Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Síða 18

Skessuhorn - 12.06.2019, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201918 Sumarlesari vikunnar Hjúkrunarheimilið Fellsendi í Döl- um er heimili fyrir geðfatlaða og þar búa nú 26 einstaklingar frá 50 ára aldri. Heimilið var upphaflega byggt til minningar um hjón sem bjuggu á Fellsenda. Þau eignuð- ust þrjú börn, tvær dætur og einn son. Dæturnar tvær menntuðu sig báðar í hannyrðum en létust báðar úr spænsku veikinni, ókvæntar og barnlausar. Sonur hjónanna fór til Bretlands þar sem hann menntaði sig og vann áður en hann flutti aft- ur til Íslands og starfaði þá í Lands- bankanum. Hann var eini erfingi foreldra sinna, ókvæntur og barn- laus sjálfur. Hann stofnaði í Lands- bankanum sjóð til minningar um foreldra sína og þegar nægt fjár- magn hafði safnast í sjóðinn vildi hann að reist yrði hjúkrunarheim- ili á jörðinni Fellsenda fyrir aldraða íbúa í Suður-Dölum í Dalasýslu. Árið 1968 var heimilið stofnað. Í október árið 2006 var svo tekið í notkun nýtt og glæsilegt húsnæði á Fellsenda með 28 eins manns her- bergjum. Kann vel við að starfa við geðhjúkrun Blaðamaður Skessuhorns fór í heimsókn á Fellsenda fyrir skömmu þar sem jóna Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri á Fellsenda, bauð upp á kaffi og við settumst niður á skrifstofunni og ræddum um starf- semina á heimilinu. jóna Helga er fædd og uppal- in á Hvammstanga. Hún er geð- hjúkrunarfræðingur að mennt og starfaði á Barna- og unglingageð- deild fyrst eftir útskrift. Síðan lá leiðin vestur í Bolungarvík þar sem hún starfaði við öldrunarhjúkrun í allmörg ár. Síðast starfaði hún á Hjúkrunarheimilinu Eir eða þar til leiðin lá vestur í Dali. „Þegar ég fór í hjúkrunarnám vissi ég bara að ég vildi ekki vinna á skurðstofu, svo ég endaði í geðhjúkrun. Þetta á vel við mig og mér líkar vinnan vel. Fyrir fimm árum sá ég auglýst þetta starf hér á Fellsenda og ákvað að sækja um. Það hentaði fjölskyldunni vel á þessum tíma að koma hingað svo við slógum til,“ segir jóna Helga. Umönnun íbúa fjölþætt „Þetta er ekki eins og að starfa á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða. Hér er um helmingur íbúanna und- ir 67 ára og sá yngsti er fimmtug- ur. Flestir íbúarnir hér hafa fóta- vist, enginn er bundinn við rúm- ið eða í deyjandi umönnun. Hér er frekar andleg en líkamleg umönn- un, því er starfið allt öðruvísi en á almennri hjúkrunardeild. Íbúarnir hér eru einstaklingar sem hafa ekki tök á að vera í sjálfstæðri búsetu og þurfa mikla andlega umönnun og félagslegan stuðning. Það er mis- jafnt hversu mikla umönnun íbú- Fyrsti Sumarlesari vikunnar á Bókasafni Akraness er Lena Ses- selia. Líkt og undanfarin ár birt- ir Skessuhorn stutt viðtal við einn sumarlesara, en efnið er unnið af starfsfólki Bókasafns Akraness. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Lena Sesselia og er 9 ára. Í hvaða skóla ertu? Ég er í Grundaskóla. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Þín eigin saga 4, Piparkökuhúsið. Hún er mjög skemmtileg. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Herberginu mínu. Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? Umm... ævintýra bækur. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? Nei. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í sumarlestrinum? Held ekki. