Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - Sep 2019, Page 20

Læknablaðið - Sep 2019, Page 20
380 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N sem er hægt að mæla með Svefngæðakvarðanum (Pittsburgh- Sleep-Quality-Index; PSQI.)12,13 Við heimildaleit fundust engar íslenskar rannsóknir um svefn- gæði eða svefntruflanir hjá fólki með MS. Markmið þessarar rann- sóknar var að skima fyrir algengi skertra svefngæða og helstu svefntruflana hjá MS-greindum á Íslandi. Rannsóknarspurningarnar voru tvær: Hvert er algengi skertra svefngæða hjá fólki með MS á Íslandi? Hversu algengt er að einn eða fleiri af eftirtöldum 7 þáttum trufli svefn hjá fólki með MS á Íslandi: einkenni svefnleysis, einkenni fótaóeirðar, einkenni kæfisvefns, salernisferðir, verkir, hiti, kuldi? Efniviður og aðferð Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur Samkvæmt faraldsfræðilegri rannsókn sem birtist 2018 er algengi MS á Íslandi 167,1 á hverja 100.000 íbúa.14 Í lok þriðja ársfjórðungs 2018 var mannfjöldi á Íslandi 355.620 manns.15 Út frá þessum upp- lýsingum má ætla að fjöldi MS-greindra í október 2018 (þýði rann- sóknarinnar) hafi verið 594 einstaklingar. Úrtakið var fólk sem hafði MS-greiningu, var 18 ára og eldra, var á netpóstlista MS-fé- lagsins og/eða hafði aðgang að Facebook-síðu MS-félagsins og/eða Facebook-hópum MS-greindra á Íslandi. Úrtak rannsóknarinnar var valið vegna hentugleika þar sem starfsfólk MS-félagsins tók að sér að nálgast þátttakendur og fólk alls staðar af landinu gat tekið þátt. Til að auka þátttöku var skrifuð kynningargrein um rannsóknina sem birtist í MS-blaðinu í september 2018.16 Auk þess var vakin athygli á könnuninni með frétt á vefsíðu MS-félagsins.17 Matstæki Svefngæðakvarðinn (PSQI): Kvarðinn mælir svefngæði á áreiðan- legan og staðlaðan hátt, kvarðinn er réttmætur og greinir á milli góðs og lélegs svefns.12,13 Kvarðinn hefur náð mikilli útbreiðslu í rannsóknum á svefni.13 Mældir eru 7 mismunandi þættir svefn- gæða með 19 spurningum. Heildarskor er á bilinu 0-21, hærra skor gefur til kynna verri svefn, heildarskor hærra en fimm (PSQI >5) er flokkað sem lélegur svefn12 og heildarskor hærra en 10 (PSQI >10) er flokkað sem mjög lélegur svefn.18 Við útreikninga á PSQI var farið að fordæmi Hinz og félaga og meðalskor 6 undirþátta svefngæða notað í stað 7 ef einungis vantaði svör við einum undir- þætti PSQI.18 Íslensk þýðing frá 2010 var notuð, innri áreiðanleiki PSQI í þeirri rannsókn var 0,8219 en í þessari rannsókn var innri áreiðanleiki PSQI 0,80. Auk þess að meta svefngæði eru stakar spurningar um svefn- truflanir í PSQI.12 Í 5. spurningu er spurt um einkenni sem trufla svefn eins og salernisferðir, verki, og að vera of heitt eða kalt.12 Ef þátttakendur merktu við svefnvanda vegna þessara þátta þrisvar í viku eða oftar var það flokkað sem svefntruflun. Svefnleysiskvarðinn (Insomnia Severity Index; ISI): Kvarðinn metur hvort svefnleysi sé til staðar og inniheldur 7 spurningar á fimm punkta Lickert-kvarða. Heildarskor getur verið á bilinu 0-28, skor ≥15 bendir til að svefnleysi sé til staðar. Kvarðinn er rétt- mætur og áreiðanlegur.20,21 Innri áreiðanleiki Svefnleysiskvarðans í rannsókninni var 0,89. STOP-Bang-spurningalistinn: Einungis er hægt að greina kæfisvefn með svefnrannsókn, en STOP-Bang-listinn hefur reynst skima vel fyrir auknum líkum á kæfisvefni.22 Skor á STOP-Bang ≥3 (af 8 mögulegum) fangar miðlungs til alvarlegan kæfisvefn í 87-94% tilfella hjá mismunandi hópum fólks.22 Listinn hefur verið notaður til að skima fyrir kæfisvefni hjá fólki með MS.3,4,5 Höfund- ar greinarinnar fengu leyfi fyrir þýðingu og notkun STOP-Bang, listinn var þýddur, bakþýddur og forprófaður yfir á íslensku. Greiningarskilmerki fótaóeirðar: Fótaóeirð var metin sam- kvæmt greiningarskilmerkjum International Restless Legs Syndrome Study Group.23 Greiningarskilmerkin eru nú 5 (RLS5), en voru áður fjögur (RLS4). Fimmta greiningarskilmerkinu var bætt við til að koma í veg fyrir að fótaóeirð sé greind sem aðalor- sök fótaóþæginda þegar vandinn er hugsanlega af öðrum orsökum eins og til dæmis vegna gigtar eða fótabjúgs.23 Við alla útreikninga voru 5 greiningarskilmerki notuð til að koma í veg fyrir ofmat á fótaóeirð. Algengi fótaóeirðar samkvæmt fjórum greiningarskil- merkjum var þó einnig metið til að hægt væri að bera niðurstöður þessarar rannsóknar saman við fyrri rannsóknir. Greindir svefnsjúkdómar: Spurt var hvort læknir hefði greint viðkomandi með einhverja af eftirtöldum svefnsjúkdómum: svefnleysi, fótaóeirð eða kæfisvefn. Mynd 1. Hlutföll og skörun svefntruflana vegna einkenna svefnleysis, fótaóeirðar og kæfisvefns. Samkvæmt svörum við spurningalistum höfðu 52,6% þátttakenda (n=188) auknar líkur á svefnsjúkdómunum: svefnleysi, kæfisvefni og/eða fótaóeirð. Hjá 2,7% þátttakenda voru auknar líkur á öllum þremur. Tafla I. Svefnleysi, kæfisvefn og fótaóeirð. Algengi einkenna samkvæmt spurn- ingalistum borið saman við algengi greiningar af lækni. Svefn- sjúkdómur Algengi einkenna % (fjöldi/fjöldi svara) Mælitæki Algengi % (fjöldi/ fjöldi svara) Greining af lækni p-gildi* Svefnleysi 30,4 (68/224) ISI-kvarðinn 6,5 (15/231) p<0,001 Kæfisvefn 23,9 (48/201) STOP-Bang 4,7 (11/232) p<0,001 Fótaóeirð 21,1 (49/232) RLS4 9,5 (22/231) p=0,003 Fótaóeirð 14,4 (32/222) RLS5 9,5 (22/231) p=0,184 * kí-kvaðrat-próf. a 35 18,6% b 16 8,5% c 26 13,8% ab 7 3,7% ac 9 4,8% bc 1 0,5% abc 5 2,7% 188 Skor á Svefnleysis- kvarðann (ISI) ≥15 = 29,8% Fótaóeirð 5 greiningarskilmerki = 15,4% Skor á STOP-Bang ≥3 = 21,8% 18,6% 4,8% n=188 svöruðu öllum spurningum í STOP-Bang-spurningalistanum, Svefnleysiskvarðanum (ISI) og 5 greiningarskilmerkjum fótaóeirðar 13,8% 2,7% 0,5% 3,7% 8,5%

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.