Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Side 1

Skessuhorn - 14.08.2019, Side 1
arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 32–33. tbl. 22. árg. 14. ágúst 2019 - kr. 750 í lausasölu Opið daglega 10:00-18:00 Kjöt, Fiskur og Grænmeti Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi Sími 537-1400, Netfang: ljomalind@ljomalind.is Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Grásleppuveiði hefur gengið vel í Stykkishólmi í sumar. Feðgarnir Lárus Franz Hallfreðsson og Ein- ar sonur hans á Ögra SH eru byrj- aðir að taka upp netin. Létu þeir vel af vertíðinni. Sömu sögu hafði Emil Þór Guðbjörnsson að segja, en hann var að landa upp úr Maí SH þegar ljósmyndari Skessuhorns átti leið um nýverið. Aðgerðaborð- ið hjá Emil var fullt af grásleppu og mikið líf og fjör. Davíð Einar Hafsteinsson lönd- unarmaður skar framan af þumli við rabbarbaraskurð fyrr í sumar og getur því ekki spilað golf, að eigin sögn. Hann getur hins vegar mætt til vinnu og unnið með sína níu og hálfa fingur og brosir hér framan í myndavélina. sá Síðdegis í dag, miðvikudaginn 14. ágúst, verður stór stund í íslenskri samgöngusögu. Þá verður formleg opnun á nýjum fimm kílómetra veg- arkafla í Berufirði á Austfjörðum. Vegurinn er jafnframt lokaáfangi lagningar bundins slitlags á Hring- veginn, sem alls er 1.322 kílómetr- ar. Sigurður Ingi Jóhannsson sam- gönguráðherra mun klippa á borða og vígja veginn, en í framhaldi þess verður boðið upp á kaffi, flutt ávörp og að auki afhjúpaður skjöldur sem settur verður upp í tilefni af því að Hringvegurinn er loks malbikaður alla leið en þar með lýkur verkefni sem hófst fyrir fjörutíu árum. mm Umferðin í júlí á Hringvegi eitt umhverfis landið jókst um 1,4% að jafnaði í júlí. Það er minnsta aukn- ing í umferðinni í þessum mánuði síðan árið 2012. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að útlit sé fyr- ir að aukning umferðar í ár í heild gæti numið 2,7% sem að sama skapi væri minnsta aukning síðan árið 2012. Samdráttur í umferð mælist á Austurlandi. Af fimm skilgreind- um svæðum Vegagerðarinnar, varð einungis aukning um tvö þeirra eða á Vesturlandi um 6,1% og yfir lyk- ilteljara á og í grennd við höfuð- borgarsvæðið um 3,3%. Um önn- ur svæði varð samdráttur og mest- ur varð hann á Austurlandi þar sem varð 6,9%. Umferð jókst mest um lykilteljara í Hvalfjarðargöngum eða um 9,5% í júlí en mestur sam- dráttur mældist um lykilteljara á Mývatnsheiði í Þingeyjarsýslu, eða um 10,9%. Umferð á landinu hefur aukist um 4,2% frá áramótum sem er ná- kvæmlega sama staða og var uppi á síðasta ári. Mest hefur umferð aukist um Vesturland og minnst um Austurland en þar mælist 3,1% samdráttur og er það eina svæð- ið á landinu þar sem umferð hefur dregist saman frá áramótum. „Nú stefnir í að umferðin geti aukist um 2,7% á árinu hegði umferðin sér líkt og venja er til,“ segir í tilkynn- ingu Vegagerðarinnar. mm Grásleppu- veiðin hefur gengið vel frá Stykkishólmi Hringvegurinn loks malbikaður alla leið Langmest umferðar- aukning um Vesturland

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.