Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Page 10

Skessuhorn - 12.06.2019, Page 10
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201910 Bæjarstjórn Snæfellsbæjar fór í skoðunarferð um sundlaugasvæði Lýsulaugar á Lýsuhóli á fundi sín- um á fimmtudag. Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku eru framkvæmdir þar á lokametrun- um, en þær hafa staðið yfir í vet- ur. „Laugasvæðið er að verða hið glæsilegasta og verður laugin opn- uð í síðasta lagi í byrjun næstu viku,“ segir á Facebook-síðu Snæ- fellsbæjar. „Laugakerfið hefur verið steypt upp í breyttri mynd. Þarna eru áfram tveir heitir pottar, en jafnframt er verið að setja niður kaldan pott.“ Á meðfylgjandi mynd má sjá bæj- arstjórn Snæfellsbæjar og bæjar- stjóra máta sig við sætið í lauginni, en þar geta sundlaugargestir setið og sólað sig. Á bakvið má sjá ný- klæddan vegg félagsheimilisins að Lýsuhóli. kgk Nýverið var sett upp nýtt upplýs- ingaskilti við Grundarfjarðarhöfn. Skiltið er unnið í heimabyggð, en það var Ingi Hans jónsson sem hannaði það með myndum Bærings Cecilssonar. Krums-hönnun og handverk sá um að útbúa og prenta skiltið. Á skiltinu má sjá sögu útgerð- ar í Grundarfirði og þar með sögu bæjarins. Hægt er að sjá myndrænt hvernig höfnin hefur byggst upp og svo fjölda íbúa, landaðra tonna og fjölda húsa á hverjum tíma fyrir sig. Svo segja glæsilegar myndir Bær- ings meira en mörg orð. Þetta er glæsileg viðbót við þjónustu ferða- manna á svæðinu og á eflaust eftir að fræða margan ferðamanninn. tfk Á fimmtudag var undirritaður sam- starfssamningur Akraneskaupstað- ar og Kaju organic ehf. um veit- ingasölu í þjónustuhúsi Guðlaugar við Langasand í sumar. Um er að ræða tilraunaverkefni til 31. ágúst. Tillaga þess efnis var samþykkt í bæjarráði 31. maí síðastliðinn. Karen jónsdóttir, eigandi Kaju organic og Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri skrifuðu undir samn- inginn. Eftir það var fyllt á kæl- inn og veitingasala því formlega hafin. Við Guðlaugu ætlar Kaja að selja alls kyns drykki, búst, snúða, sam- lokur, möffins, epli, grískt jógúrt og ýmislegt fleira. Í samningnum er jafnframt kveðið á um að mat- vælin verði seld í plastlausum um- búðum. Enn fremur ætlar Karen að flytja varninginn á milli á hjóli til að stuðla að umhverfisvænum samgöngum. kgk Skemmtiferðaskipið Ocean Dia- mond rakst harkalega utan í Stykk- ið, trébryggjuna í Stykkishólms- höfn, þegar það lagðist að bryggju á laugardagsmorgun. Að sögn Hrannars Péturssonar hafnarvarð- ar átti óhappið sér stað kl. 6:20 að morgni. Hann kveðst ekki geta sagt til um tildrög óhappsins. All- ar aðstæður hafi verið mjög góðar og menn viti hreinlega ekki hvers vegna þetta gerðist. Sjóslysanefnd mun fá málið til rannsóknar. Nokkrar skemmdir urðu á bryggj- unni en að sögn hafnarvarðarins eru þær ekki jafn miklar og talið var í fyrstu og þær líta út fyrir að vera. „Stálbitar yst á bryggjunni þar sem skipið sigldi á hana eru beyglaðir og þarf að skipta um þá. Síðan þarf að skipta um einn polla sem beygl- aðist,“ segir Hrannar sem áætlar að viðgerðin á pollanum verði minni- háttar. „Timburklæðningin fór af á fimm til sex metra kafla þar sem skipið fór utan í bryggjuna. Við eig- um til eitthvað af timbri til að gera við það,“ segir hann. „Ég vona að hægt verði að kippa þessu öllu í lag til bráðabirgða á skömmum tíma og síðan gera endanlega við þetta eftir sumarið,“ segir hafnarvörð- urinn. „Burðurinn í bryggjunni virðist ekki hafa skemmst heldur virðast skemmdirnar vera bundnar við þennan eina polla og svæðið í kringum hann þar sem skipið sigldi á bryggjuna,“ segir hann. „Engu að síður er dálítið erfitt að átta sig á endanlegu umfangi skemmdanna. Við munum kalla til sérfræðing frá siglingasviði Vegagerðarinnar til að koma og meta skemmdirnar end- anlega. Vonandi getum við fengið hann vestur eins fljótt og mögu- legt er til meta endanlegt umfang. En eins og þetta blasir við okkur þá virðast skemmdirnar ekki jafn slæmar og þær líta út fyrir að vera,“ segir Hrannar Pétursson að end- ingu. kgk/ Ljósm. sá. Skráning stendur nú yfir á lands- mót UMFÍ 50+ sem haldið verð- ur í Neskaupstað dagana 28.-30. júní næstkomandi. Áhugasamir geta skráð sig á vef UMFÍ. Mótið er opið öllum sem verða 50 ára á árinu og þeim sem eldri eru, óháð því hvort viðkomandi er skráður í ungmenna- eða íþróttafélag. Landsmót 50+ er blanda af íþróttakeppni og skemmtun þar sem fólk á besta aldri blómstrar í hreyfingu. „Boðið verður upp á alls konar skemmtilegar greinar fyrir fimmtuga og eldri. Eins og alltaf verður keppt í boccia, pútti, golfi en líka í bridds, frjálsum, frisbígolfi og stígvélakasti, sem er fyrir löngu orðin sígild grein. Keppni í pönnu- kökubakstri verður auðvitað á sín- um stað og má reikna með miklum fjölda áhorfenda að fylgjast með,“ segir í tilkynningu frá UMFÍ. Nýjungar eru einnig á dag- skránni, svo sem garðahlaup og lomber. Á laugardagskvöldinu verður svo skemmtikvöld og hátíð- ardagskrá. kgk Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi og Karen Jónsdóttir við undirritun samningsins. Ljósm. Akraneskaupstaður. Samið um veitingasölu við Guðlaugu Bæjarstjórn Snæfellsbæjar og bæjarstjóri í sætinu í Lýsuhólslaug. Ljósm. Snæfellsbær. Mátuðu sætið í Lýsuhólslaug Frá keppni í blaki. Ljósm. UMFÍ. Skráning hafin á Landsmót 50+ Hrannar Pétursson hafnarvörður telur skemmdirnar ekki jafn alvarlegar og talið var í fystu, en endanlegt umfang þeirra liggur þó ekki fyrir. Það verður metið af sérfræðingi. Skemmtiferðaskipi siglt utan í Stykkið Skemmdir ekki eins miklar og talið var í fyrstu að sögn hafnarvarðar Fyrir miðri mynd má sjá hvar skipinu var siglt utan í brygguna. Hægt er að sjá sögu Grundarfjarðar eftir tímalínu á þessu skilti. Nýtt upplýsingaskilti við Grundarfjarðarhöfn Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri og Ingi Hans Jónsson athafnamaður við skiltið.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.