Skessuhorn - 12.06.2019, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 201922
Vísnahorn
Brynjólfur í Hlöðutúni
sendi mér nýlega þennan
kveðskap sem hann hafði
fundið innan um bréf og
pappíra frá um 1935. Væri nú gaman ef ein-
hver vissi hver hefur soðið saman þetta bón-
orðsbréf eða meiri upplýsingar um það af ein-
hverju tagi:
Þú ert hug og hjarta kær
himnaríkissæla.
Einatt er þín minning mær
mun ég fara að skæla.
Ef þú vildir eiga mig
unaðslega Kaja
blessuð sólin signi þig
sífellt milli bæja.
Viljirðu ástarörmum
einatt vefja mig
hrindi ég öllum hörmum
heimsins grýtta stig.
Læt ég ljóðið gjalla.
Lifi ég fyrir þig.
Ævidagana alla
eigðu Kaja mig.
Þú ert þrungin kossum,
þú ert unaðsleg,
öllum heimsins hnossum
hleð ég á þinn veg.
Þú ert drottning dísa,
Drottins vald þú átt.
Þetta er voða vísa
vittu skáldsins mátt.
Þú ert hæsta hnossin
himinblíð og sönn.
Læt ég ljóðafossinn
lífga græna hvönn.
Kveð ég þig mín kæra.
Kossins englamál
legg á munn þinn mæra
mína ástarsál.
Hvar sem gengur gyðja
grói fögur blóm,
þetta er indæl iðja
eigðu lífsins hljóm.
Upp af ástum mínum
indæl spretti rós
hlúi að huga þínum
himins björtu ljós.
Egill jónasson á Húsavík var lengi vel einn
þekktasti hagyrðingur landsins. Daníel Daní-
elsson var lengi læknir Húsvíkinga og var vel
með þeim Agli og honum enda þurfti Egill
stundum á þjónustu hans að halda. Nokkur
bréf skrifaði Egill vini sínum með sjúkdóms-
lýsingum og verður nú gripið þar til:
Ekki neitt að gagni gert
get ég fremur en klerkur.
Liggur mér um lendar þvert
lúa og gigtarverkur.
Syngur ekki sálin glöð
„sálma langa og marga“
meðan ryðguð búrhnífsblöð
beinin ungu sarga.
Ligg ég eins og lús við saum,
lítið finn af ráðum,
þannig verður ævin aum
okkur hjónum báðum.
Snúðug konan snýr sér frá
snörpu bóndans gini.
Öðruvísi áður brá
Agli Jónassyni.
Taugar ekki virðist vanta
verki og stingi flytja þær
eftir mér á alla kanta
– upp í herðar – niður í tær.
Þetta er bölvað – þarna sérðu –
á þrautum verður sjaldan hlé.
Finnst mér þó að framanverðu
furðu margt í lagi sé.
Verkir ekki vilja hopa,
verstir yfir lendarnar.
Bakstra – plástra – pillur – dropa
prófa mætti hér og þar.
Englasöngur engan reisti
ekki bænir reynast vel.
Þér að bæta böl ég treysti
betur en Guði – Daníel.
Það er nú svo að menn hafa misjafna trú
á bæði læknum og reyndar fyrirbænum líka.
Sumir trúa alls ekki á læknamiðla en hafa fulla
trú á fyrirbænum og vafalaust einnig öfugt.
Mér er sagt að Ólafur jóhann Sigurðsson hafi
ort eftirfarandi við Arthur Cook trúboða og
hómópata á Akureyri:
Innyfli mín ógnir rífa,
ætla ég hreint að verða krúkk,
meðöl löngu hætt að hrífa.
Hjálpaðu mér Artúr Cook.
jódís jósefsdóttir hafði þó þá trú á almætt-
inu að það gerði ekki óhóflegar kröfur til
mannskepnunnar:
Herra guð í himnarann
heyrir engan vola,
hann leggur ekki meira á mann
en maður á að þola.
Hvaða trú og álit sem menn hafa nú á hinu
og þessu er nú oftast saklaust að reyna að sýna
viðkomandi lágmarksvirðingu eða að minnsta
kosti ekki viljandi óvirðingu. jóhannes Benja-
mínsson orti við einhvern ágætan mann þessi
aðvörunarorð:
Ef þú smánar mína og mig
mundu óskir stríðar.
Heklubóndinn hirði þig
heldur fyrr en síðar.
