Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 29

Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 29
MIÐVIKUDAGUR 2 oKtóBER 2019 29 Knattspyrnufólk á Akranesi gerði sér glaðan dag um síðustu helgi þegar lokahóf meistaraflokka ÍA og 2. flokks karla og kvenna var haldið í frístundamiðstöðinni við Garða- völl. Þar voru valdir bestu leikmenn hvers flokks auk þess sem leikmenn fengu leikjaviðurkenningar. Bestu leikmenn meistaraflokka karla og kvenna voru valin þau ótt- ar Bjarni Guðmundsson og Fríða Halldórsdóttir. óttar og Fríða voru einnig valin best að mati stuðnings- manna. Fríða var einnig valin best að mati ÍA tV, ásamt Herði Inga Gunnarssyni. Bestu ungu leikmenn meistara- flokka voru valin þau Jón Gísli Ey- land Gíslason og Dagný Halldórs- dóttir. Í 2. flokki karla var Sigurður Hrannar Þorsteinsson valinn best- ur, Eyþór Aron Wöhler var valinn besti ungi leikmaðurinn. Kiddabik- arinn, sem sæmdur er fyrirmynd- arleikmanni ársins, kom að þessu sinni í hlut Benjamíns Mehic. Anna Þóra Hannesdóttir var val- in best í 2. flokki kvenna og Selma Dögg Þorsteinsdóttir besti ungi leikmaðurinn. tM-bikarinn, veitt- ur fyrirmyndarleikmanni ársins, kom í hlut Anítu ólafsdóttur. Arnar Már Guðjónsson fékk leikjaviðurkenningu fyrir 350 leiki með meistaraflokki karla, Árni Snær ólafsson og ólafur Valur Valdimarsson fyrir 250 leiki, Ein- ar Logi Einarsson fyrir 200 leiki, Arnór Snær Guðmundsson, Albert Hafsteinsson og Steinar Þorsteins- son fyrir 150 leiki og Stefán teitur Þórðarson fyrir 100 leiki. Dómaraverðlaun voru einn- ig veitt og að þessu sinni var það Gilmar Þór Benediktsson sem fékk Adolphsbikarinn. kgk/ Ljósm. KFÍA. Guðrún ósk Ámundadóttir hef- ur verið ráðin þjálfari Skallagríms í meistaraflokki kvenna. Mun hún því stýra liðinu í Domino‘s deild- inni á komandi vetri. Guðrún er 32 ára gömul og upp- alin hjá Skallagrími. Hún lék með yngri flokkum félagsins og á að baki fjölda leikja í efstu deild með Skallagrími, Haukum og KR. Á sínum leikmannaferli hefur hún hampað bæði Íslands- og bikar- meistaratitlum. Guðrún var aðstoðarþjálfari meistaraflokks Skallagríms á síð- asta tímabili, auk þess að vera hluti af leikmannahópnum. Þá hefur hún einnig þjálfað yngri flokka Borgar- nesfélagsins undanfarin ár. „Ánægja er með komu Guðrúnar í þjálfara- stólinn en hún byrjaði að stýra lið- inu fyrr í mánuðinum. Hún undir- býr nú öflugan hóp meistaraflokks kvenna af fullum krafti fyrir átök vetrarins,“ segir í tilkynningu kkd. Skallagríms. kgk Skagamenn steinlágu gegn Vík- ingi R., 1-5, þegar liðin mættust í lokaleik Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu. Leikið var á Akranesi á laugardaginn. Það var hvorki bar- ist við fall né um titla í leiknum á Akranesvelli, en það kom þó ekki í veg fyrir að bæði lið mættu ákveð- in til leiks. Skagamenn voru ákafir í upp- hafi og komust yfir á 13. mínútu. Bjarki Steinn Bjarkason fékk bolt- ann á miðlínu, fór framhjá nokkr- um varnarmönnum og þrumaði boltanum upp í samskeytin með skoti frá vítateigsboganum. En Skagamenn voru vart hættir að fagna þegar gestirnir voru búnir að jafna. Kwame Quee sendi boltann fyrir markið á 16. mínútu, varnar- mönnum ÍA tókst ekki að hreinsa boltann burt og Örvar Eggertsson skoraði með skoti af stuttu færi. Á 23. mínútu skiptu þeir um hlut- verk þegar Örvar sendi hnitmið- aða sendingu af vinstri kanti beint á kollinn á Kwame sem skallaði bolt- ann í netið og gestirnir komnir yfir. Fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik