Skessuhorn - 12.06.2019, Side 14
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201914
Borgnesingurinn Magnús Daní-
el Budai Einarsson hóf nám við
North Bennet Street School í Bo-
ston í Bandaríkjunum síðasta haust
þar sem hann lærði listina að stilla
píanó og flygla. Nú er Magnús
staddur heima á Íslandi og ætlar að
nýta sumarfríið sitt til þess að safna
peningum fyrir næstu önn og starf-
ar sem umsjónarmaður tjaldsvæðis í
Borgarnesi og á Varmalandi í Borg-
arfirði. Á milli þess sem hann vakt-
ar tjaldsvæðin þá reynir Magnús
eftir bestu getu að fá verkefni við að
stilla píanó og ná sér þannig í frek-
ari reynslu í starfinu. „Það sagði
einhver að maður þyrfti að vera bú-
inn að stilla 10.000 píanó til þess að
mega kalla sig góðan píanóstillara.
Ég hef stillt um það bil 30,“ svarar
Magnús og hlær.
Lærði grunninn
North Bennet Street skólinn í Bo-
ston er elsti iðnskólinn í Bandaríkj-
unum. Ásamt því að læra að stilla
píanó er þar hægt að læra að búa
til fiðlur, skartgripi, húsgögn og
fleira í þeim dúr. Magnús sótti sér
grunninn í píanóstillingum í North
Bennet en hann þurfti á grunnin-
um að halda til að geta svo sótt um
í Oberlin College í Ohio í Banda-
ríkjunum, sem var alltaf markmið-
ið hjá honum og er hann á leiðinni
þangað í haust. „Í Oberlin háskól-
anum mun ég læra að stilla konsert-
flygla sem ég er mjög spenntur fyr-
ir og er í raun aðalástæðan fyrir því
að ég fór í þetta nám,“ segir Magn-
ús og bætir við að á fyrsta árinu í
skólanum sé í raun verið að skerpa
á þeim grunni sem er nú þegar til
staðar.
Árið sem Magnús stundaði nám-
ið í North Bennet lærði hann ein-
ungis að stilla píanóið. Hann lærði
að laga það sem er inni í hljóðfær-
inu og gera það betra fyrir pían-
istann. Hann lærði að stjórna því
hversu þungt maður þarf að ýta á
með fingrunum til að nótan fari
niður, hversu langt hún fer nið-
ur og hversu langt hamrarnir eru
frá strengjunum. „Það er rosalega
margt sem þarf að laga og huga að
inni í hljóðfærinu. Ég lærði að græja
það og stilla. Á seinna árinu, hefði
ég haldið áfram í North Bennet, þá
fer námsefnið mun ýtarlegra í an-
atómíuna á hljóðfærinu sjálfu. Þá
lærir maður að skipta út gömlum
hlutum í hljóðfærinu og setja nýja í
staðinn,“ útskýrir Magnús.
Vill læra að
stilla konsertpíanó
Með grunninn úr North Bennet gat
Magnús sótt um í Oberlin College
þar sem hann þurfti að fara í gegn-
um áheyrnarprufu. Í henni bið-
ur dómari nemendur, í flestum til-
fellum, um að stilla píanóið eins og
það leggur sig. „Dómarinn er aðal-
kennarinn og hann bað mig um að
stilla fyrstu áttundina, flestir aðrir
verða að stilla heilt píanó. NBSS
(North Bennet Street School) er
bara svo góður skóli að hann vissi
hvað ég gæti gert,“ segir Magnús.
Þá hafa nemendur 30 mínútur til
að ljúka verkefninu. Að því loknu
kemur dómarinn og hlustar og læt-
ur vita hvort að allt passar inn í átt-
undina eins og kennarinn vill. „Ég
náði að stilla píanóið á tíu mínút-
um,“ segir Magnús stoltur. „Það er
ekki einhver ein leið hvernig mað-
ur ýtir á nótuna. Þetta eru margar
stillingar og það sem ákveður still-
inguna hverju sinni er píanóið og
píanistinn, en þá er maður komin
aðeins lengra í faginu eða í kons-
ertstillingar sem við lærðum ekki
fyrsta árið í North Bennet. Þá lærð-
um við meira að stilla fyrir fólk sem
á píanó heima hjá sér og laga það
sem er inni í píanóinu,“ bætir hann
við.
Ástæðan fyrir því að Magnús hélt
ekki göngu sinni áfram í North
Bennet var einfaldlega sú að hann
hafði meiri áhuga á konsertstill-
ingum. „Til að geta starfað við það
að gera við píanóið sjálft og flygla
þá þarf maður að eiga tæki og tól
sem kosta kannski nokkrar milljón-
ir króna, plús. Maður þarf auk þess
að hafa góða vinnuaðstöðu fyrir
slíkar viðgerðir. Það er bara ekki
nógu stór markaður fyrir þetta á Ís-
landi. Maður þyrfti helst að vinna
hjá stærra fyrirtæki frekar en að
vera sjálfstætt starfandi,“ útskýrir
Magnús.
