Skessuhorn


Skessuhorn - 12.06.2019, Side 25

Skessuhorn - 12.06.2019, Side 25
MIÐVIKUDAGUR 12. júNÍ 2019 25 Akranes – miðvikudagur 12. júní María drottning dýrðar er tónleika- dagskrá helguð íslenskri tónlist við Maríuvers og bænir. Íslensk tónskáld hafa í gegnum aldirnar sótt innblást- ur í Maríuversin og gera enn í dag. Á tónleikunum munum við rekja okkur í gegnum síðustu 100 ár í íslenskri tón- listarsögu og færa ykkur rjómann af Maríutónlist þess tímabils með tón- skáld á borð við Atla Heimi Sveins- son, Hildigunni Rúnarsdóttur, Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson og Sigurð Flosason innanborðs. Tónleikarnir hefj- ast kl. 20:00 og eru styrktir af Sóknar- áætlun Norðurlands eystra. Miðaverð kr. 3500 við innganginn og á tix.is Akranes – fimmtudagur 13. júní Sprell og grín á Gamla Kaupfélaginu með Mugison kl. 21:00. Borgarnes – föstudagur 14. júní Skallagrímur tekur á móti KV í 3. deild karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á Skallagrímsvelli og hefst kl. 20:00. Grundarfjörður – föstudagur 14. júní Sigríðarganga. Fjallganga á Eyrarfjall í Framsveit við Grundarfjörð kl. 20:00. Mæting hjá Hallbjarnareyri. Fjallganga á Eyrarfjall og hlaupið niður Strákskarð. Ganga upp tekur um eina og hálfa klukkustund sé gengið rólega. Síðan er hlaupið niður fjallið og er skemmsti tími 49 sekúndur, en oftast er miðað við þrjár mínútur. Akranes – laugardagur 15. júní Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið frá Akratorgi kl. 11:00. Upphitun hefst korteri fyrr. Við komu í mark fá allir sem eru í kvenna- hlaupsbol, verðlaunapening og glaðn- ing frá ÍSÍ. Nöfn skráðra þátttakenda fara í pott og verður dregið um glæsi- lega vinninga að hlaupi loknu. Boðið uppá ávexti og vatn við endamark. Frítt í sund á Jaðarsbökkum fyrir þá sem mæta í kvennahlaupsbol kl. 12 - 14. Sýnum samstöðu og tökum þátt! Laugagerði – laugardagur 15. júní Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið verður frá Laugagerðisskóla kl. 11:00. Borgarbyggð – laugardagur 15. júní Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið verður frá Sverrisvelli á Hvanneyri kl. 11:00 og frá Reykholti kl. 11:00. Grundarfjörður – laugardagur 15. júní Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið verður frá íþróttahúsinu kl. 11:00. Snæfellbær – laugardagur 15. júní Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið verður frá Sjómannagarðinum í Ólafsvík kl. 11:00 og frá félagshemilinu Lýsuhóli kl. 11:00. Búðardalur – laugardagur 15. júní Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið verður frá Dalabúð kl. 10:00. Reykhólar – laugardagur 15. júní Kvennahlaup ÍSÍ. Hlaupið verður frá kirkjunni kl. 11:00 Akranes – laugardagur 15. júní ÍA tekur á móti KR í 8. umferð karla í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 16:00 á Akranesvelli. Dalabyggð – sunnudagur 16. júní Sauðafellshlaupið 2019 á Erpsstöðum, hlaup/ganga/útivist/samvera. Hlaup- ið er 12 km, en gangan frá Fellsenda er 8km. Göngumenn fara kl. 18:30 frá Fellsenda en hlauparar starta kl. 19:00 við Rjómabúið. Þetta er fyrir alla, unga sem aldna og hver fer á sínum for- sendum. Enginn vinningshafi og hver keppir við sig. Akranes – sunnudagur 16. júní