Skessuhorn


Skessuhorn - 14.08.2019, Page 24

Skessuhorn - 14.08.2019, Page 24
MIÐVIKUDAGUR 14. áGúSt 201924 VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. - Hyrjarhöfða 8. - 110 Reykjavík Sími 577-1090 - www.vikurvagnar.is - sala@vikurvagnar.is Mikið úrval varahluta í Ifor Williams kerrur og allar aðrar gerðir af kerrum, ásamt úrvals viðgerðarþjónustu Ifor Willams Kerrur í öllum stærðum og útfærslum Heimsmeistaramóti íslenska hestsins lauk í Berlín á sunnudaginn. Íslend- ingar hlutu sex gullverðlaun af níu í flokki fullorðinna, eitt gull í flokki ungmenna og fjögur af sex kynbóta- hrossum sem Íslendingar sendu á mótið urðu efst í sínum flokki. Fjallað er um mótið á vef Landssambands hestamannafélaga: Jóhann Rúnar Skúlason varð þre- faldur heimsmeistari á hesti sínum Finnboga frá Minni-Reykjum. Þeir unnu tölt, fjórgang og samanlagðar fjórgangsgreinar. Jóhann fékk einnig verðlaun fyrir bestu reiðmennskuna á mótinu. Íslenska liðið var með fullt hús í skeiðgreinum. teitur árnason og Dynfari frá Steinnesi eru heimsmeist- arar í gæðingaskeiði, Guðmundur Björgvinsson og Glúmur frá Þór- oddsstöðum eru heimsmeistarar í 250m. skeiði og Konráð Valur Sveins- son og Losti frá Ekru eru heimsmeist- arar í 100m. skeiði. Í flokki ungmenna urðu Benjamín Sandur Ingólfsson og Messa frá Káragerði heimsmeistarar í gæðingaskeiði. Allir ofantaldir knapar unnu sér þar með þátttökurétt á næsta heimsmeistaramóti sem verður haldið í Herning í Danmörku eftir tvö ár. Bergþór Eggertsson og Besti frá Upphafi unnu til bronsverðlauna í gæðingaskeiði, ásdís Ósk Elvarsdóttir og Koltinna frá Varmalæk urðu í öðru sæti í tölti í flokki ungmenna og í þriðja til fimmta sæti í fjórgangi ung- menna, jöfn þeim urðu Hákon Dan Ólafsson og Stirnir frá Skriðu ásamt hinni dönsku Kristine B. Jörgensen og tý frá Þverá. ásdís Ósk og Kolt- inna urðu einnig í öðru sæti í saman- lögðum árangri í fjórgangsgreinum. árni Björn Pálsson og Flaumur frá Sólvangi voru efstir inn í úrslit í fjór- gangi en enduðu í fimmta sæti. ás- mundur Ernir Snorrason og Frægur frá Strandarhöfði voru efstir inn í b- úrslit í fjórgangi en enduðu í 7. sæti á eftir Irenu Reber og Þokka frá Efstu- Grund. Jakob Svavar Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey voru þriðju inn í a-úr- slit í slaktaumatölti en enduðu í 5. sæti, heimsmeistari í slaktaumatöli varð hin danska Julie Christiansen og Stormur frá Hemlu. Olil Amble og álfarinn frá Syðri- Gegnishólum voru efst inn í úr- slit í fimmgangi en enduðu í 6. sæti, Gústaf ásgeir Hinriksson og Sproti frá Innri-Skeljabrekku urðu í fimmta sæti en Jón Stenild og Eilífur frá teglborg frá Danmökru unnu sann- færandi sigur og eru heimsmeist- arar í fimmgangi. Magnús Skúla- son og Valsa frá Brösarpsgården urðu heimsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum en þau keppa fyrir Svíþjóð. Íslensku hrossin stóðu sig vel í kyn- bótasýningu mótsins. Mjallhvít frá Þverholtum varð efst í flokki fimm vetra hryssna, knapi á Mjallhvíti var Þórður Þorgeirsson. Eyrún Ýr frá Hásæti varð efst í flokki sex vetra hryssna, knapi á Eyrúnu var Eyrún Ýr Pálsdóttir, Elja frá Sauðholtum var efst í flokki sjö vetra hryssna og var einnig hæst dæmda hross móts- ins, knapi á Elju var árni Björn Páls- son, Spaði frá Barkarstöðum var efstur í flokki sex vetra hesta, knapi á Spaða var Helga Una Björnsdótt- ir. Hamur frá Hólabaki varð annar í flokki fimm vetra stóðhesta, knapi á Hami var tryggvi Björnsson. Íslenska liðið vann til flestra verð- launa á mótinu og hlaut að launum liðabikarinn. „Þetta er besti árangur íslenska landsliðsins í hestaíþróttum frá 2007 og ef öll gull eru talin í flokki ung- menna og kynbótahrossa hefur ár- angurinn aldrei verið betri því lið- ið fór heim með ellefu gullverðlaun alls,“ segir í frétt LH frá mótinu. mm Frábær árangur íslenska landsliðsins á HM Jóhann Rúnar Skúlason varð þrefaldur heimsmeistari á hesti sínum Finnboga frá Minni-Reykjum.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.