Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 10

Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201910 Haustþing Sambands sveitarfé- laga á Vesturlandi var haldið í félagsheimilinu Klifi í ólafsvík síðastiðinn miðvikudag. Þar voru saman komnir fulltrúar sveitar- félaganna í landshlutanum, ásamt starfsfólki SSV, til að ræða mál- efni landshlutans. Blaðamaður Skessuhorns var á staðnum og verður hér stiklað á mjög stóru um það sem fram fór á þinginu. Fyrir hádegi var fjárhagsáætl- un SSV fyrir næsta ár kynnt, sem og starfsáætlun. Það var Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, sem annaðist kynningarnar. Í máli hans kom fram að rekstur samtakanna hefði skilað afgangi sem nemur 1.255 þús. krónum á síðasta ári. Í yfirferð hans um starfsáætlanir kom fram að samn- ingur landshlutasamtaka um al- menningssamgöngur milli sveit- arfélaga er að falla úr gildi. Vega- gerðin tekur yfir rekstur þeirra á áramótum. „Við vonumst til að leiðarkerfi á Vesturlandi verði óbreytt og höfum sent áskorun á Vegagerðina þess efnis,“ sagði Páll. Þá fellur samningur um Þjónustusvæði Vesturlands fyrir málefni fatlaðra úr gildi í upphafi næsta árs og verkefnið gengur til sveitarfélaganna. Margrét Björk Björnsdótt- ir, forstöðumaður Vesturlands- stofu, fór yfir starfsáætlun stof- unnar og Páll kynnti tillögu að Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020-2024. Meginmarkmið- um hennar er skipt upp í fimm flokka; velferð, umhverfi, sam- göngur, atvinnu og nýsköpun og menningu. Málefni rædd Að loknum þessum kynning- um var opnað fyrir fyrirspurnir og umræður. Sköpuðust nokkr- ar umræður um ýmis mál, m.a. hvernig sveitarfélög gætu far- ið ofan í kjölinn á útsvarstekjum sínum, en þeim hefur reynst erf- itt að fá upplýsingar um hvað býr að baki útsvarstölunni sem þau fá uppgefna mánaðarlega. Einnig kom fram í máli sveitarstjórnar- fulltrúa sem kváðu sér hljóðs að þeim þætti oft erfitt að fá aðgang að ýmsum upplýsingum sem rík- isstofnanir búa yfir og gætu kom- ið sér vel í starfi sveitarfélaganna. Þá sköpuðust einnig umræður um svokölluð störf án staðsetn- ingar. Þótti sveitarstjórnarfulltrú- um áhugi ríkisvaldsins á því verk- efni vera meira í orði en á borði. Páll nefndi að tekið hefði ver- ið saman yfirlit yfir húsnæði sem mætti nýta til að hýsa þessi störf og nefndi sem dæmi Bjarnabraut 8 í Borgarnesi, þar sem SSV er til húsa. Það húsnæði er í 75% eigu ríkisins. „Byggðastofnun hvetur til þess að það sé leigt út til einyrkja en ríkið segist ekki hafa áhuga á því og vill helst bara selja húsið,“ sagði Páll og bætti því við að víða í landshlutanum væri hentugt hús- næði þar sem fara mætti inn með störf sem hægt væri að vinna hvar sem er á landinu. Í máli þeirra sem næst tóku til máls var áberandi að þrýsta þyrfti á ríkisvaldið í þessum efnum. Að svo búnu hófu vinnuhóp- ar störf við ályktanir þingsins og í hádegishléinu fóru þingfull- trúarnir í stutta skoðunarferð um Snæfellsbæ undir leiðsögn Krist- ins Jónassonar bæjarstjóra. Ekið var um ólafsvík, Rif og Hellis- sand og Kristinn sagði frá því sem fyrir augu bar, sem og verkefnum sem sveitarfélagið hefur ráðist í og fleiru. Vakti ferðin ánægju meðal þingfulltrúanna. Ávörp gesta Gestir þingsins að þessu sinni voru þau Sigurður Ingi