Við Íslendingar erum svo heppnir vegna
einangrunar landsins að fjöldinn allur af bú-
fjársjúkdómum sem valda oft verulegu tjóni
erlendis eru óþekktir hér og hafa búfjárstofnar
okkar því litla mótstöðu gegn þeim. Fyrir ja,
þónokkrum árum kom upp gin og klaufaveiki
í Bretlandi og höfðu menn nokkrar áhyggj-
ur af að hún gæti borist hingað með farfugl-
um. Vel metinn dýralæknir hafði uppi áróður
fyrir að menn héldu skepnum sem mest inni
og hefðu hús sem mest lokuð í vorblíðunni
svo Máríuerlur kæmust síður inn og reynd-
ar duttu mönnum ýmsar smitleiðir í hug bæði
líklegar og ólíklegar en kórar héldu þó áfram
að syngja erlenda texta. Um það leyti mun
eftirfarandi kveðskapur hafa orðið til en ekki
veit ég um höfund:
Hugarvíl og angur landið leggst um.
Í Landeyjunum álftabani dregst um.
Dýralæknar ganga úr skugga gleggst um
hvort gin- og klaufaveiki berst með textum.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435-1189 og 849-2715
dd@simnet.is
Þér að bæta böl ég treysti – betur en Guði, Daníel
Akranesviti fékk góða heimsókn
síðastliðinn miðvikudag, þeg-
ar Gerri nokkur Griswold sótti
vitann heim. „Hún kom ásamt
tveimur vinkonum sínum. Það
sem er merkilegt við þessa heim-
sókn er að þetta er í fimmtugasta
skiptið sem Gerri Griswold heim-
sækir Ísland,“ segir Hilmar Sig-
valdason vitavörður. „Fyrsta skipt-
ið sem Gerri heimsótti Ísland var í
maí 2002 þannig að það er greini-
legt að hún elskar landið okkar,“
segir hann.
Gerri rekur ferðaþjónustufyr-
irtækið Krummi Travel og þetta
var langt því frá fyrsta heimsókn
hennar í Akranesvita, en hún hefur
í gegnum tíðina komið með fjölda
tónlistarmanna í vitann. Má þar
meðal ananrs nefna Lovísu Elísa-
betu Sigrúnardóttur sem jafnan er
kölluð Lay Low, Myrru Rós Þrast-
ardóttur, Svavar Knút og Björn
Thoroddsen. „Gerri Griswold er
bara algjör gimsteinn fyrir mér
og það er ávallt mikið fjör í kring-
um hana og hennar gesti. Vonandi
kemur hún sem oftast í heimsókn
í framtíðinni,“ segir Hilmar Sig-
valdason hinn ánægðasti.
kgk/ Ljósm. Hilmar Sigvaldason.
„Ef ég geng með hjólbörurnar
eins og ég sé að hella úr þeim, þá
fæ ég ekki verki í axlirnar,“ segir
Hugi Garðarsson. Hann ætlar að
ganga hringinn í kringum landið
til styrktar Krabbameinsfélagi Ís-
lands í sumar. Hann gerir ráð fyrir
því að verða í kringum 100 daga á
ferðinni, heimsækja 70 sveitarfélög
og ganga samtals á bilinu 3.000 til
3.500 kílómetra.
Hugi starfaði um tveggja ára
skeið sem landvörður á Þingvöllum
og síðustu þrjá mánuði í Skaftafelli.
Hann hefur áður gengið hring-
inn í kringum landið, en fjárfesti í
hjólbörum á Akureyri og gekk með
þær til Reykjavíkur. „Það er miklu
auðveldara að labba með hjólbör-
ur ef maður lyftir þeim upp og all-
ur þunginn hvílír á dekkinu. Með
hjólbörum næ ég léttilega að ganga
allt að 35 kílómetra á dag, en án
þeirra eru það aðeins 20-25 kíló-
metrar,“ segir hann.
Hugi ferðast með allt sitt haf-
urtask í hjólbörunum; tjald, svefn-
poka, matarbirgðir, bækur og gítar
sem hann spilar á daglega, þó ekki
meðan hann ekur hjólbörunum.
Ferðalag Huga miðar sem fyrr
segir að því að safna pening fyrir
Krabbameinsfélagið. Gönguna fer
hann til minningar um ömmu sína,
sem lést úr krabbameini árið 2014.
„Lát hennar var fjölskyldunni okk-
ar afar þungbært, sérstaklega afa
mínum. Ég ætla að fara hring-
inn réttsælis, heimsækja 70 bæjar-
félög og hlakka til að kynnast land-
inu á göngunni um leið og ég legg
góðum málstað lið,“ segir Hugi að
lokum og hvetur alla til að hringja
í söfnunarsíma og leggja Krabba-
meinsfélaginu lið. kgk
Hugi lagði af stað með hjólbörurnar frá Reykjavík síðastiðinn miðvikudag.
Með hjólbörur hringinn í
kringum landið
Safnar fé fyrir Krabbameinsfélag Íslands
Fimmtugasta heimsóknin
til Íslands
Gerri Griswold var að heimsækja Ísland í fimmtugasta sinn.