Vill geta stillt
á stuttum tíma
Magnús kveðst spenntur að hefja
skólagöngu sína í Oberlin College
næstkomandi haust en þá fer hann
fyrir alvöru að læra að stilla hljóðið
sem strengurinn gefur frá sér þegar
hamarinn lemur á strenginn. „Það
er rosalega mikilvægt að stjórna
því. Þú vilt að allir strengir hljómi
eins, frekar en að einn hljómi harð-
ur og annar mjúkur. Það er eitt af
því erfiðasta við að stilla píanó,“
segir Magnús.
Námið í Oberlin er til tveggja
ára. Eins og fyrr segir þá er verið að
skerpa á þeim grunni sem er þegar
til staðar á fyrsta árinu í Oberlin og
farið mun dýpra í námsefnið. „Við
lærum líka að vinna hraðar. Til að
vera algjör fagmaður í þessu þá vill
maður geta stillt píanó á um það bil
einum og hálfum tíma. Í dag er ég
sirka tvo og hálfan tíma,“ útskýr-
ir Magnús og segir markmiðið að
sjálfsögðu vera að stytta stillingar-
tímann. „Maður vill geta unnið
hratt en samt náð góðu píanói. Fólk
nennir ekki að hlusta á mig hamra
á sömu nótunni klukkutímunum
saman, það myndi verða ansi þreytt
til lengdar. Þess vegna er gott að
geta verið röskur og skilað píanó-
inu vel stilltu frá sér,“ segir Magnús
og hlær.
Treystir á eyrun
Þegar byrjað er að stilla píanó þá
þarf að stilla nótu sem er A4 fyrir
ofan miðju C á 440 hertz sem eru
eins og 440 bylgjur á sekúndu en
heyrnin getur numið í mesta lagi
16-17 bylgjur áður en að það hætt-
ir að geta greint muninn á þeim.
Þá notast Magnús við ákveðið app
í símanum sér til aðstoðar til að ná
þessum 440 hertz. Þegar píanóið er
rétt stillt þá þarf hann að treysta á
eyrun og hlusta. „Þú ert að hlusta
á hversu margar bylgjur koma á
sekúndu. Það er mjög erfitt, alveg
rosalega erfitt! Stundum verður
maður ringlaður eftir að hafa hlust-
að lengi, þá þarf ég að vanstilla nót-
una og byrja upp á nýtt. Svo þeg-
ar það er komið, þá stilli ég næstu
áttund fyrir neðan sem er A3 og
svo framvegis þangað til allar nót-
ur eru rétt stilltar,“ segir Magnús
en bætir því við að hann átti erf-
itt með að heyra þessar bylgjur í
fyrstu. „Þetta var gífurleg áskorun
fyrir mig því ég bara heyrði ekkert
í þessum bylgjum fyrstu þrjá mán-
uðina sem ég var í náminu! Ég fór
í hálfgerðu sjokki á skrifstofuna til
kennarans míns til að tilkynna það
að ég ætlaði að hætta í náminu, ég
heyrði nefnilega ekkert í bylgjun-
um eins og samnemendur mínir.
Sem betur fer talaði kennarinn mig
til og sagði mér að gefa þessu að-
eins meiri séns. Svo upp úr þurru,
einn daginn, þá heyrði ég í þeim.
Þá fattaði ég að trixið er að hreyfa
hausinn aðeins þegar maður er að
byrja, beygja sig niður og standa
upp á stól til dæmis. Það kom, en í
dag er ég kominn í góða æfingu og
þarf þess ekki.“
Mikil eftirspurn
Magnús Daníel heldur aftur vestur
um haf til Bandaríkjanna að sumri
loknu og er spenntur fyrir fram-
haldinu. Hann segir drauminn vera
að geta starfað sem píanóstillir hér
á Íslandi og væri mikið til í að taka
við þeim sem sér um allar slík-
ar aðgerðir í Hörpu tónleikahúsi
í Reykjavík. Sjálfur hefur Magn-
ús mikinn píanóbakgrunn og hef-
ur spilað á hljóðfærið frá því hann
var gutti og hefur einnig stundað
nám við píanóleik hjá tónlistarskóla
Borgarness og Listaháskóla Ís-
lands ásamt því að hafa verið eitt ár
í námi í Ungverjalandi. „Það vant-
ar píanóstilla allstaðar í heiminum.
Það er gífurleg eftirspurn eftir fólki
með slíka þekkingu. Ef ég næ ekki
að starfa við þetta á Íslandi þá er
alltaf valmöguleiki að leita út fyrir
landssteinana,“ segir Magnús bjart-
sýnn að lokum. glh
„Þarf að stilla tíu þúsund píanó til að teljast góður“
Magnús Daníel Einarsson stundar nám í píanóstillingum í Bandaríkjunum
Magnús Daníel Einarsson.
Hér notast Magnús við hamar sem er verkfæri til að stilla píanó.
Oft þarf að hamra á sömu nótunni oftar en einu sinni.
Að stilla píanó og flygla krefst mikillar einbeitingu.