Jóhanns- son, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, Haraldur Benedikts- son, fyrsti þingmaður Norðvest- urkjördæmis og Aldís Hafsteins- dóttir, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Fluttu þau ávörp eftir hádegið og að þeim loknum var opnað fyrir fyrir- spurnir. Sköpuðust allnokkrar umræður, einkum um nýja stefnu stjórnvalda um sveitarstjórnar- stigið. Í máli Aldísar kom fram að henni þætti of mikið púður hafa farið í umræðu um stærð sveitar- félaga, þessi stefna snerist fyrst og fremst um umgjörð þeirra sveitar- félaga sem eru starfandi á hverjum tíma. Markmiðið væri að sveit- arfélög verði öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starf- semi. Landsþing SÍS samþykkti í byrjun mánaðarins þingsályktun- artillögu um stefnumótandi áætl- un í málefnum sveitarfélaganna. Á haustþingi SSV var ekki annað að heyra en að almennt væru kjörn- ir fulltrúar landshlutans ánægðir með, en þó var ekki einhugur um hana. Einnig skapaðist nokkur um- ræða um urðunarskatt, en í fjár- lagafrumvarpi er gert ráð fyrir 1,2 milljörðum króna í tekjur til ríkissjóðs 2020 í gegnum urðun- arskatt og 2,5 milljarða eftir það í áætlun. Haraldur og Sigurður Ingi voru hreinskiptnir í sínum svörum, spurðir út í markmiðin með urðunarskattinum. „Mark- miðið er annars vegar að minnka sorp og hins vegar tekjuöflun, ég held að það hafi verið markmiðið með þessum skatti,“ sagði Sigurð- ur Ingi og Haraldur tók undir það. „Ég held að hér sé á ferðinni bara „pjúra“ tekjuöflunarleið,“ sagði Haraldur og bætti því við að ríkis- stjórnin tæki fagnandi samtali við sveitarstjórnarstigið um urðunar- mál, eftir að kallað hafði verið eft- ir því úr sal. Umhverfismál á oddinum Umhverfismál voru sérstakt þema haustþings að þessu sinni og voru sérstakar umræður um málaflokk- inn undir; „Að hugsa á heimsvísu og framkvæma heima fyrir – við- fangsefni og tækifæri sveitarfélag- anna á Vesturlandi í umhverfis- málum“. Sigurborg Hannesdóttir stjórnaði umræðum en frummæl- endur voru Ragnhildur Sigurðar- dóttir, framkvæmdastjóri Svæð- isgarðsins Snæfellsness, Krist- inn Jónasson, formaður stjórnar Sorpurðunar Vesturlands, Stef- án Gíslason umhverfisfræðingur og Sara Rós Hulda Róbertsdóttir, nemi við Fjölbrautaskóla Snæfell- inga. Þingfulltrúum var skipt upp í litla hópa og hvert borð skilaði síðan spurningum til frummæl- enda. Í máli frummælenda kom fram að umhverfismál væru einhver brýnustu mál samtímans og að allir þyrftu að leggjast á eitt til Haustþing SSV var haldið í Ólafsvík: Umhverfismál voru sérstakt þema þingsins Pallborð með gestum þingsins. F.v. Júníana Björg Óttarsdóttir og Björn H. Hilmarsson fundarstjórar, Aldís Hafsteinsdóttir formaður SÍS, Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Haraldur Benediktsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri Snæfellssbæjar, ræðir við sessunauta sína. Fríða Sveinsdóttir, bæjarfulltrúi í Snæfellsbæ og Sif Matthíasdóttir, sveitar- stjórnarfulltrúi í Helgafellssveit. Margrét Björk Björnsdóttir, forstöðumaður Vesturlandsstofu, undirbýr erindi sitt. Frummælendur í sérstakri umræðu um umhverfismál. F.v. Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur, Sara Rós Hulda Róbertsdóttir, nemi við FSN, Kristinn Jónasson, formaður stjórnar Sorpurðunar Vesturlands og Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.