Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 04.12.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 20194 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.280 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.840. Rafræn áskrift kostar 2.570 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.370 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Upplýst aðventa Þegar þetta er skrifað er aðventan nýgengin í garð. Mánuðurinn haf- inn sem hjá æði mörgum snýst um að undirbúa jólahátíðina. Vissulega er stressið einstaklingsbundið. Hjá sumum alls ekkert, en hjá öðrum í meira lagi. Sjálfur leyfi ég ekki jólastemningunni að hellast yfir mig, ekki strax. Hjá mér er mánuðinum nefnilega mjög misskipt. Fyrri hlutinn er anna- samur, síðari hlutinn letilíf. Mikils vert er að vera tímanlega að undirbúa útgáfu jólablaðs, ræða við fólk, safna efni og leggja drög að stærstu útgáfu ársins, en jafnframt þeirri síðustu. Að jafnaði fer ég sjálfur í prentsmiðjuna að sækja afurðina seint að kvöldi prentdags. Ek svo heim á vinnubílnum sem í eina skiptið á árinu þarf að erfiða upp brekkuna í Hvalfjarðargöngun- um, stappfullur af blöðum. En í þeirri ferð byrjar jólastemningin að bæra á sér. Barnið lifnar við. Jólahald og undirbúningur fyrir hina helgu hátíð er afar einstaklings- bundinn. Sumum finnst lítið til tilstandsins koma, jafnvel leiðist það. Kannski af því þeir halda ekki í trúna sem þetta gengur allt út á, nú eða ástæðan er einfaldlega skammdegismyrkrið. Aðrir eru hins vegar jólabörn fram í fingurgóma og vita ekki dásamlegri stund. Leggja mikið upp úr hefðum og venjum sem alls ekki má breyta út af. Það skal þrífa húsið hátt og lágt. Það verður að vera búið að setja upp ljós í glugga fyrir aðventu og gera við þetta eða hitt sem jafnvel hefur fengið að vera bilað í marga mán- uði. Allt skal vera spikk og spa. En þetta með þrifin er náttúrlega alveg gal- ið. Það er engin skynsemi í að þrífa híbýli þegar birtan er minnst og erfiðast er að sjá kám á vegg eða ryk á syllu. Í sjálfu sér er heldur engin skynsemi að belgja sig út af mat og bakkelsi þá daga sem brennslan er hvað minnst vegna endurtekinnar kyrrstöðu dag eftir dag. En við kjósum að líta framhjá því sem endilega er skynsamlegt af því við byggjum líf okkar og lifnaðar- hætti á vana. Rétt eins og amma og mamma hennar suðu jú lifrarpylsuna í einum potti og blóðmörinn í öðrum. Dætur þeirra og barnabörn gerðu að sjálfsögðu eins, því þannig hafði þeim verið sýnt hvernig ætti að sjóða slátur. Áratugum seinna kom svo upp úr dúrnum að ástæðan var sú að þær áttu ekki nógu stóran pott. Já, við erum í eðli okkar býsna íhaldssöm, til dæmis hvað við borðum um jólin og hvernig við skreytum húsin. Á mínu heimili verður engu breytt hvað þetta snertir, alls engu. Jólatréð er hoggið úr eigin ræktun í sveitinni. Eins og venjulega fer ég í skötu á Þorlák og beint heim að því loknu og þvæ allt sem ég hafði íklæðst. Reyni að forðast að menga umhverfið af þessum ljúfa ilmi, af sömu ástæðu að fjósalykt á best heima í fjósi. Morguninn eftir geri ég jólabúðinginn alveg eins og öll hin árin, konan undirbýr hrygginn í pottinn og reyktur lax er fram reiddur. Jólahangikjötið er soðið og geymt fram á jóladag. Allt á sinn stað, sína stund og sitt tilefni. Mér finnst afar hlýlegt að sjá hversu margir eru farnir að setja ljós í glugga, jafnvel löngu áður en aðventan gengur í garð. Skammdegið er nefnilega býsna svart, ekki síst þegar jörð er auð og rigningarsuddi er úti. Þess vegna eru þessi ljós einhvern veginn alveg lífsnauðsynleg. Sálartetr- ið lifnar við þegar marglit ljós, haganlega uppsett, prýða umhverfið. Ég gleðst, börnin gleðjast og þeir sem selja rafmagn gleðjast mest. Leyfum þessum ljósum að loga langt fram á nýtt ár því ef okkur skortir eitthvað þessi dægrin er það einmitt tilefni til að gleðjast oftar. Megi við öll eiga gleðilega og kærleiksríka aðventu. Magnús Magnússon. Nýverið féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem