Skessuhorn - 04.12.2019, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2019 23
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
9
Hreinsun rotþróa
í Hvalfjarðarsveit
2020-2024
Hvalfjarðarsveit óskar eftir tilboðum í hreinsun rotþróa fyrir
heimili, frístundarhús og stofnanir í sveitarfélaginu.
Rotþrær skal hreinsa þriðja hvert ár. Fjöldi rotþróa í sveitarfélagi er
um 680 stk. Verktími er 5 ár, frá 1. febrúar 2020 til 31. desember
2024.
Útboðsgögn eru afhent á stafrænu formi með því að senda
tölvupóst á netfangið akranes.utbod@mannvit.is, þar sem fram
kemur heiti verks, nafn bjóðanda, og nafn, netfang og símanúmer
tengiliðs bjóðanda.
Tilboð verða opnuð í Stjórnsýsluhúsi (Ráðhúsi) Hvalfjarðarsveitar,
Innrimel 3, 301 Akranes, föstudaginn 9. janúar 2020 kl. 11.00.
Skipulags- og umhverfisfulltrúi
„Við búum á bóndabæ skammt frá
bökkum Dónár í Neðra-Austurríki,
sem er stærsta sambandsríki Aust-
urríkis. Þar erum við með lífrænan
búskap, 131 á á húsi sem við mjólk-
um og framleiðum sem stendur níu
mismunandi osta úr mjólkinni,“
segja þau Gerald og Katharina
Schinwald í samtali við Skessu-
horn. „Sem stendur framleiðum við
osta úr mjólk um það bil 90 áa, en
stefnum að því að mjólka í kringum
120 á næsta ári. Við hófum búskap
árið 2016, reistum hús fyrir allt að
150 ær og erum að þróa búið okkar
í þá átt að við getum selt alla okk-
ar framleiðslu,“ segja þau. „Okkur
langaði alltaf að eiga dýr og jafnvel
að gerast bændur. En Gerald lærði
grafíska hönnun og ég lærði tísku-
hönnun. Við störfuðum í eitt ár í
Vínarborg áður en rann upp fyrir
okkur að stórborgarlífið og skrif-
stofuvinna væri ekki það sem okk-
ur langaði að fást við alla ævi. Við
skelltum okkur því í landbúnaðar-
nám, því við höfum í rauninni ekki
landbúnaðarbakgrunn,“ segir Kat-
harina. „Þú hefur hann nú reynd-
ar, foreldrar þínir eru kjúklinga-
bændur,“ segir Gerald og lítur á
Katharinu. „Já, þeir eru það vissu-
lega, en kjúklingabúskapur er ger-
ólíkur því sem við erum að gera,“
segir hún og Gerald samsinnir því.
Náminu luku þau ekki, því þau hóf-
ust handa við að reisa fjárhúsin á
sama tíma og þau byrjuðu á meist-
araritgerðinni. Hún var því sett í
salt. „Foreldrar mínir buðu okk-
ur landskika og við slóum til,“ seg-
ir Katharina. „Annars hefðum við
aldrei getað gert þetta, því ræktar-
land er svo dýrt í Austurríki,“ bæt-
ir Gerald við. „En við þurftum ekki
einu sinni að ræða það hvernig bú-
skap við vildum stunda. Það kom
aldrei neitt annað til greina en að
vera með kindur,“ segir Katharina.
Allt unnið heima
Fyrstu ostarnir sem Katharina
og Gerland bjuggu til voru seld-
ir í maí 2017 og voru þeir afrakst-
ur framleiðslu febrúarmánaðar.
Í ágúst hófu þau að fara reglu-
lega til Vínarborgar að selja ost-
ana sína og frá þeim tíma hafa þau
fjölgað tegundunum. „Núna erum
við með camembert, fetaost bæði
í olíu og kryddaðan, halloumi, ri-
cotta og fleiri tegundir sem marg-
ar hverjar eru hefðbundnar á okk-
ar svæði,“ segir Katharina.
Allur þeirra ostur er framleidd-
ur af þeim sjálfum, heima á búinu.
Í næsta húsi við fjárhúsin er lítil
vinnsla þar sem osturinn er bú-
inn til. Þau annast því allt ferlið
sjálf, frá mjólkur til osta, en segja
að þannig þurfi það ekkert endi-
lega að vera. „Ég veit um nokkra
bændur sem tóku sig saman og
létu útbúa rjómabú á hjólum,
sem er vinnsla sem er ekið á milli
býla og mjólkinni safnað sam-
an. Þá þarf hver og einn aðeins
að útbúa mjaltabás og geymslu
heima á sínu býli. Síðan er mjólk-
inni safnað saman, búinn til ostur
og bændurnir selja hana í félagi.
