Skessuhorn - 14.08.2019, Side 12
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 201912
Ungmenni í vinnuskólanum í Borg-
arnesi hafa verið dugleg að dytta að
og fegra bæinn sinn í sumar. Eru
ýmis verk sem þurft hefur að sinna
yfir sumartímann og gleðja mörg
þeirra bæjarbúa og gesti sem eiga
leið um bæinn.
Nýverið var gert við bekk sem
staðsettur er fyrir neðan Egilsgöt-
una og málaði hópurinn hann eld-
rauðan í stíl við vegglistina þar hjá,
en þessi bekkur hefur verið vinsæll
staður í röðum ferðafólks. Settu
ungmennin jafnframt niður staura
og máluðu gönguleiðir upp á úti-
vistarsvæðið í Einkunnum ásamt því
að hreinsa fjöruna í Englendinga-
vík af glerbrotum og rusli. Einnig
hefur hópurinn útbúið skemmtilegt
og litríkt skilti sem blasir við þeg-
ar fólk tekur vinstri beygjuna inn í
bæinn. Skiltið er staðsett á túninu
andspænis heilsugæslustöðinni og
því vel áberandi við aðalgötu bæj-
arins. Þar má lesa um áhugaverða
staði sem leynast í nærumhverfinu
nær og fjær og er góður byrjunar-
reitur fyrir gesti sem ekki eru viss-
ir hvert þeir eigi að fara. til dæmis
er Eyjafallajökull merktur á skiltið,
sundlaugin í Borgarnesi, vatnstank-
urinn uppi í Bjargslandi og ástralía
svo fátt eitt sé nefnt.
glh
Mokveiði hefur verið hjá makríl-
bátunum á Snæfellsnesi að undan-
förnu eða allt að 20 tonn á dag þeg-
ar best lætur. Bárður Jóhönnusson
skipstjóri á Júlla Páls var ánægð-
ur með veiðarnar þegar fréttaritari
hitti hann á kajanum um helgina.
Hann segir að makríllinn hafi kom-
ið fyrr í ár en á síðasta ári og bætti
við að hann hafi ekki byrjað veiðar
fyrr en 12. ágúst í fyrra en nú þeg-
ar sunnudaginn 11. ágúst var afl-
inn orðinn um 120 tonn hjá hon-
um. „Við erum að veiða í beitu fyr-
ir Kristinn SH en við veiddum 80
tonn sem verða notuð á komandi
línuvertíð,“ sagði Bárður.
af
Stykkishólmsbær hefur hafnað
beiðni Verkalýðsfélags Snæfellinga
um eingreiðslu til handa félags-
mönnum VLFS. á fundi bæjaráðs
31. júlí síðastliðinn var tekið fyr-
ir erindi frá félaginu, en það hafði
verið sent öllum sveitarfélögum á
starfssvæði félagsins. Snýst erindið
um þá stöðu sem nú ríkir í samn-
ingamálum félagsmanna sem vinna
hjá sveitarfélögum á félagssvæðinu.
Í bréfi stéttarfélagsins kemur fram
að mikið beri á milli í kjaradeilunni
og vísaði Starfsgreinasamband Ís-
lands, sem fer með samningsum-
boð félagsins, deilunni til ríkissátta-
semjara 28. maí síðastliðinn. Næsti
fundur í deilunni hefur verið boð-
aður 21. ágúst nk. hjá ríkissátta-
semjara. „Samninganefnd Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga hef-
ur að undanförnu samið við önnur
sambönd og stéttarfélög um frest-
un viðræðna og friðarskyldu til
15. september. Samið hefur ver-
ið við þessa aðila um eingreiðlsu/
innágreiðslu upp á 105.000 krón-
ur miðað við fullt starf. Samninga-
nefnd sveitarfélaga hefur neitað að
slíkt tilboð standi til boða fyrir að-
ildarfélaga Starfsgreinasambands-
ins þar sem búið væri að vísa deil-
unni til Ríkissáttasemjara,“ seg-
ir í bókun bæjarráðs Stykkishólms
vegna afgreiðslu málsins.
Þá segir í bókun bæjarráðs að
þrátt fyrir þessa afstöðu samninga-
nefndarinnar vilji Verkalýðsfélag
Snæfellinga fara þess á leit við sveit-
arfélögin á félagssvæðinu að þau
greiði starfsmönnum sem starfa eft-
ir kjarasamningi Starfsgreinasam-
bands Íslands viðlíka innágreiðslu
1. ágúst miðað við fullt starf.
Bæjarráð Stykkishólms bend-
ir á að Stykkishólmsbær hafi veitt
samninganefnd Sambands íslenskra
sveitarfélaga fullnaðarumboð til
samninga fyrir sína hönd 14. des-
ember 2018. Þar sem sambandið
fer með fullnaðarumboð til kjara-
samningagerðar, fyrir hönd Stykk-
ishólmsbæjar, telur bæjarráð að
Stykkishólmsbæ sé óheimilt að hafa
hverslags afskipti af kjarasamn-
ingsgerð. Enn fremur skuldbindur
Stykkishólmsbær sig til þess að hlíta
markmiðum og stefnu sambandsins
í kjaramálum og þeim samningum
sem sambandið gerir fyrir þeirra
hönd. „Af framangreindu leiðir að
bæjarráð getur ekki orðið við er-
indi Verkalýðsfélags Snæfellinga
þar sem samningsumboð sveitar-
félagsins er hjá Sambandi íslenskra
sveitarfélaga,“ segir í bókun byggð-
arráðs sem hvatti jafnframt samn-
ingsaðila til að ná saman um samn-
inga hið fyrsta.
mm
Þessar fallegu dráttarvélar eru í eigu
Hinriks Hinrikssonar frá Helgafelli,
sem býr í Stykkishólmi. Hefur hann
sjálfur gert vélarnar upp. Þær eru
svo teknar út á sunnudögum og tyll-
ir Hinrik íslenska fánanum á þær til
skrauts. Bragginn í baksýn er nýttur
sem handverkshús og glerlistakona
sem hefur þar aðsetur. mm
Um liðna helgi vann listateym-
ið Krot og Krass að gerð lista-
verks á gafli skemmu Borgarverks
í Brákarey í Borgarnesi. Að Kroti
og Krassi standa þau Björn Loki
og Elsa Jónsdóttir. Verkið tengd-
ist Plan B listahátíðinni sem hald-
in var um helgina. Að sögn Sigur-
steins Sigurðssonar eins forsprakka
hátíðarinnar er ekki vitað um nafn
listaverksins, en sannarlega setur
það svip sinn á húsgaflinn. þg
Svavar Kristmundsson á Júlla Páls við löndun.
Mokveiða makríl sem
notaður verður í beitu
Skemmtilegt og litríkt skilti við aðalgötu bæjarins.
Dytta að umhverfinu
í Borgarnesi
Skilti af Borgarnes er Happiness sem er jafnframt frasi sem mörgum Borgnes-
ingum þykir gaman að halda á lofti.
Teknar út á sunnudögum
Vegglist í Brákarey
Stykkishólmsbær hafnar kröfu VLFS
um eingreiðslu til félagsmanna