Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 14

Skessuhorn - 02.10.2019, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201914 Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2019 fór fram í Laugardalshöll í Reykjavík frá miðvikudegi til föstudags í liðinni viku. Hana sóttu um 17 þúsund gestir og þar sýndu 120 fyrirtæki sem gáfu prýðilega innsýn í fjölmargt sem tengist sjávarútvegi í dag, vinnslu afurða, tæki í skip og báta og annað sem tengist greininni með beinum og óbeinum hætti. Þessi sýning var síðast haldin 2016 en hefur stækkað umtalsvert síðan þá. Að þessu sinni fyllti sýningin þrjá sali hallarinnar. Sjávarútvegur hefur þróast hratt í átt að hátækniiðnaði og mátti vel greina þá þróun á sýningunni. tilgangur sýning- arinnar er að finna flöt fyrir bæði fagaðila og áhugafólk að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi og vera vettvang- ur fyrir útvegsmenn og aðra sem tengjast sjávarútvegi að koma saman, miðla reynslu og stofna til viðskipta. Þó vakti athygli gesta að þrátt fyrir að sýningin væri stór að umfangi, vantaði nokkur af stærstu hátæknifyrirtækjum Íslands á þess- um vettvangi meðal sýnenda. Blaðamaður Skessuhorns gekk um sýningarrýmið á fyrsta degi hennar og voru meðfylgjandi myndir teknar þá. mm Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo Gestir í bás Maráss. Ljósm. ki. Sómabátum var stillt til sýnis á útisvæði. Í bási 66 gráður Norður var Skagamaðurinn Valdimar K Sigurðsson að leiðsegja. Spáð í fiskileitarbúnað. Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir frá Rifi á sýningunni. Landsbjörg kynnti starfsemi sína á sýningunni. Feðgarnir Kristján Aðalsteinsson og Tómas Valgeir reka Lavangó í Mosfellsbæ, fyrirtæki sem selur búnað til fisk- vinnslu. Í bási Bilson á sýningunni var sýnt tæki sem snögghitar rör og bolta og gagnast vel til tækjaviðgerða. Flottur bás Faxaflóahafna á sýningunni. Ólafur M Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar og Gunnar Bender sem kynnti Sportveiðiblað sitt á sýningarbás í anddyri hallarinnar. Fallega blámáluð Baudouin skipsvél. Hér er starfsmaður Ásafls að sýna hvernig ARG stöðugleikabúnaður minnkar veltu á bátum um allt að 80%. Skurðarvél frá Curion á sýningunni. Ljósm. ki.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.