Kári mætir Dalvík/Reyni í 2. deild karla í knattspyrnu í Akraneshöllinni kl. 18:00. Akranes – sunnudagur 16. júní Bæjarlistamaðurinn Eðvarð Lárusson mun halda tónleika á Gamla Kaup- félaginu kl. 21:00. Tónleikarnir eru tví- þættir. Í fyrra setti mun hljómsveitin Njálssaga flytja eigin útsetningar á tónlist kanadíska tónlistarmannsins Neil Young. Í seinna setti mun hljóm- sveitin Sementsstromparnir leika tón- list sem samin hefur verið og/eða flutt af skagamönnum í gegnum tíðina. Miðasala við innganginn, verð 3.500 krónur. Akranesi – mánudagur 17. júní Kaffihlaðborð Kirkjunefndar Akranes- kirkju er órjúfanlegur hluti af hátíð- arhöldum Akurnesinga 17. júní. Á því verður engin breyting í ár. Kaffihlað- borðið verður að vanda í Safnaðar- heimilinu Vinaminni frá kl. 14:00 til 17:00. Verð á hlaðborðið er eftirfar- andi: Fullorðnir kr. 2.500, börn 6-14 ára kr. 500 og börn 0-5 ára frítt. Ekki posi á staðnum. Borgarbyggð – mánudagur 17. júní 17. júní verður haldinn hátíðlegur í Borgarbyggð. Í Borgarnesi hefst dag- skrá kl. 10:00 á Skallagrímsvelli. Far- ið verður í skrúðgöngu kl. 14:00 frá Borgarneskirkju að Skallagrímsgarði þar sem verður dagskrá fyrir alla fjöl- skyldna fram eftir degi. Á Hvanneyri hefst hátíðardagskrá með skrúðgöngu frá Sverrisvelli að skjólbeiltunum kl. 11:30. Í Reykholtsdal verður riðið til hátíðarmessu í Reykholti kl. 11:00 og hátíðardagskrá fyrir alla fjölskylduna hefst í Logalandi kl. 13:00. Í Lundar- reykjadal hefst hátíðardagskrá kl. 14:00 með bátakeppni við ármót Grímsár og Tunguár. Nánari upplýsingar má finna í auglýsingu hér í Skessuhorni. Akranes – mánudagur 17. júní Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á Akranesi. Fjölbreytt dag- skrá verður allan daginn og má þar nefna fjölskylduskemmtun sem hefst við Akratorg kl. 14:20. Nánari upp- lýsingar má finna í auglýsingu hér í Skessuhorni. Hvalfjarðarsveit – mánudagur 17. júní Messa í Leirárkirkju kl. 11:00 og hátíð- ardagskrá fyrir alla fjölskylduna verður í Heiðarskóla kl. 12:00. Nánari upplýs- ingar á www.hvalfjardarsveit.is. Ólafsvík – mánudagur 17. júní Víkingur Ó fær Keflavík í heimsókn í In- kasso deild karla í knattspyrnu. Leikur- inn hefst kl. 16:00 á Ólafsvíkurvelli. Á döfinni Íbúð óskast til leigu frá 1.-15. júlí Mig vantar litla tveggja herbergja íbúð til leigu frá 1. – 15. júlí. Hún má vera staðsett miðsvæðis í Borgarnesi eða á Akranesi. Ég er kennari og á sjálf íbúð annars staðar á landinu sem ég mun leigja út. Upplýsingar í síma 694-9398 Íbúð í Borgarnesi Til leigu eða sölu íbúð við Hrafnaklett í Borgarnesi. Ný máluð. Eitt stórt her- bergi, stofa, snyrting og suður svalir. Íbúðin er á þriðju hæð. Laus strax. Upp- lýsingar í síma 864-5542. Óskum eftir íbúð/húsi til leigu Við erum 5 manna fjölskylda og okk- ur vantar 3-4 herhergja íbúð eða hús til leigu á Akranesi til lengri tíma frá október, jafnvel fyrr. Upplýsingar í síma 618-6905. Óska eftir lítill í búð til leigu Óska eftir lítilli íbúð eða herbergi til leigu í Borgarnesi. Er reglusamur eldri maður. Upplýsingar í síma 695-5556 Vantar íbúð eða hús til leigu Vantar íbúð eða hús til leigu í Borg- arnesi eða Hvanneyri fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem