Skessuhorn


Skessuhorn - 04.12.2019, Qupperneq 14

Skessuhorn - 04.12.2019, Qupperneq 14
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 201914 Við Hafnargötu 12 í Rifi er Bif- reiðaverkstæði Ægis slf. til húsa. Verkstæðið er rekið sem fjölskyldu- fyrirtæki og hefur verið starfrækt síðan 1. apríl 1986 af hjóninunum Ægi Ingvarssyni og Ástu Dóru Val- geirsdóttur, en nú er sonur þeirra Ingvar Valgeir að mestu tekinn við rekstrinum. Ástæðuna fyrir því að opnað var fyrsta apríl segir Ingvar vera að það hafi nú bara hist svona á því þetta árið var fyrsti virki dagur eftir páska 1. apríl. „Það er gaman að segja frá því að þegar verkstæð- ið hélt upp á 30 ára afmæli sitt fyr- ir þremur árum var 1. apríl einmitt fyrsti virki dagur eftir páska. Þó formleg opnun hafi verið 1. apríl var í raun búið að opna, en vik- una fyrir páska voru nokkrir bílar teknir inn sem lá á að koma í lag. Á verkstæðinu hefur alltaf verið boð- ið uppá almennar viðgerðir ásamt því að margir strákar hafi komið í starfskynningu í gegnum árin. Hafa fleiri en einn þeirra orðið bifvéla- virkjar sem er mjög ánægjulegt,“ segir Ingvar Valgeir í samtali við Skessuhorn. Þegar Ægir faðir Ingvars hóf fyrst rekstur var það í 60 fermetra bílskúr við íbúðarhús þeirra að Görðum, Hraunási 12 á Hellis- sandi. Það var svo á árunum 1990 og 1991 sem verkstæðið var flutt í helmingi stærra húsnæði við Hafn- argötu 12 í Rifi. Unnu þeir feðgar á verkstæðinu átta tíma á dag og fóru svo beint upp á efri hæð hússins til að standsetja íbúð þangað sem fjöl- skyldan flutti svo inn. Þegar Ing- var tók svo við verkstæðisrekstr- inum 2015 má segja að kynslóða- skipti hafi orðið, en faðir hans hætti að skrúfa, eins og Ingvar orðar það, en var honum til aðstoðar við síms- vörun og móttöku ásamt öðru þar til hann varð sjötugur, enda margt sem gera þarf á verkstæði annað en að gera við bíla. Á Ingvar Val- geir helmingshlut á móti foreldrum sínum og skipta þau með sér verk- um þannig að hann sér um rekstur- inn og er framkvæmdastjóri, Ægir faðir hans er stjórnarformaður og Ásta Dóra móðir hans fjármála- stjóri. Nú þegar Ingvar er orðinn einn á verkstæðinu er hann allt í öllu; svarar í síma, er í móttökunni og pappírsvinnu fyrir utan að gera við. Er hann með opið átta tíma á dag virka daga vikunnar og alltaf er nóg að gera að hans sögn. Býður hann alla almenna viðgerðarþjón- ustu, smurþjónustu og rúðuskipti og er viðurkennt verkstæði hjá þeim fyrir tryggingafélögin Sjóvá, TM og VÍS. Er hann einnig með tæki til að skipta um dekk og tek- ur að sér dekkjaþjónustu eftir getu þar sem hann er einn. Sem dæmi má verkstæðið þjónusta bíla frá BL, Bílabúð Benna og Brimborg og er með smurþjónustu fyrir Toyota. Aðspurður hvernig gangi að reka verkstæði úti á landi svarar Ingvar: „Það væri alltaf nóg að gera hjá mér og fæ ég viðskiptavini af öllu Nes- inu, svo ég er bara sáttur.“ þa Laugardaginn 30. nóvember var nýja viðbyggingin við Dvalarheim- ilið Fellaskjól í Grundarfirði vígð og formlega tekin í notkun. Séra Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknar- prestur í Grundarfirði, vígði og blessaði viðbygginguna áður en Hildur Sæmundsdóttir fór stutt- lega yfir sögu dvalarheimilisins. Þá þakkaði hún öllum sem lagt hafa hönd á plóg til að láta þetta verða að veruleika. Eftir stutt ræðuhöld var öllum boðið að þiggja veiting- ar með jólalegu ívafi. Viðbygging- in hefur gjörbreytt aðstöðu íbúa til hins betra. Næst á dagskrá er að taka gömlu rýmin í gegn og gera þau betri. tfk Ingvar Valgeir Ægisson bifvélavirki. Bifreiðaþjónusta Ægis er gamalgróið fjölskyldufyrirtæki í Rifi Hildur Sæmundsdóttir formaður stjórnar Fellaskjóls og Patricia Laugesen for- stöðukona heimilisins. Viðbygging Dvalarheimilisins Fellaskjóls vígð við hátíðlega athöfn Séra Aðalsteinn Þorvaldsson er hér með stutta blessun á þessum hátíðlega degi. Íbúar og gestir við vígsluna. Björg Ágústsdóttir hélt stutta tölu og færði heimilinu gjöf frá Grundarfjarðarbæ.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.