Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201918
Arndís Halla Jóhannesdóttir, mark-
þjálfi, þroskaþjálfi og möguleikari,
fæddist 8. september 1976. Hún lést
2. febrúar 2018, 41 árs að aldri eft-
ir nokkurra ára baráttu við krabba-
mein. Arndís Halla bjó lengst af á
Akranesi, en einnig í Stykkishólmi
á unglingsárum sínum. Hún lét eft-
ir sig stóran hóp ættingja og vina;
eiginmann, tvær dætur, foreldra,
systkini og stóran frændgarð. Átta
mánuðum eftir andlát hennar fæð-
ist fyrsta barnabarn hennar og Eyj-
ólfs Rúnars Stefánssonar. Sú litla
var skírð Arndís Lilja og á hún ein-
mitt árs afmæli í dag, 2. október. Í
tilefni Bleiks október, árvekniátaks
krabbameinsfélaganna, minnumst
við Arndísar Höllu. Fjölskyld-
an hefur haldið minningu hennar
á lofti. Meðal annars hafa nokkr-
ir fjölskyldumeðlimir látið setja á
sig húðflúr, til minningar um Arn-
dísi Höllu. Á þessum húðflúrum er
meðal annars bleika slaufan, nafn
hennar og tileinkun í fyrirlestra
sem Arndís Halla hélt í veikindum
sínum, en þeim lýsti hún opinskátt.
Mikill hlátur
en smá grátur
Höfuðið á okkur er verkfæri og því
er gjarnan hægt að beita, svo sem
í hugrænni atferlismeðferð. Arndís
Halla spurði meðal annars: „Hvort
er líklegra að ná árangri með já-
kvæðnina að vopni eða neikvæðn-
ina?“ Hún leit þannig á að jákvæðni
væri öflugasta leiðin til að takast
á við áföll, svo sem baráttuna við
krabbamein. Hún miðlaði opin-
skátt af eigin reynslu og sagði með-
al annars: „Mér var falið risaverk-
efni, eins og fullt af öðru fólki, en
ég er að lifa lífinu eins og allir hinir
þó ég þurfi að lifa því á annan hátt
í dag heldur en fyrir veikindi. Ég
er heppin af því að ég á ekki eina
slæma minningu af heimsóknum á
sjúkrahús af því að þannig ákvað ég
í upphafi að stilla hugarfarið. Þetta
verður ekki erfiðara en ég leyfi því
að vera. En ef ég nota eftirfarandi
viðmið þá líður mér vel; 80-90%
hlátur og gleði og 10-20% grátur
og ótti (versti óvinurinn).“ Þannig
varð slagorð Arndísar Höllu: „Mik-
ill hlátur en smá grátur.“
Með jákvæðni
að leiðarljósi
Þrátt fyrir að glíma við veikindi
leitaði Arndís Halla uppi jákvæðu
hliðarnar og lét þær vega upp and-
streymið. Meðal annars sagði hún:
„Á ákveðnum tímapunkti fer mað-
ur í gegnum rússíbanareið sem fel-
ur í sér að syrgja „gömlu“ sig og þá
hluti sem maður gat gert og þóttu
sjálfsagðir, eins og að fara út að
skokka, fara í ræktina og taka á, fara
í sund og ganga fjöll. Þetta er eitt-
hvað sem er ekki í boði fyrir mig
í dag, en í staðinn fyrir einn hlut
sem við missum er hægt að gera
hundrað aðra í staðinn.“ Þannig
var Arndís Halla mjög hreinskiptin
í samskipum við aðra, en ekki síð-
ur gagnvart sjálfri sér. „Alveg eins
og íþróttalið auglýsa leikina sína,
þá auglýsti ég, óskaði eftir og þáði
stuðninginn í minni baráttu, að tala
um hlutina og vera opin hjálpaði
mér. Leyfa fólki að fylgjast með og
þiggja stuðninginn.“
Í samráði við fjölskyldu Arndísar
Höllu Jóhannesdóttur birtum við
þessi minningarbrot um barát-
tukonu sem kvaddi allt of fljótt. tí-
masetningin er heldur ekki tilviljun.
Nú er bleikur október nýgenginn í
garð, árvekniátak Krabbameinsfé-
lags Íslands. „Það sem við höfum
lært af þessu öllu saman, er hvað það
er sem skiptir máli í lífinu þegar upp
er staðið,“ segir Jóhannes Finnur
Halldórsson, faðir Arndísar Höllu í
samtali við Skessuhorn.
mm
Halldór Bjarkar, bróðir Arndísar Höllu og kona hans Dagmar Egilsdóttir.
Halda minningu Arndísar Höllu á lofti
Arndís Halla Jóhannesdóttir.
Í tilefni ársafmælis Arndísar Lilju Hlynsdóttur kom fjölskyldan saman. F.v. Marín
Rós, Rakel Rún, Jóhannes Finnur, Lea Rós, Ástrós Una og Guðbjörg.
Húðflúr á handlegg Ástrósar Unu, er
hér að mestu fullklárað.
Húðflúr á handlegg Jóhannesar Finns. Húðflúr á handlegg Guggu, móður
Arndísar Höllu.
Lilta blómarósin Arndís Lilja er árs-
gömul í dag, 2. október.
Minningarreitur er í kirkjugarðinum í Stykkishólmi.
Síðustu árin var fjölskyldan dugleg að gera eitthvað skemmtilegt saman. Hér er
hún stödd í New York. F.v. Rakel Rún, Eyjólfur Rúnar, Marín Rós og Arndís Halla.