Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 22

Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 22
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201922 Útgerð Guðmundar Runólfssonar hf. festi kaup á nýju skipi fyrr á árinu af Bergi Huginn, dótturfélagi Síldarvinnslunn- ar í Neskaupsstað, og í gær þriðjudaginn 1. október var því siglt til heimahafnar. Það var blíðskaparveður þegar Runólfur SH 135 sigldi inn fjörðinn sem skartaði sínu fegursta. Skip- ið hét áður Bergey VE 544 en hefur nú fengið nafnið Run- ólfur SH 135. „Runólfur SH 135 er fjórða skipið með þessu nafni í eigu fjölskyldunnar,“ segir Guðmundur Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri í spjalli við Skessuhorn. „Sá fyrsti var smíð- aður árið 1947 í Neskaupsstað en hann var 39 tonna trébát- ur. Annar Runólfur var smíðaður í Risör í Noregi árið 1960 og var 120 tonna bátur. Þriðji Runólfur var svo smíðaður í Garðabæ 1975 og var 312 tonna skuttogari,“ rifjar Smári upp. Nú er sá fjórði kominn til heimahafnar en hann var smíðaður í Póllandi 2007 og mun leysa Helga SH af hólmi en sá bátur er kominn á söluskrá. Nýja skipið er töluvert öflugra en Helgi SH í alla staði og er sambærilegt Hring SH 153, en Guð- mundur Runólfsson hf. gerir einnig út Hring og mun gera það áfram. „Runólfur og Hringur eiga að afla nýrri fiskvinnslu fyrirtækisins hráefnis en bæði eru þau öflug togskip sem ættu að fara nokkuð langt með það,“ bætir Smári við. Runólfur SH 135 er þriðja nýja skipið sem kemur til Grund- arfjarðar á innan við viku en síðasta laugardag komu Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12 til heimahafnar í fyrsta skipti, eins og sjá má á síðunni hér til hægri. tfk María Magdalena Guðmundsdóttir fékk það hlutskipti að gefa skipuna nafn. Hér er flaskan í þann mund að skella á síðunni. Til gamans var það rifjað upp við þetta tilefni að fyrir réttum fjörutíu árum gaf móðir þeirra GRun systkina, Ingibjörg S. Kristjánsdóttir, skuttogaranum Runólfi nafn og klæddist hún þá sama upphlut og María Magdalena í gær. Runólfur SH 135 kominn til heimahafnar Arnar Kristjánsson skipstjóri í brúnni á Runólfi. Runólfur Guðmundsson fyrrverandi skipstjóri á eldri Runólfi skoðar skipið með Arnari skipstjóra. Hluti af eigendum Guðmundar Runólfssonar hf. F.v. Runólfur Guðmundsson, Unn- steinn Guðmundsson, Kristján Guðmundsson, Guðmundur Smári Guðmundsson og Arnar Kristjánsson skipstjóri. Nýju skipin þrjú við landfestar í Grundarfjarðarhöfn. Runólfur SH 135, Farsæll SH 30 og Sigurborg SH 12. Runólfur SH 135 siglir inn í Grundarfjarðarhöfn. Guðmundur Smári Guðmundsson tók að sjálfsögðu á móti nýja skipinu. Hermann Gíslason vélstjóri á Runólfi SH 135. Runólfur SH 135 í innsiglingunni við Grundarfjörð. Guðmundur Smári, séra Aðalsteinn Þorvaldsson og Arnar Kristjánsson skipstjóri.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.