Skessuhorn


Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 30

Skessuhorn - 02.10.2019, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 2. oKtóBER 201930 körfuknattleikstímabilið hafið Manuel Rodriguez er kominn í Borgarnes og mun þjálfa karlalið Skallagríms í 1. deildinni á kom- andi vetri. Manuel þekkja Borgnes- ingar vel. Hann þjálfaði kvenna- lið Skallagríms frá 2015-2017 með góðum árangri, kom liðinu upp í úrvalsdeild og leiddi það í úrslit bikarsins og í úrslitakeppnina um Íslandsmeistaratitilinn. Hann seg- ist ánægður að vera kominn aftur í Borgarnes. „Þegar ég fékk sím- tal í sumar og var boðið að taka að mér þjálfun karlaliðsins þurfti ég ekki að hugsa mig tvisvar um,“ seg- ir Manuel í samtali við Skessuhorn. „Ég er mjög þakklátur stjórninni að hafa hugsað til mín í tengslum við þetta einstaka verkefni. Mér fannst ég ekki hafa náð að ljúka verki mínu þegar meistaraflokksráð kvenna ákvað að endurnýja ekki samning- inn við mig eftir að hafa náð besta árangri kvennaliðsins frá upphafi. Ég alltaf vissi að einn daginn kæmi ég aftur. Núna er mikið og spenn- andi uppbyggingarstarf framundan, skemmtilegt verkefni sem ég mun leggja mig allan fram við,“ seg- ir þjálfarinn, sem kveðst fullur til- hlökkunar fyrir komandi tímabili. „Það er alltaf eftirvænting í loftinu þegar keppnistímabilið hefst. Leik- mennirnir stjórnin og aðdáendur hlakka allir til leikjanna. Augljós- lega er ég líka spenntur að hefja nýtt tímabil sem felur í sér nýja áskorun fyrir mig. Síðasta keppnistímabilið mitt í Rúmeníu var mjög erfitt bæði á líkamlega og andlega, þannig að ég ákvað að taka mér frí frá þjálfun til að hvílast og núna mæti ég fullur tilhlökkunar í baráttuna.“ Erfitt tímabil framundan Spurður um undirbúninginn fyr- ir tímabilið segist Manuel ánægð- ur með hann. „Ég er ánægður með vinnu okkar hingað til. Við erum enn að aðlagast og læra. Leikmenn- irnir eru ennþá að kynnast hvor öðrum og við eigum langt í land. En smám saman er liðið að kynnast styrkleikum sínum og veikleikum, sem og hugmyndafræði leiksins sem við munum vinna eftir á tímabilinu og leikmennirnir fara eftir frá degi til dags. til að skilja hvert við vilj- um fara er nauðsynlegt að leggja sig fram á hverjum degi,“ segir hann og bætir því við að hann sé ánægð- ur að upplifa hve leikmennirnir eru samviskusamir og tilbúnir að leggja sig fram við verkefnið. „Liðið hefur auðvitað sína styrkleika og veikleika eins og öll lið. Mín ábyrgð snýr að því að styrkja enn frekar styrkleik- ana og vinna í að bæta veikleikana,“ segir hann. „Ég er viss um að það er erfitt tímabil framundan, en á sama tíma er ég sannfærður um að að því loknu muni leikmennirnir hafa vax- ið og þroskað hæfileika sína og verði fyrir vikið betur undir það búnir að halda áfram að spila og berjast fyr- ir Skallagrím,“ segir hann. Manu- el segir viðbúið að á komandi vetri verði bæði skin og skúrir hjá liðinu. Mikilvægt sé að halda einbeiting- unni sama hvernig gengur hverju sinni og vera alltaf gagnrýnir á eig- in frammistöðu. „Við verðum að sína þolinmæði, því ég er sann- færður um að með hjálp og stuðn- ingi allra mun okkur takast ætlun- arverkið,“ segir hann. Snýst um vöxt hvers leikmanns En hvert er ætlunarverkið? Manu- el vill skipta markmiðum vetrarins í tvennt. „Í fyrsta lagi eru það fram- farir einstakra leikmanna, sérstak- lega ungra leikmanna. Þetta keppn- istímabil verður að snúast um vöxt hvers leikmanns og við munum taka stutt en örugg skref í þá áttina. Við höfum ekki sett okkur mark- mið um úrslit, en munum að sjálf- sögðu berjast í hverjum leik fyrir sig. Alla langar okkur til að vinna leiki, það er mjög skemmtilegt, en við viljum ekki vinna hvernig sem er. Ef eina markmiðið væri að vinna leiki þá myndum við gera mistök á leiðinni sem myndu gera okk- ur erfitt fyrir að vinna stóru sigr- ana í framtíðinni,“ segir hann. Hitt markmið segir þjálfarinn vera að fá alla til að taka þátt í og trúa á upp- bygginguna sem framundan er. „Þá á ég ekki aðeins við um liðið og leikmennina, heldur alla sem eru í kringum liðið; stuðningsmenn, stjórnarmenn