Skessuhorn


Skessuhorn - 28.08.2019, Page 22

Skessuhorn - 28.08.2019, Page 22
MIÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚSt 201922 Íslandsmót 60+ í pútti fór fram á Garðavelli á Akranesi fimmtudag- inn 22. ágúst. „Það er Golfklúbb- urinn Leynir sem sér um og rek- ur þessa fínu umgjörð sem þarna er og er hún Skagamönnum til mik- illar fyrirmyndar,“ segir Flemm- ing Jessen, einn af skipuleggjend- um mótsins í samtali við Skessu- horn. Í upphafi móts ávörpuðu þeir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraneskaupstaðar og Guðmund- ur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, þátttakend- ur og sögðu lítillega frá starfsem- inni á Akranesi og buðu gesti vel- komna. „Það má segja að allt hafi gengið fumlaust fyrir sig í undir- búningi og á meðan mótinu stóð sem var hið ánægjulegasta. Þá er fyrst til að telja góðan undirbúning, aðstaðan og umgjörðin var frábær og svo gat veðrið ekki verið betra,“ segir Flemming og var í skýjunum yfir hvernig til tókst. Það var Félag eldri borgara á Akranesi sem hafði veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd mótsins undir forystu Þorvaldar Valgarðssonar. Alls komu þátttak- endur frá átta félögum sem stunda pútt, sum æfa og keppa allt árið, en önnur aðeins að sumri. Alls luku 87 keppni. Mótsstjórn var skipuð þeim Þorvaldi Valgarðssyni, Ás- geiri Samúelssyni og Flemming Jessen, en um tölvuskráningu og útreikning sá Júlíus Már Þórarins- son. Það var svo veitingastaðurinn Galito á Akranesi, sem rekur jafn- framt veitingaþjónustu í klúbbhús- inu, sem sá um að næra hópinn á meðan mótinu stóð. Hér fyrir neð- an má sjá helstu úrslit mótsins. glh Einstaklingskeppni kvenna: Lilja Ósk Ólafsdóttir, Borgarbyggð. 67 högg Guðrún Birna Haraldsdóttir, Borgarbyggð. 68 högg bráðabani Eydís B. Eyjólfsdóttir, Púttklúbbur Suðurnesja. 68 högg bráðabani Sveitakeppni kvenna: A-sveit Borgarbyggðar 208 högg Lilja Ósk Ólafsdóttir, Guðrún Birna Haraldsdóttir og Ásdís B. Geirdal B-sveit Akraness 215 högg Helga Gísladóttir, Sigfríður B. Geirdal og Sigríður Eiríksdóttir A-sveit Akraness 216 högg Edda Elíasdóttir, Rósa Halldórs- dóttir og Guðrún Guðmundsdóttir Einstaklingskeppni karla Ásgeir Samúelsson, Akranesi. 65 högg bráðabani Ingvar Hallgrímsson, Púttklúbbur Suðurnesja. 65 högg bráðabani Reynir Pétursson, Kubbi Ísafjarð- arbæ. 65 högg bráðabani Sveitakeppni karla: Kubbi Ísafjarðarbæ 208 högg Reynir Pétursson, Jón Ólafur Ólafsson og Finnur Magnússon A-sveit Púttklúbbs Suðurnesja 209 högg bráðabani Aðalbergur Þórarinsson, Hafsteinn Guðnason og Guðbrandur Val- týsson A-sveit Akraness 209 högg bráðabani Ásgeir Samúelsson, Örlaugur Elí- asson og Gunnar Guðjónsson Örlaugur Elíasson og Ásgeir Samúels- son voru hressir í upphafi móts. Íslandsmót 60+ í pútti haldið á Garðavelli Verðlaunahafar úr einstaklingaskeppni kvenna. F.v. Eydís B. Eyjólfsdóttir, Lilja Ósk Ólafsdóttir og Guðrún Birna Haraldsdóttir. Verðlaunahafar úr sveitakeppni kvenna. Verðlaunahafar úr einstaklingaskeppni karla. F.v. Ingvar Hallgrímsson, Ásgeir Samúelsson og Reynir Pétursson. Verðlaunahafar úr sveitakeppni karla. 87 luku keppni á mótinu. Hér er verið að veita verðlaun. Flemming Jessen býður gesti velkomna. Hér er verið að hefja keppni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.