Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Side 1

Skessuhorn - 02.10.2019, Side 1
arionbanki.is Fjármálin mín – betri y�irsýn í Arion appinu FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 40. tbl. 22. árg. 2. október 2019 - kr. 950 í lausasölu Ert Þú í áskrift? Sími 433 5500 www.skessuhorn.is Tilboð gilda út september 2019 Gos úr vél frá CCEP fylgir meðBorgarnes: Akranes: Gosflaska frá CCEP fylgir með Garlic chicken breast meal 1.650 kr. Máltíð Enn eru býsna margir sem hafa ánægju af að rækta eigin kartöflur. Fagna þeir margir góðri uppskeru eftir hagfellt sumar. Þeirra á meðal er Áskell Þórisson fyrrum ritstjóri og nú upplýsingafulltrúi Landgræðslunnar. Á nýbýli sitt Ægissíðu við Innnesveg er Áskell með kartöflugarð. Var hann að taka upp þegar ljósmyndari Skessuhorns átti leið hjá um liðna helgi. Upp- skeran var mjög góð en undan grösunum komu fagurrauðar kartöflur af erlendri ættkvísl sem nefnist asterix. Áskell geymir kartöflurnar í eigin jarðhýsi og notar hluta uppskerunnar sem útsæði næsta vor. Þannig hefur hann fram til þessa komist hjá því að fá kartöflusjúkdóma í garðinn. Ljósm. mm. Fimm Vesturlandslið hefja leik í Ís- landsmótinu í körfuknattleik í þess- ari viku; kvennalið Skallagríms og Snæfells leika sinn fyrsta leik í Domino‘s deildinni í kvöld, karlalið Skallagríms og Snæfells hefja leik í 1. deild á föstu- daginn og þá hóf ÍA leik í 2. deild karla síðastliðinn sunnu- dag. Rætt er við forsvarsmenn þess- ara liða í Skessuhorni vikunnar. Af máli þeirra að dæma er alls staðar mikil eftirvænting fyrir komandi vetri í körfunni þó áherslurnar og markmiðin séu ólík eftir liðum. Auk þessara liða senda Grund- firðingar lið til keppni í 3. deild karla í vetur. Þeir hefja hins vegar ekki leik fyrr en um þarnæstu helgi. Rætt verður við forsvarsmenn Grundarfjarðarliðsins í Skessu- horni í næstu viku. Sjá nánar bls. 30-31. kgk Síðastliðinn mánudag var tæplega 60 starfsmönnum fiskvinnslunnar Ísfisks á Akranesi sagt upp störfum. Það var tilkynnt á fundi með starfs- fólki og fulltrúum Verkalýðsfélags Akraness á mánudaginn, á síðasta degi septembermánaðar. „Á þessum fundi þurfti fyrirtækið að tilkynna að öllum starfsmönnum væri sagt upp störfum frá og með mánaða- mótum, en um er að ræða uppund- ir 60 starfsmenn,“ segir Vilhjálm- ur Birgisson formaður VLFA. Gat hann þess að fram hafi komið í máli forsvarsmanna Ísfisks að allar upp- sagnir væru gerðar með fyrirvara um að fyrirtækinu tækist að end- urfjármagna sig, en til þessa hefur það ekki tekist, en sú vinna er enn í gangi. Í kjölfar frétta um málið upp- lýsti Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri á Akranesi að bæjarstjórn hefði beitt sér af krafti síðustu vik- ur til að tryggja langtíma fjármögn- un Ísfisks hjá Byggðastofnun. „Við vonum að innan tíðar verði komin niðurstaða sem tryggi störf á sjötta tug starfsmanna sem og fjárhagsleg- an grundvöll fyrirtækisins,“ sagði Sævar í tilkynningu um málið. Ísfiskur keypti hluta fiskvinnslu- húsa HB Granda við Bárugötu á Akranesi haustið 2017 og flutti á síðasta ári starfsemi sína þangað frá Kársnesi í Kópavogi. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í vinnslu á ýsu og sölu á mörkuðum erlendis, en hrá- efni til vinnslunnar er að stærstum hluta keypt á markaði. Albert Svav- arsson, framkvæmdastjóri Ísfisks, sagði í samtali við Morgunblaðið á mánudaginn að illa hefði gengið að endurfjármagna félagið. Áfram yrði unnið að endurfjármögnun, þó ekki lengur en fram í miðjan þenn- an mánuð. Albert kvaðst vongóður um að endurfjármögnun takist þó að hann gerði ekki ráð fyrir neinu. Eftir flutning starfseminnar á Akra- nesi hefur rekstur Ísfisks gengið illa. „Kostnaður við flutning fyrir- tækisins var til að mynda meiri en áætlað var. Það kostar óhemjumikið að flytja starfsemi og við erum að bíta úr nálinni með það,“ sagði Al- bert Svavarsson í samtali við Morg- unblaðið. mm Hvorki fleiri né færri en þrjú ný fisk- veiðiskip bættust í flota Grundfirð- inga í vikunni. Á laugardag komu Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12 til heimahafnar í fyrsta skipti, en þau verða gerð út af útgerð Soffaní- asar Cecilssonar og Fisk Seafood og leysa skip með sömu nöfn af hólmi. Í gær sigldi svo Runólfur SH 135 til hafnar, nýtt skip Guðmundar Run- ólfssonar hf. Mun Runólfur leysa Helga SH af hólmi. Sjá nánar frásögn í máli og myndum á bls. 22-23. tfk Þrjú skip á þremur dögum Karfan að byrja Svipmynd úr vinnslusal fyrirtækisins. Ljósm. úr safni/kgk. Tæplega sextíu sagt upp hjá Ísfiski

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.