Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2019, Page 11

Skessuhorn - 28.08.2019, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 2019 11 SK ES SU H O R N 2 01 9 Fjöliðjan, vinnu- og hæfingarstaður Akraneskaupstaðar, óskar eftir að ráða leiðbeinanda til starfa Um er að ræða 100% stöðugildi og þarf viðkomandi að geta hafið störf sem fyrst. Helstu verkefni og ábyrgð · Veita einstaklingsmiðaðan persónulegan stuðning · Stuðla að virkri þátttöku í samfélaginu · Þátttaka í þróun og mótun í þjónustu · Umsjón með Gróðurhúsi Fjöliðjunnar Hæfinskröfur · Áhugi á að starfa með fólki · Sjálfstæði og rík réttlætiskennd · Hæfni í mannlegum samskiptum · Jákvæðni og framtaksemi · Stundvísi og samviskusemi · Reynsla af störfum með fólki með fötlun er kostur · Áhugi og reynsla af gróðurhúsavinnu er kostur · Hreint sakavottorð Hér er sótt um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar en einnig er hægt að sækja um í þjónustuveri bæjarins að Stillholti 16-18, 1. hæð. Athygli er vakin á því að starfið hentar jafnt konum sem körlum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til og með 20. sept. 2019. Nánari upplýsingar um starfið veita Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður s: 433-1720 eða á netfangi gudmundur.pall.jonsson@akraneskaupstadur.is og Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi s: 433-1723 eða á netfangi asta.hardardottir@akraneskaupstadur.is Hér er starf í boði á skemmtilegum vinnustað þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Reykholtskirkja Verið velkomin í Reykholtskirkju Messa sunnudaginn 1. september Kl 14 Höfuðdagur Síðasta sumarmessan í ár S K E S S U H O R N 2 01 9 / L jó sm . G uð la ug ur Ó sk ar ss on Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Svefneyingabók eftir Þórð Svein- björnsson var gefin út á liðnu sumri. Í bókinni er að finna frá- sagnir úr Breiðafirðinum, en höf- undur hefur viðað að sér ýmsum heimildum sem varpa ljósi á mann- lífið í eyjunum í aldanna rás. Þórður fæddist sjálfur í Svefn- eyjum árið 1941 og bjó þar til 17 ára aldurs. Hann lýsir í bókinni bernskuárum sínum frá sjónarhóli ungs drengs. Segir hann frá bú- skaparháttum um miðja 20. öld, sem og ýmsum atburðum. Í bók- inni koma við sögu nokkur hundr- uð manna sem háðu lífsbaráttu sína í eyjunum og það oft í kröpp- um dansi við Ægi konung. „Þrátt fyrir það bjó fólkið við betri kjör en gerðust víða um landið og oft og tíðum ríkti gleði og hamingja í hjörtum þess,“ eins og segir á kápu bókarinnar. Svefneyingabók prýðir fjöldi mynda af fólki, fallegri náttúru eyjanna á Breiðafirði, bátum og fjölskrúðugu fuglalífi. Bókin fæst m.a. í Bókaverzlun Breiðafjarðar í Stykkishólmi, Upp- lýsingamiðstöðinni á Reykhólum, Handverksmarkaðnum í Króks- fjarðarnesi og hjá höfundi í síma 699-2400 og á gisting@gisting.is. kgk Svefneyingabók kom út í sumar landsmönnum á eftir að þykja vænt um, fremur en að agnúast út í. Krefjandi verkefni Almennt viðurkennir Bjarni Jóns- son að þetta mikla umbreytinga- ferli sem hann hefur sem stjórn- arformaður verkstýrt innan Ís- landspósts hafi vissulega tekið á. „Þetta hefur verið góður skóli fyr- ir mig. Maður hefur orðið að sýna nærfærni, líkt og alltaf þegar um- breytingaferli eru í gangi, en um leið festu. Þegar lausnir eru fundn- ar þarf oft þolinmæði til að leiða þær fram og vissulega geta hindr- anir komið upp á slíkri vegferð. til opinberra hlutafélaga eru gerðar væntingar líkt og til stofnana hins opinbera, sem heyra beint undir ráðuneytin, en munurinn er sá að stjórn í OHF félagi ber persónu- lega ábyrgð líkt og stjórnir hluta- félaga. Hlutverk okkar er því að gera Íslandspóst að verðmætu fé- lagi sem veitir viðskiptavinum góða þjónustu. Hlutverk stjórnvalda er hins vegar að skilgreina hlut- verk fyrirtækisins og taka ákvarð- anir um hvort eignarhald þess eigi áfram að vera á hendi almennings eða það verði einkavætt. Mín pers- ónulega skoðun er sú að þetta fyr- irtæki eigi að vera í eigu almenn- ings. Það er hinsvegar hlutverk eig- andans að taka ákvarðanir um slíkt. Það breytir ekki viðfangsefni þeirra sem í stjórninni sitja. Vissulega geri ég mér grein fyrir að það er ekkert endilega sama skoðun og fjármála- ráðherrann hefur, sem ákvað að skipa mig í þetta embætti. En með- an mér er treyst fyrir þessu lít ég á þetta sem skemmtilegt og krefjandi verkefni og vil gjarnan eiga þátt í að móta það inn í framtíðina.“ mm

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.