einn af um- sækjendum um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja hjá ónefndu sveitarfélagi stefndi því og taldi að framhjá sér hafi verið gengið þeg- ar ráðið var í stöðuna. Krafðist viðkomandi skaðabóta auk miskabóta. Stefnandi var einn af sautján umsækjendum um starfið þegar það var aug- lýst í ársbyrjun 2018. Höfðu tveir sviðsstjórar hjá sveitar- félaginu umsjón með ráðn- ingarferlinu. Sex umsækj- endur voru boðaðir í við- töl og í framhaldi þess fjórir þeirra, þar á meðal stefnandi, beðn- ir að móta skriflega þriggja mánaða aðgerðaáætlun fyrir starfið sem sótt var um. Nokkru síðar var svo ákveðið að ráða annan umsækjanda í starfið. Fyrir dómi hélt stefndi því fram að hæfasti umsækjand- inn hafi ekki verið ráðinn í starfið og gengið framhjá þeim sem hefði mesta menntun og starfsreynslu og taldi að við ákvörðun um ráðningu hefði ákvörðunin verið „óskiljan- leg, óeðlilega og ólögmæta,“ eins og það er orðað í málsgögnum. Fram kemur í vörn sveitarfélags- ins í málinu að það hafi verið mat þeirra sem önnuðust ráðningarferl- ið að sá sem ráðinn var hafi verið hæfasti umsækjandinn um starf- ið miðað við lýsingar á starfinu og þær kröfur sem gerðar hafi verið til umsækjenda í auglýsingu. Um ráðningarferlið segir í vörn sveit- arfélagsins: „Við meðferð málsins, sérstaklega í viðtölum og við úr- vinnslu verkefnis, hafi orðið ljóst að [sá sem ráðinn var] hafði yfirburði yfir aðra umsækjendur þegar heild- armyndin var skoðuðu með hlið- sjón af þeim atriðum sem sérstak- lega hafi verið tiltekin í auglýsing- unni um starfið, t.d. um samskipti og starfsmannamál. Stefndi geti því ekki fallist á að hæf- asti umsækjandinn hafi ekki verið ráðinn í starfið eins og stefnandi heldur fram.“ Dómari komst að þeirri niðurstöðu að viðurkenn- ingarkrafa stefnda þótti van- reifuð og var henni vísað frá dómi. Sveitarfélaginu var hins vegar gert að greiða stefnda 700 þúsund krónur í miskabæt- ur auk dráttarvaxta og 1.500.000 króna í málskostnað. Þótti dómara í málinu sveitarfélagið hafa staðið með saknæmum og ólögmætum hætti að ráðningarferlinu og var því stefnanda dæmdar bætur eins og fyrr segir. mm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis- ráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um tæknifrjóvgun með þeim hætti að hámarksgeymslu- tími kynfruma verði lengdur úr tíu árum í tuttugu. Breytingin er eink- um til hagsbóta fyrir ungt fólk sem af einhverjum ástæðum vilja geyma kynfrumur sínar lengur en nú er heimilt, til dæmis vegna illkynja sjúkóma, kynleiðréttingarferlis eða af öðrum ástæðum. Ákvörðun heilbrigðisráðherra um að lengja hámarksgeymslu- tíma kynfruma styður við fram- kvæmd laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru á Alþingi í júlí síðastliðnum og snúa að því að tryggja réttindi trans- og intersex fólks. Í samræmi við bráðabirgða- ákvæði laganna vinna tveir starfs- hópar skipaðir af forsætisráðherra að því að skoða hvaða lagabreyt- ingar þarf að gera í þessu skyni og eru þar m.a. til skoðunar lög nr. 55/1996 sem snúa meðal annars að tæknifrjóvgun.Reglugerðarbreyt- ingin verður send Stjórnartíðind- um innan skamms og tekur gildi við birtingu. mm Metfjöldi doktora, eða 95, hefur brautskráðst frá Háskóla Íslands á síðustu tólf mánuðum og var þess- um stóra hópi fagnað á árlegri Há- tíð brautskráðra doktora sem fram fór í Hátíðasal skólans á sjálfan full- veldisdaginn. Viðstaddur var Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, en þetta er í níunda sinn sem Háskólinn heiðrar doktora frá skólanum með þessum hætti. Á meðfylgjandi mynd er dokt- orahópurinn sem mætti á hátíðina á sunnudaginn ásamt forseta Íslands, rektor Háskólans, aðstoðarrektorum, forsetum fræðasviða, forstjóra Land- spítala og forseta Stúdentaráðs. mm/ Ljósm. Kristinn Ingvarsson. Hámarksgeymslutími kynfruma verður lengdur Margir að ljúka doktorsnámi við HÍ Dómur taldi ekki rétt staðið að ráðningu forstöðumanns

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.