Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Qupperneq 6

Skessuhorn - 14.08.2019, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 20196 Sumarlestri að ljúka AKRANES: Alls voru rúm- lega 200 börn skráð í Sumar- lesturinn á Bókasafni Akraness að þessu sinni. 150 þeirra voru virkir lesendur í sumar. „Þetta er mun meiri þátttaka en síð- ustu ár og erum við mjög ánægð með árangurinn,“ segir starfsfólk bókasafnsins í sam- tali við Skessuhorn. Alls voru lesnar 1760 bækur og blað- síðurnar voru 114.306. Í dag, miðvikudaginn 14. ágúst, verð- ur lokahátíðin Húllum – hæ á Bókasafninu og hefst gleðin klukkan 14.00. Gestur hátíð- arinnar verður Stjörnu-Sæv- ar, Sævar Helgi Bragason, og verður með eitthvað skemmti- legt í farteskinu. Happdrættið verður á sínum stað og verður dregið úr netinu. Síðan fá all- ir hressingu. -mm Dýralæknisþjón- usta tryggð VESTFIRÐIR: Náðst hefur samkomulag við Sigríði Ingu Sigurjónsdóttur dýralækni um að draga til baka uppsögn sína á samningi um að sinna almennri dýralæknaþjónustu á Vestfjörðum. Dýralæknis- þjónusta er því tryggð á Vest- fjörðum frá og með 15. ágúst til og með 31. október, en þá rennur samningurinn út ásamt öðrum þjónustusamningum dýralækna í dreifðum byggð- um landsins. Ráðherra land- búnaðarmála hefur ákveðið að skipa starfshóp um þjónustu dýralækna í dreifðum byggð- um og vaktþjónustu dýra- lækna. Matvælastofnun hef- ur auglýst þjónustusamninga dýralækna lausa til umsókn- ar og þá með endurskoðunar- ákvæði með vísan til breytinga sem kunna að verða gerðar í kjölfar niðurstöðu starfshóps ráðherra, að því að fram kem- ur í tilkynningu frá Matvæla- stofnun. -mm Fremur róleg vika hjá lögreglu VESTURLAND: Liðin vika var heilt yfir róleg hjá Lög- reglunni á Vesturlandi. Fimm umferðaróhöpp voru skráð í umdæminu en engin teljan- leg slys urðu á fólki. Einn bíll var töluvert skemmdur eftir veltu við Klofning í Dölum. Sex manns voru stoppaðir fyr- ir að nota farsíma við akstur án handfrjáls búnaðar og einn var tekinn fyrir ölvun við akstur. –arg María ráðin í nýtt starf BORGARBYGGÐ: María Neves hefur verið ráðin í nýtt starf verkefnastjóra atvinnu-, markaðs- og menningarmála hjá Borgarbyggð. Alls bárust 14 frambærilegar umsókn- ir um starfið, að því greint er frá á vef sveitarfélagsins. „Eftir úrvinnslu umsókna var ákveðið að ráða Maríu Neves í starfið. María lauk BA prófi í Miðlun og almannatengslum frá Háskólanum á Bifröst árið 2018 og stundar nú meistara- nám í markaðsfræði. Einnig hefur María Gdip próf í við- burðastjórnun frá Háskól- anum á Hólum. María hef- ur unnið sem verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað við við- burðastjórnun, kynningar- og markaðsmál, stafræna mark- aðssetningu, auglýsingagerð, upplýsingatækni og innri og ytri samskiptamál frá árinu 2016 en starfaði áður hjá Rit- ara ehf. og Iceland travel sem samfélagsmiðlafulltrúi og verkefnastjóri við upplýs- inga-, auglýsinga- og mark- aðsmál frá árinu 2012. María mun hefja störf hjá Borgar- byggð um miðjan september. -mm Pálmatrjám plantað í Laugardalnum RVK: Búið er að gróðursetja fimm pálmatré í Laugardaln- um í Reykjavík í góðu skjóli við Sunnuveg þar sem fylgst verður með því hvernig plönt- urnar munu pluma sig næsta vetur. Garðyrkjufræðingarn- ir Guðlaug Guðjónsdóttir og Hannes Þór Hafsteinsson áttu frumkvæðið að þessari tilraun og hafa umsjón með plönt- unum. Markmiðið með til- rauninni er að kanna hvernig þessar plöntur dafna í íslenskri veðráttu en plönturnar fimm eru af sérstöku yrki sem vex í Himalayafjöllum í Asíu. Enn- fremur er tilgangur tilraunar- innar að auka við flóruna og prófa sig áfram með aukna fjölbreytni í gróðri í borgar- landinu. Búið verður vel um plönturnar þegar kólna tek- ur, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. -glh á síðasta degi júlímánaðar voru hjá Vegagerðinni opnuð tilboð í leng- ingu Norðurgarðs Ólafsvíkurhafn- ar. Hafnarstjórn Snæfellsbæjar hafði endurauglýst útboð þar sem einung- is barst eitt tilboð, 80% yfir kostn- aðaráætlun, þegar það var auglýst í vor. Að þessu sinni reyndist áhugi verktaka mun meiri og sjö tilboð bárust. Reyndust þau öll yfir kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar sem hljóðar upp á 128 milljónir króna. Lægsta tilboð átti Grjótverk ehf. á Hnífsdal, 147 milljónir króna, sem er tæplega 15% yfir áætluðum kostnaði. Borgarverk ehf. átti næst- lægsta boð; 153,4 milljónir króna. Í verkinu felst útlögn grjóts og kjarna upp á 36 þúsund rúmmetra auk upptektar og endurröðunar tvö þúsund rúmmetra. Lengja á hafnar- garðinn um 80 metra og breyta nú- verandi garði meðal annars á þá lund að hægt verði að aka eftir honum. Verktími var lengdur í síðari auglýs- ingu útboðs en verkinu skal að fullu lokið 1. september 2020. mm Fyrr í sumar voru hjá Vega- gerðinni opnuð tilboð í endur- gerð Grímarsstaðavegar í Anda- kíl í Borgarfirði, en hann liggur frá Hvanneyrarvegamótum og að gömlu Hvítárbrúnni. Vegur þessi var þjóðleið milli landshluta allt þar til Borgarfjarðarbrú var vígð haustið 1981. Eftir það, og reynd- ar nokkru áður einnig, var hann án viðhalds. Í frétt Skessuhorns frá apríl 2017 kom m.a. fram að vegur þessi væri með þeim lélegri sem um getur, og sé þó samanburð víða að finna. Rifjað var upp hve- nær vegurinn fékk síðast ærlegt viðhald með ofaníburði og endur- byggingu af einhverju tagi. Elstu menn rak ekki minni til að vegur- inn hafi fengið viðhald með ofaní- burði og lagfæringum síðan 1969, eða í hálfa öld. Alls verður lagður nýr 5,8 kíló- metra uppbyggður vegur með bundnu slitlagi. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst á næsta ári. Þrjú fyrirtæki buðu í verkið og reyndust tvö tilboðanna undir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar sem hljóðar upp á 103 milljónir króna. Lægsta boð átti Borgarverk ehf. 95,1 milljón króna sem er 92,3% af kostnaðaráætlun. Þrótt- ur ehf. á Akranesi bauð 99,3 millj- ónir króna og Mjölnir á Selfossi 131 milljón. mm Grímarsstaðavegur Ljósm. úr safni frá vorinu 2017. Ráðist í gerð nýs vegar frá Hvanneyri að Hvítárbrú Fleiri buðu nú í lengingu Norðurgarðs

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.