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég er sko ekki búin að ákveða það. Ef þú ættir að eiga heima í bókaveröld hvaða bók myndir þú velja ? Heimurinn í bókinni sem ég var að lesa (Þín eigin saga 4, Pipar- kökuhúsið). Gefandi að vinna á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda arnir þurfa. Sumir eru í ágætu jafn- vægi en þurfa bara stuðning og að- stoð við daglegt líf á meðan aðrir eru meira veikir og þurfa því mun meiri umönnun,“ segir jóna Helga. „En það er vert að taka fram að þetta er ekki sjúkrahús svo íbú- arnir hér eru ekki í meðferð eins og á Kleppsspítala. Hér býr fólk og þetta er heimili þess. Þeir sem þurfa meðferð á sjúkrahúsi fara þá á Kleppsspítala í þá meðferð en koma svo aftur hingað að henni lokinni, rétt eins og fólk almennt leggst inn á spítala þegar það veikist og snýr svo aftur heim,“ bætir hún við. Að- spurð segir hún íbúana misjafn- lega sátta við búsetuna á Fellsenda. „Vissulega er fólk ekki alltaf sátt við stöðuna sína en það er ekki úr neinu að velja fyrir þá,“ segir hún. Misjafnar aðstæður íbúanna Aðstæður íbúanna á Fellsenda eru jafn ólíkar og íbúarnir eru marg- ir og segir jóna Helga marga íbúa hafa lítið eða ekkert stuðningsnet. „Aðstæður aðstandenda eru mis- jafnar og það hafa ekki allir tök á að sinna íbúum hér eins og þeir ef- laust myndu vilja. Það eru nokkrir sem fá heimsóknir reglulega, svona hálfsmánaðarlega, en aðrir töluvert sjaldnar. Þetta væri sjálfsagt öðru- vísi ef við værum í Reykjavík en það er langt að fara fyrir fólk að koma hingað,“ segir jóna Helga og bæt- ir því við að margir aðrir kost- ir fylgi staðsetningunni. „Það er mikið frjálsræði hér og umhverfið gott fyrir svona heimili. Einn mik- ill kostur er að þar sem við erum í sveit höfum við betri stjórn á að- stæðum. Hér eru margir íbúar sem þola til dæmis alls ekki áfengi og íbúarnir hér ættu ekki að drekka áfengi. Þar sem ekki er áfengis- verslun í göngufæri er auðveldara fyrir okkur að koma í veg fyrir að áfengi komi hingað inn. Einnig eru íbúar hér sem hafa búið á götunni og þurft að bjarga sér, og þá ekki alltaf á löglegan hátt. Þetta festist oft í þeim og þá er þeim kannski ekki alltaf treystandi einum í sam- félaginu, til dæmis úti í búð. Íbú- arnir hér eru aldrei einir í neinum slíkum aðstæðum því við förum alltaf með þeim, eða aðstandendur. Það eru fastar ferðir í Búðardal þar sem íbúarnir geta farið í búðina, í bankann, á pósthúsið eða sinnt öðr- um erindum,“ segir jóna Helga. Í fyrra fékk Hjúkrunarheimilið Fellsenda nýjan bíl með aðgengi fyrir hjólastól og segir jóna Helga það hafa gert mikið fyrir marga íbúa á Fellsenda. „Þeir sem eru bundnir hjólastól gátu aldrei farið neitt með okkur en nú komast all- ir með. Við þurftum áður alltaf að kalla út sjúkrabíl ef einstaklingur í hjólastól þurfti að komast til lækn- is. Núna getum við farið á eigin bíl, sem munar miklu fyrir bæði okkur og íbúana,“ segir hún. „Þarf að gefa mikið af sér“ Á Fellsenda er sólarhringsvakt og þar starfa á bilinu 35-40 manns í misjöfnu starfshlutfalli. „Við erum með alveg einstaklega gott starfs- fólk hjá okkur. Við erum með sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og hjúkr- unarfræðingar koma úr Reykjavík í vaktatarnir. Hér vinna líka margir heimamenn auk þess sem við erum með starfsfólk úr Borgarfirði. Fyr- ir þá sem koma langt að er aðstaða í gamla húsinu til að sofa og hvíla sig milli vakta,“ segir jóna Helga. Hún segir það ekki fyrir alla að starfa á Fellsenda en þar sé mik- ilvægt að hafa mikla þolinmæði. „Í svona vinnu þarf að gefa mikið af sér, en starfið er líka mjög gef- andi. Þetta snýst í rauninni fyrst og fremst um að gera líf íbúanna eins gott og hægt er miðað við aðstæð- ur,“ segir hún. arg Í október 2006 var flutt inn í nýtt og glæsilegt húsnæði á Fellsenda. Jóna Helga Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda í Dölum.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.