og Borgnesingar all- ir ættu að vera spenntir fyrir verk- efninu sem framundan er með ung- um leikmönnum úr Borgarnesi og nágrenni. Við þurfum öll að vera á sömu blaðsíðu, því körfuboltahefð- in í Borgarnesi er og verður alltaf sterk,“ segir Manuel Rodriguez að endingu. kgk Gunnlaugur Smárason og Gísli Pálsson tóku við þjálfun kvenna- liðs Snæfells síðasta vor og munu stýra liðinu í Domino‘s deildinni á komandi vetri. Snæfell leikur sinn fyrsta leik í deildinni í kvöld, mið- vikudaginn 2. október, þegar liðið mætir Breiðabliki í Stykkishólmi. „Nú er þetta loksins að byrja,“ seg- ir Gunnlaugur í samtali við Skessu- horn. Hann segir mikla eftirvænt- ingu fyrir vetrinum eftir gott und- irbúningstímabil. „Við hvíldum okkur aðeins á körfunni og tókum vel á því í CrossFit í staðinn. Þær vildu prófa eitthvað annað þannig að við fórum þessa leið. Þær hafa því styrkt sig vel fyrir mót og svo héldum við síðan lítið mót með ÍR og Haukum um daginn og feng- um helling út úr því. Undanfar- inn mánuð höfum við síðan verið að slípa okkur saman í körfuboltan- um sjálfum, þannig að þetta er allt að smella saman núna við upphaf mótsins,“ segir hann. Aðspurður segist Gunnlaugur vera mjög ánægður með mann- skapinn sem Snæfellsliðið kemur til með að tefla fram í vetur. „Liðið er skipað sama kjarna og hefur borið það uppi undanfarin ár, en staðan er sérstaklega góð núna þar sem við erum ellefu á æfingum í Stykkis- hólmi. Það hefur ekki gerst í fjölda ára. Núna eru bara tvær sem æfa í bænum og maður finnur bara á æf- ingunum að þær eru allt öðruvísi, miklu meira tempó á þeim,“ segir þjálfarinn. Það eitt og sér gefur góð fyrirheit fyrir veturinn, en þjálfar- inn vill þó ekki setja markið á eitt- hvað sæti í deildinni. „Við ætlum okkur að spila sem eitt lið og ætlum að reyna að bæta okkur með hverj- um leiknum. Við setjum markið ekki á eitthvað ákveðið sæti en við stefnum á úrslitakeppnina, ég neita því ekki. Við viljum komast þangað inn og slást um titilinni eins og öll önnur lið, annars værum við varla í þessu,“ segir Gunnlaugur léttur í bragði. „Það er gríðarleg stemn- ing í liðinu fyrir tímabilinu og mikil eftirvænting. Það eru allir að bíða eftir fyrsta leiknum og við ætlum að reyna að fá fólk með okkur í stemn- inguna í vetur,“ segir hann. Að lokum hvetur þjálfarinn Hólmara til að styðja vel við bak- ið á liðinu í vetur og vera duglega að láta sjá sig á leikjum. Jafnframt bendir hann þeim sem ekki komast á leikina að Snæfell tV sendir út frá Stykkishólmi í vetur. Áhugasamir geta gerst áskrifendur að Youtube rásinni Snæfell karfa til að fylgjast með útsendingum þar. kgk/ Ljósm. úr safni. Spá þjálfara, fyrirliða og formanna vegna komandi tímabils í Domino‘s deildum karla og kvenna í körfubolta, sem og 1. deildum karla og kvenna var birt á kynningarfundi deildanna í hádeginu á mánudag. Snæfelli er spáð 5. sæti í Domino‘s deild kvenna en Skallagrímskonum 7. sæti. Í 1. deild karla er Skallagrími spáð 8. og næstneðsta sætinu en Snæfelli er spáð 9. og neðsta sæti. Spár þjálfara, fyrirliða og for- manna eru eftirfarandi: Domino‘s deild kvenna 1. Valur 2. KR 3. Haukar 4. Keflavík 5. Snæfell 6. Grindavík 7. Skallagrímur 8. Breiðablik Domino‘s deild karla 1. KR 2. Stjarnan 3. tindastóll 4. Njarðvík 5. Grindavík 6. Haukar 7. Keflavík 8. Valur 9. Þór Þ. 10. ÍR 11. Fjölnir 12. Þór Ak. 1. deild karla 1. Hamar 2. Höttur 3. Breiðablik 4. Vestri 5. Álftanes 6. Selfoss 7. Sindri 8. Skallagrímur 9. Snæfell 1. deild kvenna 1. Njarðvík 2. Fjölnir 3. tindastóll 4. ÍR 5. Keflavík B 6. Grindavík B 7. Hamar kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Vesturlandsliðum spáð misjöfnu gengi Gunnhildur Gunnarsdóttir í leik með Snæfelli síðasta vetur „Stefnum á úrslitakeppnina“ Gunnlaugur Smárason. „Spennandi uppbygging framundan“ segir Manuel Rodriguez, þjálfari karlaliðs Skallagríms Skallagrímsmenn þjappa sér saman í leikhléi í leik síðasta vetur. Ljósm. Skallagrímur. Manuel Rodriguez, þjálfari karlaliðs Skallagríms. Ljósm. úr einkasafni.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.