Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 9

Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 9 GÆLUDÝRADAGAR Í LÍFLANDI 4.-12. OKT. 25% afsláttur af ARION fóðri og 20% afsláttur af öllum öðrum gæludýra- vörum fyrir frábær gæludýr. ÍBÚAFUNDUR Um fyrirhugaða rannsóknar, öflunar- og þörungaverksmiðju í Stykkishólmi. Þriðjudaginn 8. október nk. kl 18:00 Fundurinn verður haldinn í Amtsbókasafni Stykkishólms og hefst kl 18:00. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í um 1,5 klst. Íbúar og aðrir áhugasamir velkomnir. Acadian Seaplants Limited www.smaprent rent@smaprent Dalbraut 16 Akranesi Opið frá 14-17 Hjónin Kristján Ásgeirsson og ólöf Hjartardóttir fögnuðu síðastliðinn mánudag 70 ára brúðkaupsafmæli. Slíkt kallast platinum brúðkaup og áfangi sem fári hafa náð hér á landi. Kristján og ólöf eru búsett á Hjúkr- unar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi og þau ætluðu sjálf bara að láta daginn líða án þess að minn- ast á þennan áfanga við aðra. Dótt- ir þeirra og dóttursynir á Akranesi höfðu þó ekki gleymt deginum og buðu til lítillar veislu þeim til heið- urs um liðna helgi. ólöf var á brúð- kaupsdaginn, árið 1949, 19 ára gömul og Kristján 23 ára. Þau eiga saman tvö börn, sex barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin 15. Aðspurð segjast þau ekki hafa hugsað sér að gera neitt sérstakt í tilefni brúðkaupsafmælisins en að þau hafi verið dugleg að gera hluti saman áður fyrr. „Heilsan er svo- sem ágæt miðað við aldur en við erum orðin svo gömul að við erum ekki að fara neitt,“ segir Krist- ján og brosir. Hann starfaði lengst sem sjómaður en síðustu 17 árin á vinnumarkaðnum vann hann í Sementsverksmiðjunni. „Ég hætti að vinna 67 ára og við höfum bara verið saman síðan þá,“ segir hann og brosir til konu sinnar. „Við höf- um verið dugleg að ferðast saman bæði innanland og utanlands en núna gerum við það ekki, ég er orð- in 89 ára og Kristján 93 ára,“ seg- ir ólöf. „En við höfum mikið gert samt saman í gegnum tíðina,“ bætir Kristján þá við. arg Fögnuðu platínum brúðkaupi sínu

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.