fyrst. Upplýsing- ar í tölvupósti: maria@maria.is. Vantar þriggja til fjögurra herbergja íbúð Er einhver með þriggja til fjögurra her- bergja íbúð til leigu í eitt ár frá ágúst? Við erum 5 manna fjölskylda sem langar að flytja heim til Íslands í eitt ár frá Noregi. Fínt væri ef hægt væri að fá myndir í email á netfangið holm- solhja@gmail.com. Íbúð til leigu Þriggja herbergja íbúð til leigu við Tindaflöt, 100 fm. Snyrtileg, gott skápa- pláss og stór pallur. Er í blokk en sérinn- gangur á fyrstu hæð. Hússjóður innifal- inn en ekki rafmagn. Aðeins ábyrgir og reglusamir aðilar koma til greina. Tveir mánuðir í bankaábyrgð eða tryggingu. Frekari upplýsingar í tölvupósti á net- fangið hrundv@gmail.com. Íbúð óskast í Borgarnesi Lítil íbúð óskast í Borgarnesi, helst til kaups en ella til leigu. Leitað er að sjarmerandi en fremur viðhaldslitlu húsnæði á rólegum, lygnum stað í fal- legu umhverfi. Kaupandi hyggst flytja búferlum í sumar. Upplýsingar á net- fanginu s.asmundsdottir@gmail.com. Fellihýsi til sölu eða leigu Til sölu fellihýsi palomino i golt árg.2008. Fortjald, heitt og kalt vatn, sólarsella, klósett og galv grind verð: 500þús. Uppl í s. 8662151. Stólar til sölu Til sölu 30 stykki vandaðir stólar úr ljósri eik, þeir eru hentugir í kirkju og samkomuhús, sem aukasæti þegar margir mæta. Andvirðið á að leggj- ast inn á reikning Atla Snorrasonar afastráks sem glímir við ólæknandi krabbamein. Árið 2000 kostuðu þeir 1.500 krónur í Rúmfatalagernum. Til- boð berist til Kristins frá Gufudal í síma 434-7879. Farsími til sölu Til sölu nýr Samsung sími S – 9 clear- view svartur. Uppl. Í síma 892-1525. Hjónarúm til sölu Rafmags hjónarúm með góðum dýn- um til sölu. Uppl. í síma 892-1525. Uppþvottavél til sölu Til sölu uppþvottavél. Lítið notuð. Breidd: 45 cm. Uppl. í síma 892-1525. Parketslípun og sólpallaslípun Parketslípun og sólpallaslípun. www. parketogmalun.is . 25 ára reynsla og þjónusta. Eingöngu notuð bestu fáan- legu efni. Upplýsingar í síma 772-8100. Markaðstorg Vesturlands ÝMISLEGT LEIGUMARKAÐUR www.skessuhorn.is Nýfæddir Vestlendingar TIL SÖLU 27. maí. Drengur. Þyngd: 3.895 gr. Lengd: 51,5 cm. Foreldrar: Hugrún Eva Valdimarsdótt- ir og Andri Már Ágústsson, Höfn í Hornarfirði. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 29. maí. Stúlka. Þyngd: 2.994 gr. Lengd: 47 cm. Foreldr- ar: Erna Dögg Pálsdóttir og Ármann Hagalín Jónsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 3. júní. Stúlka. Þyngd: 2.608 gr. Lengd: 48,5 cm. Foreldrar: Eyrún Inga Jóhannsdóttir og Rob Polon, Mosfellbæ. Ljós- móðir: Elísabet Harles. 4. júní. Drengur. Þyngd: 4.410 gr. Lengd: 55 cm. Foreldrar: Arna Þórðardóttir og Haukur Viðar Al- freðsson, Kópavogi. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. Drengurinn hefur fengið nafnið Baldur Fróði. 7. júní. Stúlka. Þyngd: 3.148 gr. Lengd: 47 cm. Foreldrar: Ásdís Karen H. Traustadóttir og Guð- jón Leví Traustason, Reykjavík. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafs- dóttir. 10. júní. Drengur. Þyngd: 3.792 gr. Lengd: 52 cm. Foreldrar: Anna Margrét Steingríms- dóttir og Hilmar Þór Hilmars- son, Reykjavík. Ljósmóðir: Jó- hanna Ólafsdóttir.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.