Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 15

Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 15 Á fundi stjórnar Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimilis á Akranesi í síðustu viku var samþykkt að ráða ólínu Ingibjörgu Gunnarsdótt- ur hjúkrunarfræðing MLM í starf hjúkrunarforstjóra. Fjórir umsækj- endur voru um starfið. ólína Ingi- björg lærði fyrst til sjúkraliða en út- skrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri 2007. Þá lauk hún MS-MLM, meistara- námi í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun síð- astliðið vor frá Háskólanum á Bif- röst. Hún hefur starfað sem hjúkr- unardeildarstjóri á Höfða frá 2017 en þar áður starfaði hún við m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Vestur- lands, var hjúkrunarfræðingur í starfsmannaheilsuvernd hjá Norð- uráli og starfaði auk þess lengi á bráða- og slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Hún hefur verið virk í félagsmálum, á m.a. sæti í sóknar- nefnd og starfar með Soroptimista- félaginu, auk þess að sinna útiveru, hannyrðum og syngja í kór. Blaða- maður Skessuhorns settist nið- ur með ólínu Ingibjörgu og fékk að skyggnast lítið eitt inn í henn- ar bakgrunn og væntingar til nýja starfsins. Býr að fjölbreyttri reynslu ólína Ingibjörg kveðst vera Skaga- manneskja í húð og hár. „Foreldr- ar mínir fluttust á Akranes fyrir um fimmtíu árum síðan, hann kom úr Leirár- og Melasveit en hún úr Austur-Húnavatnssýslu. Ég hef því alltaf búið á Akranesi og hef ekki áætlanir um að flytja annað. Hér býr auk þess nánast allt mitt fólk, börnin, systur mínar og mamma. Fjölskyldan er stór og fer stækk- andi. Ég á fjögur börn, þrjú tengda- börn, fjögur barnabörn og tvö eru á leiðinni. Ég er í sambúð með Sig- urjóni Einarssyni og með honum græddi ég tvö börn og eitt tengda- barn til viðbótar. Ég nýt að hafa þennan stóra hóp í kringum mig, er mikil fjölskyldumanneskja og þessi hópur allur færir mér gleði og ham- ingju,“ segir ólína Ingibjörg. Hún segist hafa orðið þeirrar gæfu að- njótandi að fá að taka þátt í ýms- um störfum sem barn og unglingur og það hafi veitt henni reynslu sem hún búi sífellt að. „Ég passaði börn, á tengingu í sveit og vann í fiski. tel það hafa vera gott veganesti að hafa fengið að kynnast ólíkum störfum. Það hjálpar mér ekki síst nú þeg- ar ég er í miklum samskiptum við fullorðna fólkið sem hér býr. Þá er auðveldara að tengja og finna sam- eiginleg umræðuefni,“ segir hún. Sjúkraliði og síðan hjúkrunarfræðingur Eftir að hafa lokið sjúkralið- anámi aldamótaárið 2000 réði hún sig til starfa á Sjúkrahúsinu á Akra- nesi, starfaði þar á lyflæknadeild og öldrunar- og endurhæfingardeild. „Haustið 2003 hóf ég svo nám í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Á meðan á námstím- anum stóð vann ég meðal annars á E-deildinni á Akranesi, í heima- hjúkrun, á handlækningadeild, fæðingadeild og lyflækningadeild. Eftir útskrift réði ég mig á bráða- móttöku Landspítalans í Fossvogi og vann þar til ársloka 2010 þegar ég færði mig alfarið upp á Akra- nes. Ég hóf störf á lyflækningadeild HVE haustið 2008 samhliða starfi á BML. Í upphafi árs 2012 var ég beð- in um að taka að mér starfsmanna- heilsuvernd Norðuráls á Grundar- tanga, sem starfsmaður HVE. Því starfi sinnti ég samhliða störfum á slysadeild HVE allt þar til 2017 þegar ég tók við starfi deildarstjóra á Hólmi hér á Höfða.“ Engir tveir eru eins ólína Ingibjörg kveðst vera búin að kynnast vel vinnustaðnum Höfða, dvalar- og hjúkrunarheimili, og lætur einkar vel af vinnustaðnum og íbúum. „Hver dagur í vinnunni fel- ur í sér fjölbreytt verkefni og áskor- anir. Hér búa 74 einstaklingar, hver og einn með sína sögu og sinn per- sónleika, sínar venjur og siði. Hver og einn hefur svo sína heilsufars- sögu. Það má því segja að hverju sinni séu 74 aðferðir sem henta best við hjúkrun á heimilinu. Auk þess fáum við hingað til okkar gesti á hverjum degi, einstaklinga sem koma til dagdvalar eða til að borða góðan hádegismat. Það