Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 21

Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 21 Miðvikudaginn 25. september síð- astliðinn var farin hin árlega haust- ferð Félags aldraðra í Borgarfjarð- ardölum. Í blíðskaparveðri lá leið- in í Kjósina þar sem við félagarn- ir nutu leiðsagnar heimamannanna Kristjáns Finnssonar á Grjóteyri og Guðmundar Davíðssonar í Mið- dal. Dáðust félagar mjög að fegurð Kjósarinnar. Kaffiveitinga nutum við í Hjalla í Kjós þar sem kvenfé- lagið í Kjós reiddi fram veisluborð sem svignaði undan frábæru með- læti. Þar hittum við eldri borgara af svæðinu sem komu og nutu veiting- anna með okkur. Á Hjalla hafa eig- endur gert upp gömul útihús á ein- staklega fallegan máta og geta tek- ið á móti hópum. Nutum við svo sannarlega góðs af því. Full þakk- lætis kvöddum við svo Kjósina og komum heim sæl og glöð eftir frá- bæran dag. Anna Halldgrímsdóttir Hrútadagur verður haldinn í Fax- ahöllinni á Raufarhöfn um kom- andi helgi, nú í fjórtánda sinn. Þá verður þessi fornfrægi síldarbær enn á ný miðja alheimsins. Margur kemur kannski til með að spyrja sig, hvers vegna Raufarhöfn? En ein- föld og gild skýring er á því. Rauf- arhöfn er miðsvæðis á milli Þistil- fjarðar og Öxafjarðar sem er hreint og riðulaust svæði. Geta bændur hvaðan sem er af landinu komið þangað og keypt sér kynbótahrút til að bæta fjárstofn sinn. En að sjálf- sögðu þurfa menn að hafa tilskilin kaupleyfi. Hrútadagurinn er endapunktur á vikulangri hátíð sem ber heitið Menningar- og hrútadagar á Rauf- arhöfn 2019. Hófst hátíðin síðast- liðinn föstudag, 27. september, og lýkur sunnudaginn 6. október á göngu með Ferðafélaginu Norður- slóð. „Ég hef staðið vaktina frá 2014 og alltaf er það jafn gaman. Dag- skráin er mjög fjölbreytileg. Há- punktur hátíðarinnar er hin árlega hrútasýning og þar verða veitt verð- laun fyrir besta skrokkgæðahrútinn (Búvíshrútinn). Fær eigandi hans í hendur farandbikar sem gefinn er af Búvís. Sú nýung verður núna að svalasti hrúturinn verður valinn eða Emmessíshrúturinn og veitt verða verðlaun fyrir hann. Fyrir börnin verður haldin fegurðarsam- keppni gimbra, sjón er sögu ríkari. Þá verður farið í ýmsa leiki og „al- mennan fíflagang“ eins og segir í dagskrá hátíðarinnar. Einnig gefst fólki kostur á að kaupa ýmsan varn- ing í sölubásum. Jón Þór Kristjáns- son verður kynnir og heldur utan um dagskrána enda alvanur sprelli og gríni. Rúsínan í pylsuendanum í Faxahöllinni verður svo sala á hrút- um sem endað gæti með hrútaupp- boði,“ segir Ingibjörg Hann Sig- urðardóttir, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar. „Hrútadeginum lýkur að vanda með veglegu hrútadagsballi í Hnitbjörgum. Hefst dagskráin á skemmtikvöldi sem byrjar klukk- an 21.00. Karlakór Eyjafjarðar er 40 manna kór undir stjórn Guð- laugs Viktorssonar en þeir eru al- vanir sprelli og gríni og stefnir því í gott kvöld. Undirleikari er Val- mar Väljaots. Á ballinu sjálfu mun hljómsveitin Hamrabandið frá Ak- ureyri troða upp og treysti ég því að þeir muni algjörlega standa undir nafni og skemmta fólki langt fram á nótt.“ mm Kór Menntaskólans að Laugarvatni hyggst bregða undir sig betri fætin- um og ferðast í Borgarfjörð helgina 11.-13. október. Verður kórinn í æfingabúðum á Varmalandi en mun koma fram á tónleikum í Reyk- holtskirkju laugardaginn 12. októ- ber klukkan 15. Kór ML hefur notið mikillar at- hygli undanfarin ár og hlaut hann og stjórnandi hans Eyrún Jónas- dóttir snemma á þessu ári Mennta- verðlaun Suðurlands fyrir sitt starf. Kórinn er fjölmennasti framhalds- skólakór landsins en í honum syngja 103 nemendur úr 1.