Þannig verður fjárfesting hvers og
eins ekki jafn mikil,“ segir Ger-
ald. „Þetta er kannski ekki algengt
í Austurríki en þekkist í Sviss og
aðeins í Þýskalandi. Ef til vill er
þetta eitthvað sem gæti virkað hér
á Íslandi,“ segja þau.
Hvetja bændur
til að prófa
Þau Gerald og Katharina fluttu
fræðsluerindi um sauðaostagerð
á matarhátíð sem haldin var á
Hvanneyri fyrir tíu dögum. Þar
sögðu þau frá sinni reynslu og
veltu fyrir sér hvernig íslensk-
ir bændur gætu borið sig að við
sauðaostaframleiðslu. „Ég held
að hér á landi gætu sauðfjárbænd-
ur hæglega hafið farmleiðslu á
mjólkurafurðum meðfram kjöt-
framleiðslu. Beitilandið er til stað-
ar, sem er líklega hagkvæmasta
leiðin til að framleiða mjólk, að
hafa dýrin úti á beit þar sem þau
Tegundirnar sem þau framleiða eru
alls níu talsins og af ýmsum toga.
„Tækifæri í sauðaostagerð á Íslandi“
- segja ostabændurnir Gerald og Katharina Schinwald
Ostabændurnir Katharina og Gerald Schinwald. Ljósm. kgk.
Heima á búinu í Austurríki.
Ærnar í góðu yfirlæti í austurrískum
haga.
Austurrískur sauðaostur, framleiddur
á búi Geralds og Katharinu.
fá mikið prótín og orku úr fersku
grasinu. Þetta væri þó líklega að-
eins mögulegt yfir sumarmánuð-
ina á meðan gróðurinn er í blóma.
Engu að síður er þarna tækifæri til
að fá aðra afurð af kindunum til
viðbótar við kjötið,“ segir Gerald.
„Ég held að þetta gæti vel geng-
ið hér, en auðvitað þyrftu íslenskir
bændur að laga sig að aðstæðun-
um. Við getum ekki sagt fólki að
gera þetta bara eins og við gerum í
Austurríki, þar sem við sláum fjór-
um sinnum á ári en hér er almennt
bara slegið tvisvar. Aðstæðurnar
eru allt öðruvísi,“ segir hann en
þau hvetja íslenska sauðfjárbænd-
ur til að reyna sig við ostagerð.
„Það væri ráð fyrir þá sem hafa
áhuga á að prófa að heimsækja
bændur í landi þar sem sauðaosta-
gerð hefur fest sig vel í sessi. Læra
til verka og sjá hvað myndi ganga
upp á Íslandi og hvað ekki,“ segir
Gerald. „Það góða er að hér eru
töluvert margir sauðfjárbændur
fyrir. Íslendingar vita vel hvernig á
að hugsa um sauðfé, það er virki-
lega góð byrjun,“ segir Katharina.
„Það eru tækifæri í sauðaostagerð
á Íslandi, við erum ekki í nokkr-
um vafa um það,“ segja Gerald og
Katharina að endingu.
kgk/ Ljósm. úr einkasafni.
Tillaga að nýju aðalskipulagi
Grundarfjarðarbæjar
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar auglýsir hér með tillögu að
Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 samkvæmt
31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einnig er auglýst umhverfisskýrsla tillögunnar samkvæmt 7. gr. laga um um-
hverfismat áætlana nr. 105/2006. Gefst nú 7 vikna athugasemdafrestur en
að honum loknum mun bæjarstjórn taka afstöðu til athugasemda og afgreiða
tillöguna til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
Aðalskipulagstillagan nær til alls sveitarfélagsins og er sett fram í greinargerð
og á tveimur skipulagsuppdráttum. Þar kemur fram stefna sem varðar þróun
byggðar, landnotkun og innviði og skiptir íbúa og aðra hagsmunaaðila miklu
máli. Þeir eru því hvattir til að kynna sér skipulagsgögnin sem eru aðgengileg á
vef sveitarfélagsins, www.grundarfjordur.is, og liggja frammi til sýnis á skrif-
stofu Grundarfjarðarbæjar og hjá Skipulagsstofnun frá 4. desember 2019 til og
með 22. janúar 2020. Sama dag rennur út frestur til að gera athugasemdir við
tillöguna og umhverfisskýrslu hennar.
Athugasemdir skal senda skriflega á netfangið skipulag@grundarfjordur.is eða til
Grundarfjarðarbæjar, vegna aðalskipulags, Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði.
F.h. bæjarstjórnar
Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri
Grundarfjarðarbær
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9