitum öll að það er óhollt að reykja, s.s. töluverðar líkur á umtalsverðum afleiðingum. En þær koma ekki í ljós fyrr en seinna. Þess vegna kveikir Margrét Þórhildur sér bara í næstu rettu með stubbnum af síðustu. Gersamlega drull. Hraðakstur er annað dæmi. Að keyra of hratt getur haft umtalsverðar og umsvifalausar afleiðingar. En líkurnar á að það verðir þú sem lendir í slysinu eða að það verðir þú sem löggan sektar fyrir að keyra á 110 en ekki 90 eru bara ekki nógu miklar til að þú hægir á þér á ferðalaginu, sem þú hafðir nota bene ekki hugsað þér að kolefnisjafna. Það sama gildir um mengun. Við vitum öll að mengun er slæm fyrir umhverfið, lífríki jarðar og þar með á endanum okkur sjálf. En við vit- um bara ekki hvenær við þurfum að súpa seyðið af þessu. Hvað í fokk- anum eigum við þá að gera? Nú, kolefnisjafna, auðvitað. Kristján Gauti Karlsson. Á föstudagsmorgun var undirrit- að samkomulag milli Akraneskaup- staðar, Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna um uppbyggingu innviða fyrir rafbíla á Akranesi. Hleðslu- stöðvum verður komið upp á allt að sex stöðum í bænum. „Íbúar og fyrirtæki á Akranesi hafa verið öfl- ug við að taka þátt í orkuskiptum í samgöngum. Um síðustu mánaða- mót voru skráðir 211 tengjanleg- ir rafbílar í sveitarfélaginu. Miðað við mannfjölda er það svipað hlut- fall og á landinu öllu en orkuskipt- in ganga örast fyrir sig á suðvestur- horninu,“ segir í tilkynningu. Verkefnið hefst strax í ár og lýkur á næsta ári. Samkomulagið er tví- þætt. „Í fyrsta lagi verða byggð- ir upp innviðir fyrir hleðslubúnað rafbíla á fjórum stöðum; við bæj- arskrifstofurnar við Stillholt, við íþróttasvæðið á jaðarsbökkum, við Brekkubæjarskóla og golfskálann,“ segir í tilkynningunni. „Það mun ráðast af reynslunni á þessum fjór- um stöðum hvaða tveir staðir munu bætast við. Bærinn ráðgerir að bjóða hleðsluþjónustuna út en Veit- ur leggja til innviðina. Þetta er ekki síst hugsað fyrir þá eigendur rafbíla sem eiga erfitt með að hlaða heima- fyrir, til dæmis þar sem ekki eru sér bílastæði fylgjandi húseign.“ Auk þess munu Akraneskaupstað- ur og OR stofna sjóð sem úthlutað verður úr til húsfélaga fjölbýlis- húsa sem sett hafa upp hleðslubún- að fyrir rafbíla á sínum lóðum. Átta milljónir króna verða í sjóðnum. Akraneskaupstaður leggur til fjór- ar milljónir og OR fjórar. Auglýst verður eftir umsóknum og úthlut- unarreglur kynntar á næstu vikum. Þá kemur einnig fram í tilkynn- ingunni að OR og Veitur séu reiðu- búin að hefja sams konar samstarf við önnur sveitarfélög á starfssvæði fyrirtækjanna. kgk Ríkiskaup hafa auglýst byggingar- útboð vegna framkvæmda við Þjóð- garðsmiðstöð á Hellissandi. Verkið nær til byggingar nýrrar þjónustu- miðstöðvar Þjóðgarðsins Snæfells- jökuls. Húsgrunnur nýbyggingar samanstendur af tveimur bygging- um sem munu tengjast með mið- rými. Hluti byggingarinnar skag- ar út fyrir grunn, þar sem ekki má valda yfirborðsskemmdum á landi umfram það sem telst óhjákvæmi- legt. Húsið er á einni hæð, stað- steypt stálvirki að hluta, klætt með lerki og cortensstáli. Búið er að grafa fyrir húsinu, grafa og fylla í bílastæði og setja upp heildargirðingu fyrir svæðið. jarðvinna í þessu verki felst í að fylla í sökkla, fylla að húsinu, grafa og endurfylla lagnaskurði undir og meðfram húsinu, auk lóðafrágangs. Um alla jarðvinnu gildir það að lág- marka skal allt jarðrask. Nánari upplýsingar um verkið má nálgast á heimasíðu Snæfells- bæjar og á vef Ríkiskaupa. Frest- ur til að skila útboði er til 19. júní næstkomandi. kgk/ Ljósm. Snæfellsbær. Inspired by Iceland hefur í sam- starfi við Umhverfisstofnun hrund- ið af stað herferð þar sem erlendir ferðamenn eru hvattir til að drekka kranavatn, frekar en að kaupa vatn í plastflöskum. Áhersla er lögð á að kynna íslenskt vatn sem lúxusvöru sem finna má endurgjaldslaust í krönum um allt land. „Markmið- ið er að draga úr óþarfa plastnotk- un ferðamanna og vekja um leið athygli á gæðum íslenska vatns- ins sem er eitt hreinasta og bragð- besta kranavatn í heimi. Með verk- efninu er einnig ætlunin að styðja við umhverfisvernd og aðgerðir til að uppfylla Heimsmarkmið Sam- einuðu þjóðanna,“ segir á vef Um- hverfisstofnunar. Þar kemur jafnframt fram að 65% fólks noti meira plast á ferða- lögum en það gerir dags daglega. Eru það niðurstöður 16 þúsund manna könnunar frá Norður-Am- eríku og Evrópu. „Aðspurð um meginástæður þess nefndu 70% órökstuddan ótta við kranavatn,“ segir á vef stofnunarinnar. Með kranavatnsherferðinni er skorað á ferðamenn að breyta þessu neyslu- mynstri og fylla á endurnýjanleg drykkjarílát í stað þess að kaupa vatn í plastflöskum. „Það má segja að hér séu slegnar tvær flugur í einu höggi, að takast á við mikil- vægi þess að uppræta einnota um- búðir sem enda jafnvel í náttúrunni og minna um leið á að kranavatn er best,“ segir Kristín Linda Árna- dóttir, forstjóri Umhverfisstofn- unar. kgk Bygging þjóðgarðsmiðstöðvar í útboð Ferðamenn hvattir til að drekka kranavatn Átak í rafbílavæðingu á Akranesi Það voru þau Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, Bjarni Bjarnason, forstjóri OR og Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, sem undirrituðu samkomulagið.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.