-3. bekk sem er rúmlega 75% af öllum nem- endum skólans. Á efnisskrá kórsins er fjölbreytt tónlist, bæði íslensk og erlend og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Undirleikur er í höndum Eyrúnar kórstjóra auk kórfélaga sjálfra. „Borgfirðingar og aðrir eru hvatt- ir til að koma í Reykholtskirkju og njóta góðrar tónlistar gegn lágu gjaldi,“ segir í tilkynningu. mm Kór ML syngur í Reykholtskirkju 12. október Haustferð eldri Borgfirðinga Svipmynd frá hrútadeginum á Raufarhöfn. Hrútadagur framundan á Raufarhöfn Sköpuðu ný samfélög Verkefnið um Draumalandið snerist um að hóparnir sköpuðu ímyndað land eða eyju í ímynd- aðri heimsálfu. Gáfu nýja land- inu nafn, lýstu samfélaginu sem þar býr, teiknuðu kort, bjuggu til gjaldmiðla og raunar allt sem að venjulegum samfélögum snýr. Þar með talið var skipu- lagning heilbrigðiskerfis, stjórn- sýslu, tungumáls, fjölmiðlun- ar og svo framvegis. Unnið var í 5-6 manna hópum sem settir voru saman úr nemendum allra árganga. „Við höfum aldrei ráð- ist í svona stórt þemaverkefni áður en okkar reynsla er að það gekk vonum framar. Við fengum mjög góðar móttökur frá nem- endum og starfsfólki Mennta- skóla Borgarfjarðar, en vissulega voru það viðbrigði fyrir skóla- starf MB að fá okkur hundrað manna hóp yngri nemenda sem stormsveip inn í sitt daglega líf. En þetta samneyti gekk allt sam- an mjög vel og við erum sann- færðar um að þetta á eftir að hjálpa Menntaskóla Borgarfjarð- ar mikið í framtíðinni, ekki síður en okkur. Grunnskólakrakkarnir þekkja nú vel menntaskólann og það starf sem þar er í gangi og það kæmi okkur ekki á óvart að stærra hlutfall útskrifaðra grunn- skólanemenda velji að hefja hér skólagöngu þegar þar að kemur,“ sögðu þær Inga Margrét og Birna Hlín. Reynir á mannleg samskipti Aðspurðar um reynsluna segja þær að svona stórt hópverkefni sé mik- ill skóli út af fyrir sig. „Hópavinna reynir á svo margt í mannlegum samskiptum. Þú þarft að byggja upp traust, deila ábyrgð og vinnu og því reynir þetta á alla. Stór þátt- ur í þessu öllu saman er samvinna og því eflir þetta einstaklingana og á eftir að nýtast þeim í hverju sem þeir taka sér fyrir hendur síðar. okkur finnst þetta hafa tekist vel. Við kölluðum eftir umsögn ung- linganna og þeir eru jákvæðir og komu með gagnlegar ábendingar um verkefnið í heild sinni. Í fyrstu voru nokkrir foreldrar skeptískir um verkefnið, óttuðust jafnvel að krakkarnir myndu dragast aftur úr jafnöldrum þeirra í öðrum skólum í námi. En þessir foreldrar hafa vonandi allir séð ljósið, enda eru bæði krakkarnir þeirra jákvæð- ir ekki síður en við kennararnir. okkur tókst að tengja allar náms- greinar inn í þetta verkefni og reynslan er gríðarlega dýrmæt. Nú færum við okkur hins vegar niður í skólann okkar á holtinu en búum af reynslunni héðan í starfi okkar í vetur,“ sögðu þær Birna Hlín og Inga Margrét að endingu. Fínt að kynnast öðrum Blaðamaður ræddi við fjóra ung- linga úr 10. bekk um reynsl- una af Draumalandsverkefninu, þau Andreu Ínu, Signýju Maríu, Aron og Andra. Þau sögðu að þessi tími hafi verið skemmtileg- ur, fínt að breyta aðeins til. Sögðu þau jákvætt að hafa kynnst í gegn- um verkefnið nemendum í öðr- um bekkjum. Engu að síður sögð- ust þau hlakka til að komast aft- ur í gamla bekkinn sinn og hefja reglulegt nám að nýju. „Þetta var fínt, en er komið gott núna,“ sagði Aron. mm Þessi frísklegi hópur bjó til ímyndaða eylandið Bara-Búrú-Búrú sem stendur á eld- fjallaeyjunni Búm-Búm sem gaus síðast fyrir 50 þúsund árum. Rætt er við Ingu Margréti og Birnu Hlín umsjónarkennara á unglingastigi GBN.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.