Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Side 11

Skessuhorn - 02.10.2019, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 11 Þekking Gæði Þjónusta Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - sími 5113388 FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Stykkishólmur 2019 Bifreiðaskoðun verður hjá Bílaverkstæðinu Dekk & Smur, Nesvegi 5 Fimmtudaginn 10. október Föstudaginn 11. október Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 438 – 1385 S K E S S U H O R N 2 01 9 SK ES SU H O R N 2 01 9 Bæjarstjórnarfundur 1300. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjar- þingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Framsókn og frjálsir í Frístundamiðstöðinni, • laugardaginn 5. október kl. 10:30. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • mánudaginn 7. október kl. 20:00. Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8 • laugardaginn 5. október kl. 10:30. Borgarbyggð – heilsueflandi sam- félag hefur sett fram áskorun á Fa- cebook síðu sinni undir yfirskrift- inni „Kvartlaus október“. Með áskoruninni eru íbúar hvattir til að hreinsa hugann af ómeðvitaðri nei- kvæðni með því að kvarta ekki í 31 dag samfleytt. Reglurnar snúast um að kvarta ekki, og á það við um all- ar neikvæðar athugasemdir í kvört- unartón eða baktal og að gagnrýna ekki á neikvæðan hátt. Ef fólk hefur eitthvað sem þarf að koma á framfæri skal það gert á kurteisislegan hátt við þá mann- eskju sem málið varðar. Þá er því útlistað í áskorununni að það flokk- ist ekki sem baktal þegar talað er um aðra á jákvæðan hátt, eitthvað sem viðkomandi myndi ekki hika við að segja beint við þann sem tal- að er um. „Lítum tilveruna jákvæð- um augum í október. Sjáðu það góða í upplifunum. Gríptu þig þeg- ar þú ert að hugsa um slæmu eigin- leikana við upplifunina eða þú ert að kvarta yfir tilverunni eða dæma annað fólk. Upplifanir eru nefni- lega ekki bara góðar eða slæmar, þær eru yfrleitt sambland af þessu tvennu. Það er alltaf eitthvað já- kvætt við það sem þú ert að upplifa. Snúðu raunveruleikanum þér í hag með að beina athyglinni þinni á það góða hverju sinni. Sýndu þakklæti. Með því að líta jákvæðum augum á tilveruna býrð þú til betri raun- veruleika, sem nærir sjálfan þig og aðra í kringum þig,“ segir í áskor- uninni. arg Ingibjargir verða í Stykkishólms- kirkju með tónleika næstkom- andi sunnudag, 6. október, klukk- an 16:00. Það eru þær Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir sem ætla að láta „þrjár Ingibjargir renna saman í eina konu, einn hugarheim, einn hljóm,“ eins og segir í tilkynningu. Þar ætla þær að flytja lög við ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur, sem er þá þriðja Ingibjörgin. „Konan í speglinum er sönglagabálkur með nýjum lögum við ljóð Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. Ingibjörg Fríða og Ingibjörg Ýr hafa unnið að tón- listinni síðustu ár og hlutu nú í ár listamannalaun til að fullvinna tón- listina og gera klára til flutnings og upptöku á plötu. Þær hafa flutt tón- listina við ýmis tækifæri og á tón- leikum í Reykjavík, Þingvöllum, Siglufirði og á Egilsstöðum,“ seg- ir í tilkynningunni. Aðgangur er ókeypis og eru tónleikarnir styrktir af launasjóði listamanna. arg Kvartlaus október í Borgarbyggð Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir halda tónleika í Stykkishólmskirkju á sunnudaginn. Þrjár Ingibjargir renna í eina að koma þeim í betra horf. Í máli þeirra kom fram að auka þyrfti fræðslu og takast á við áskoranir í umhverfismálum með jákvæðni, líta á þær sem brýnt verkefni sem þyrfti að inna af hendi strax. Sveit- arfélögin hafa skipulagsvaldið og því skiptu þau sköpum í uppbygg- ingu innviða framtíðarinnar, með orkuskipti í samgöngum og fleira í huga. Eftir fyrstu spurningahrinuna bárust margar spurningar um úr- gang. Stefán vakti máls á því að þar væri byrjað á öfugum enda. Fyrst og fremst þyrfti að draga úr neyslu og koma þannig í veg fyr- ir úrgang eins og mögulegt væri. Þeim úrgangi sem myndi síðan óhjákvæmlega falla til, þegar hann hefði verið minnkaður eins mik- ið og mögulegt er, þyrfti síðan að koma í réttan farveg. Rætt var hvernig snúa mætti við blaðinu með góðum fordæmum og samstarfi. Sara Rós sagði ungt fólk almennt meðvitaðra um vanda- málið en eldri kynslóðir en fynd- ist eins og ekki væri hlustað á þau. til að gera fólk meðvitað virkaði fræðsla best, fyrirlestrar sérfærð- inga, heimildarmyndir og ekki síst umræður, nefndi hún sem dæmi. „Fræðasla um umhverfismál þyrfti að vera uppbyggileg, byrja smátt og verða síðan ítarlegri eftir því sem krakkarnir eldast. Það er allt í lagi að hræða fólk smá en það verður líka að gefa því von,“ sagði Sara. kgk Þingfulltrúum var skipt upp í hópa sem ræddu umhverfismálin innbyrðis. F.v. Davíð Sigurðsson sveitarstjórnarfulltrúi í Borgarbyggð og Vífill Karlsson og Ólöf Guðmundsdóttir frá SSV. Haraldur Benediktsson flytur ávarp sitt. Ragnar Sæmundsson bæjarfulltrúi á Akranesi og Eggert Kjartansson, oddviti Eyja- og Miklaholtshrepps.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.