er því mik- ið líf og fjör hér í húsinu,“ segir ólína Ingibjörg. Á Höfða starfa nú um 120 manns. Um hundrað eru í hjúkrunar- og umönnunarstörfum, en um tuttugu í öðrum störfum, svo sem við akstur, ræstingu, í eld- húsi, dagdvöl, sjúkra- og iðjuþjálf- un og skrifstofu. „Hér er gríðarlegur mannauð- ur saman kominn. Annars veg- ar eru starfsmenn sem hafa unn- ið hér í mjög langan tíma og sýnt heimilinu mikla hollustu og traust. Þetta starfsfólk er hokið af reynslu og er heimilinu afar dýrmætt. Hins vegar starfar hér stór hópur ungra starfsmanna með stuttan starfsald- ur. Þetta fólk staldrar sumt stutt við, er í námi eða að hefja þátttöku á vinnumarkaði og á eftir að finna hvað hentar. Þessu unga fólki fylgir hins vegar oft mikið líf og það er ósköp hressandi að fá ungt og fjörugt fólk til starfa. Það er sam- merkt öllum starfsmönnum að hér vinnur einungis duglegt fólk sem er tilbúið að gefa af sér.“ Þjónandi forysta ólína Ingibjörg lauk námi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bif- röst síðastliðið vor. „Ég er ánægð með námið sem ég tók á Bifröst og ber skólanum einungis góða sögu. Ég aðhyllist mjög þá stefnu í mann- auðsmálum sem kennd er þar og heitir þjónandi forysta. Sú stefna byggir á að stjórnandi sé leiðtogi sem með hlustun og aðgerðum efl- ir aðra til dáða og hjálpar þeim að blómstra og njóta sín. Það er mik- ilvægt að starfsfólk hafi eitthvað um störf sín að segja, það ýtir undir góðan árangur í starfi.“ Skortur á hjúkrunarfræðingum ólína Ingibjörg segist mjög spennt að taka að sér starf hjúkrunarfor- stjóra á Höfða. „Ekki síst er ég þakk- lát fyrir traustið sem mér er sýnt. Höfði er ákaflega góður vinnustað- ur og hér eru fjölbreytt verkefni alla daga og því eftirsóknarvert að starfa. Það hefur gengið vel að manna störf hér, en því er ekki að leyna að nú er skortur í landinu á fólki með hjúkr- unarfræðimenntun. Sá skortur nær einnig til okkar. Við þurfum því að vera samkeppnishæf í kjörum til að geta fengið hjúkrunarfræðinga til starfa, en eins og margir vita þá hefur brottfall verið úr greininni og hjúkrunarfræðingar ráðið sig til starfa í allt öðrum atvinnugreinum, af því kjörin eru betri þar. Íslend- ingar vilja reka gott og öflugt heil- brigðiskerfi en þá þurfa launin að vera samkeppnishæf.“ Fækkar að óbreyttu 1. apríl ólína Ingibjörg segir að það sé rík- ur vilji til að fjölga hjúkrunarrýmum á Höfða til að eldra fólk geti varið síðasta hluta æviskeiðsins við bestu mögulegu aðstæður á heimaslóð- um. Krafa um fjölgun rýma á Höfða mætir hins vegar andstöðu í ráðu- neytinu. „Hér er staðan sú að und- anfarin ár hafa verið rekin fjögur svokölluð biðrými frá Landspítalan- um samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þessum fjórum biðrýmum verður að öllu óbreyttu lokað 1. apríl næstkomandi. Við hér höfum ítrek- að óskað eftir því að fá að nýta þessi rými áfram fyrir skjólstæðinga okk- ar, en ráðuneytið hefur neitað. Það er í raun grafalvarlegt og á skjön við þann skort sem er á hjúkrunarrým- um í landinu. Biðlistinn inn á heim- ilið er langur. Það bíða 40 manns eftir að fá pláss. Hér munu því að öllu óbreyttu standa ónotuð fjögur rými frá næsta vori. Við hér höfum viljann til þess, húsnæði, starfsfólk, innréttingar og búnað; allt sem þarf. okkur vantar ekkert nema leyfið frá hinu opinbera til að reka þau. Að óbreyttu mun því íbúum hér fækka í 70 frá 1. apríl næstkomandi og það væri sorgleg ákvörðun og er alls ekki einkamál hjúkrunarheimil- isins heldur alls samfélagsins,“ seg- ir ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir að endingu. mmListaverkið Grettistak við Höfða. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir ráðin hjúkrunarforstjóri á Höfða: Aðhyllist stefnuna um þjónandi forystu í starfi Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir var í síðustu viku ráðin í starf hjúkrunarforstjóra á Höfða á Akranesi. Myndin er úr einkasafni, tekin í Gjánni í Þjórsárdal.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.