og gestirnir leiddu því 1-2 í hléinu. Síðari hálfleikur var rúmlega tíu mínútna gamall þegar Víkings- liðið skoraði þriðja mark sitt. ótt- ar Magnús Karlsson fékk boltann rétt utan vítateigs, rakti hann inn í teiginn og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. Næstu 20 mínúturnar eða svo var leikurinn fremur tíðindalítill, eða allt þar til Kwame skoraði fjórða mark Víkings á 76. mínútu eftir frábæra sendingu inn fyrir vörn- ina. Það var síðan Ágúst Eðvald Hlynsson sem innsiglaði 1-5 stór- sigur Víkings á 89. mínútu. Hann fékk boltann inn fyrir vörnina eftir snögga sókn og lagði hann í nær- hornið. Úrslit leiksins þýða að Skaga- menn ljúka leik í 10. sæti deildar- innar með 27 stig, jafn mörg og HK í sætinu fyrir ofan en sjö stig- um fyrir ofan Grindavík sem féll. ÍA sigraði sjö leiki í sumar, gerði sex jafntefli og tapaði níu með marka- töluna -5. Fimm af sjö sigrum liðs- ins í deildinni í sumar komu í maí- mánuði, auk eins jafnteflis. Eft- ir það þyngdist róðurinn en tveir sigrar og fimm jafntefli skiluðu ÍA 27 stigum og 10. sætinu. kgk Lokahóf yngri flokka knattspyrnu- félags ÍA var haldið með pompi og prakt í Akraneshöllinni þriðjudag- inn 24. september. Fjölmenni mætti á hófið og ungir og upprennandi knattspyrnukappar fengu að spreyta sig á knattþrautum og vítaskotum, þar sem þjálfarar yngri flokka stóðu vaktina. Að lokum var haldið pylsup- artí og iðkendum í 3.-7. flokki veitt- ar viðurkenningar. Í 2.-5. flokki voru einstökum leik- mönnum veittar viðurkenning- ar. Sunna Rún Sigurðardóttir, Vala María Sturludóttir og Kolfinna Eir Jónsdóttir voru valdar leikmenn árs- ins í 5. flokki kvenna. Leikmenn árs- ins í 5. flokki karla voru Arnór Valur Ágústsson, Jón Þór Finnbogason og Ísak Davíð Þórðarson. Í 4. flokki kvenna var Katrín María ómarsdóttir valin besti leikmaður- inn, Birna Rún Þórólfsdóttir efnileg- asti leikmaðurinn og Salka Hrafns Elvarsdóttir þótti sýna mestar fram- farir á árinu. Logi Mar Hjaltested fékk viðurkenningu sem besti leik- maður 4. flokks karla, Haukur Andri Haraldsson sem efnilegasti leikmað- urinn og Sveinn Svavar Hallgríms- son fyrir mestar framfarir. Arndís Lilja Eggertsdóttir var val- in besti leikmaður 3. flokks kvenna, Dagbjört Líf Guðmundsdóttir þótti efnilegust og Þórunn Sara Arnars- dóttir þótti hafa sýnt mestar fram- farir. Í 3. flokki karla var Ingi Þór Sigurðsson valinn besti leikmaður- inn, Ármann Ingi Finnbogason sá efnilegasti og ólafur Haukur Ari- líusson fékk viðurkenningu fyrir mestar framfarir á árinu. Stínubikarinn kom í hlut Lilju Bjargar ólafsdóttur og Donnabikar- inn hlaut Ingi Þór Sigurðsson. kgk/ Ljósm. KFÍA. Bjarki Steinn Bjarkason lætur vaða á markið. Hann skoraði fyrsta mark leiksins og eina mark Skagamanna sl. laugardag. Ljósm. gbh. Steinlágu í lokaleiknum Fríða og Óttar valin best á lokahófi ÍA Óttar Bjarni Guðmundsson (t.h.) og Jón Gísli Eyland Gíslason. Óttar var valinn besti leikmaður meistara- flokks karla og bestur að mati stuðningsmanna og Jón Gísli var valinn besti ungi leikmaður meistara- flokks. Systurnar Fríða og Dagný Halldórsdætur. Fríða (t.h.) var valin besti leikmaður meistaraflokks kvenna, best að mati stuðningsmanna og best að mati ÍA TV og Dagný var valin efnilegasti leikmaður meistaraflokks. Guðrún þjálfar Skallagrím Guðrún Ósk Ámundadóttir, nýr þjálfari Skallagríms. Ljósm. Skallagrímur. Yngri flokkar ÍA fögnuðu liðnu keppnisári

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.