Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Síða 21

Skessuhorn - 14.08.2019, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 2019 21 Umhverfisviðurkenningar 2019 Borgarbyggð veitir árlega viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir og hvetur íbúa til að taka þátt í að gera ásýnd sveitarfélagsins enn snyrtilegri. Veittar verða umhverfisviðurkenningar í Borgarbyggð 2019 í eftirfarandi fjórum flokkum: 1. Snyrtilegasta bændabýlið 2. Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús 3. Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði 4. Sérstök viðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála Óskað er eftir tilnefningum í áðurnefndum flokkum og getur hver og einn sent inn margar tilnefningar. Tilnefningar óskast sendar í Ráðhús Borgarbyggðar í bréfi eða tölvupósti á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en 25. ágúst 2019. Sumarlesari vikunnar Nú kynnum við til leiks síð- asta sumarlesara vikunn- ar á Bókasafni Akraness, en lokahátíð lestrarins verður í dag á safninu. Hvað heitir þú og hvað ertu gömul? Ég heiti Vala Rún og er 8 að verða 9 ára. Í hvaða skóla ert þú? Grundaskóla. Hvaða bók varstu að lesa og hvernig var hún? Ég var að lesa Judy Moody. Hún var skemmtileg. Hvar er best að vera þegar þú ert að lesa? Í rúminu þegar ég er að fara að sofa. Hvernig bækur finnast þér skemmtilegastar? Ævintýrabækur og svolítið fyndnar, helst pínu þykkar og með stórum stöfum. Áttu þér uppáhalds bók eða uppáhalds rithöfund? David Walliams bækurnar. Er þetta í fyrsta sinn sem þú tekur þátt í sumarlestr- inum? Nei, ég tók þátt á seinasta ári. Hvað ætlar þú að gera það sem eftir er af sumarinu? Vera með fjölskyldunni. Ef þú værir föst á eyðieyju og gætir kallað á eina bóka- persónu til að bjarga þér, hvaða persónu myndir þú velja? Lísu úr Handbók fyrir ofur- hetjur. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru nýverið lagðir af stað í fimm- tán funda ferð um landsbyggðina þar sem almenningi er boðið að hitta þá að máli. Einn slíkur fundur var haldinn í hádeginu í gær í Frí- stundamiðstöðinni við Garðavöll á Akranesi. Sex þingmenn flokks- ins mættu og hafði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins og ráðherra framsögu fyrir þeirra hönd. Kom hún víða við í máli sínu en fyrir- ferðarmest var umræðan um þriðja orkupakkann. Þórdís fór í máli sínu yfir sam- starfið í ríkisstjórn, nú þegar kjör- tímabilið er hálfnað, og þann ár- angur sem ríkisstjórnin er að ná á ýmsum sviðum. Nefndi hún að kaupmáttur ráðstöfunartekna hef- ur verið að aukast og að þriðjung- ur allra fasteignaviðskipta að und- anförnu væri hjá fólki sem væri að kaupa sína fyrstu húseign. Þá hafi verið leyst farsællega úr kjarasamn- ingsgerð í vor, meðal annars með aðkomu stjórnvalda. Í kjaraviðræð- um hafi það reynst kostur að ólíkar Orkumál fyrirferðarmest á fundi Sjálfstæðisfólks flokkar skipuðu ríkisstjórn. Sagði hún að vissulega kallaði samstarf þriggja ólíkra flokka í ríkisstjórn á málamiðlanir af allra hálfu. Þá nefndi Þórdís að sótt væri að Sjálf- stæðisflokknum úr ýmsum og jafn- vel óvæntum áttum. Nefndi hún einarða afstöðu ritstjórnar Morg- unblaðsins í orkupakkamálinu en jafnframt að nú væri Fréttablað- ið rekið af baklandi Viðreisnar og þess sæjust merki. Pólitískt ætti því Sjálfstæðisflokkurinn í vörn við ýmsa aðra en stjórnarandstöðuna á þingi. Í framsögu Þórdísar Kolbrún- ar, og innleggi Kristjáns Þórs Júlí- ussonar og áslaugar Örnu Sigur- björnsdóttur á fundinum, kom fram að Sjálfstæðisflokkurinn á í mikilli vörn vegna misvísandi og jafnvel rangra upplýsinga um hvað í þriðja orkupakkanum felst. Um tilurð þriðja orkupakkans fjallaði Þórdís Kolbrún ítarlega. Hún tók það skýrt fram að ekkert í sam- þykkt þriðja orkupakkans fæli í sér afsal auðlinda. „Ég myndi aldrei leggja til mál sem fæli í sér að við Íslendingar afsöluðum okkur yfir- ráðum yfir auðlindum okkar,“ sagði Þórdís. taldi hún engar líkur á að ráðist verði í lagningu sæstrengs og orkusölu úr landi. Fyrir því væru hvorki markaðslegar né tæknileg- ar forsendur. Slík fjárfesting kost- ar 800 milljarða króna og því væru engar viðskiptalegar forsendur fyr- ir sölu raforku úr landi í fyrirsjáan- legri framtíð. Engir innviðir hér á landi væru til staðar fyrir slíkt verk- efni og þá þyrfti sérstakt samþykki Alþingis ætti að koma til lagning- ar sæstrengs og sölu orku úr landi. Deildi Þórdís Kolbrún á forvígis- menn Miðflokksins sem sjálfir sátu í ríkisstjórn þegar drög að málinu og umsögn um það var til umræðu. Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom einnig fram að fimm stórfyrirtæki kaupa nú um 80% þeirrar orku sem hér er framleidd. Heimili í land- inu nota einungis um 5% orkunn- ar. „Íslendingar ættu því að líta á sig sem seljendur orku, í stað þess að líta eingöngu á sig sem notend- ur. Við þurfum að svara spurning- um á borð við hvernig við getum fengið sem mest fyrir orkuna sem við sannanlega eigum,“ sagði hún. Jafnframt kom fram hjá henni og fundargestum að Íslendinga vant- ar að setja sér heildstæða stefnu í orkumálum. Orkustefna Íslands væri einfaldlega ekki til og slíkt stefnuleysi væri bagalegt. mm Þétt setið var í fundasal í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Þingennirnir Kristján Þór Júlíusson, Haraldur Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörndóttir, Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir og Vilhjálmur Árnason.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.