Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 20

Læknablaðið - sep. 2019, Blaðsíða 20
380 LÆKNAblaðið 2019/105 R A N N S Ó K N sem er hægt að mæla með Svefngæðakvarðanum (Pittsburgh- Sleep-Quality-Index; PSQI.)12,13 Við heimildaleit fundust engar íslenskar rannsóknir um svefn- gæði eða svefntruflanir hjá fólki með MS. Markmið þessarar rann- sóknar var að skima fyrir algengi skertra svefngæða og helstu svefntruflana hjá MS-greindum á Íslandi. Rannsóknarspurningarnar voru tvær: Hvert er algengi skertra svefngæða hjá fólki með MS á Íslandi? Hversu algengt er að einn eða fleiri af eftirtöldum 7 þáttum trufli svefn hjá fólki með MS á Íslandi: einkenni svefnleysis, einkenni fótaóeirðar, einkenni kæfisvefns, salernisferðir, verkir, hiti, kuldi? Efniviður og aðferð Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur Samkvæmt faraldsfræðilegri rannsókn sem birtist 2018 er algengi MS á Íslandi 167,1 á hverja 100.000 íbúa.14 Í lok þriðja ársfjórðungs 2018 var mannfjöldi á Íslandi 355.620 manns.15 Út frá þessum upp- lýsingum má ætla að fjöldi MS-greindra í október 2018 (þýði rann- sóknarinnar) hafi verið 594 einstaklingar. Úrtakið var fólk sem hafði MS-greiningu, var 18 ára og eldra, var á netpóstlista MS-fé- lagsins og/eða hafði aðgang að Facebook-síðu MS-félagsins og/eða Facebook-hópum MS-greindra á Íslandi. Úrtak rannsóknarinnar var valið vegna hentugleika þar sem starfsfólk MS-félagsins tók að sér að nálgast þátttakendur og fólk alls staðar af landinu gat tekið þátt. Til að auka þátttöku var skrifuð kynningargrein um rannsóknina sem birtist í MS-blaðinu í september 2018.16 Auk þess var vakin athygli á könnuninni með frétt á vefsíðu MS-félagsins.17 Matstæki Svefngæðakvarðinn (PSQI): Kvarðinn mælir svefngæði á áreiðan- legan og staðlaðan hátt, kvarðinn er réttmætur og greinir á milli góðs og lélegs svefns.12,13 Kvarðinn hefur náð mikilli útbreiðslu í rannsóknum á svefni.13 Mældir eru 7 mismunandi þættir svefn- gæða með 19 spurningum. Heildarskor er á bilinu 0-21, hærra skor gefur til kynna verri svefn, heildarskor hærra en fimm (PSQI >5) er flokkað sem lélegur svefn12 og heildarskor hærra en 10 (PSQI >10) er flokkað sem mjög lélegur svefn.18 Við útreikninga á PSQI var farið að fordæmi Hinz og félaga og meðalskor 6 undirþátta svefngæða notað í stað 7 ef einungis vantaði svör við einum undir- þætti PSQI.18 Íslensk þýðing frá 2010 var notuð, innri áreiðanleiki PSQI í þeirri rannsókn var 0,8219 en í þessari rannsókn var innri áreiðanleiki PSQI 0,80. Auk þess að meta svefngæði eru stakar spurningar um svefn- truflanir í PSQI.12 Í 5. spurningu er spurt um einkenni sem trufla svefn eins og salernisferðir, verki, og að vera of heitt eða kalt.12 Ef þátttakendur merktu við svefnvanda vegna þessara þátta þrisvar í viku eða oftar var það flokkað sem svefntruflun. Svefnleysiskvarðinn (Insomnia Severity Index; ISI): Kvarðinn metur hvort svefnleysi sé til staðar og inniheldur 7 spurningar á fimm punkta Lickert-kvarða. Heildarskor getur verið á bilinu 0-28, skor ≥15 bendir til að svefnleysi sé til staðar. Kvarðinn er rétt- mætur og áreiðanlegur.20,21 Innri áreiðanleiki Svefnleysiskvarðans í rannsókninni var 0,89. STOP-Bang-spurningalistinn: Einungis er hægt að greina kæfisvefn með svefnrannsókn, en STOP-Bang-listinn hefur reynst skima vel fyrir auknum líkum á kæfisvefni.22 Skor á STOP-Bang ≥3 (af 8 mögulegum) fangar miðlungs til alvarlegan kæfisvefn í 87-94% tilfella hjá mismunandi hópum fólks.22 Listinn hefur verið notaður til að skima fyrir kæfisvefni hjá fólki með MS.3,4,5 Höfund- ar greinarinnar fengu leyfi fyrir þýðingu og notkun STOP-Bang, listinn var þýddur, bakþýddur og forprófaður yfir á íslensku. Greiningarskilmerki fótaóeirðar: Fótaóeirð var metin sam- kvæmt greiningarskilmerkjum International Restless Legs Syndrome Study Group.23 Greiningarskilmerkin eru nú 5 (RLS5), en voru áður fjögur (RLS4). Fimmta greiningarskilmerkinu var bætt við til að koma í veg fyrir að fótaóeirð sé greind sem aðalor- sök fótaóþæginda þegar vandinn er hugsanlega af öðrum orsökum eins og til dæmis vegna gigtar eða fótabjúgs.23 Við alla útreikninga voru 5 greiningarskilmerki notuð til að koma í veg fyrir ofmat á fótaóeirð. Algengi fótaóeirðar samkvæmt fjórum greiningarskil- merkjum var þó einnig metið til að hægt væri að bera niðurstöður þessarar rannsóknar saman við fyrri rannsóknir. Greindir svefnsjúkdómar: Spurt var hvort læknir hefði greint viðkomandi með einhverja af eftirtöldum svefnsjúkdómum: svefnleysi, fótaóeirð eða kæfisvefn. Mynd 1. Hlutföll og skörun svefntruflana vegna einkenna svefnleysis, fótaóeirðar og kæfisvefns. Samkvæmt svörum við spurningalistum höfðu 52,6% þátttakenda (n=188) auknar líkur á svefnsjúkdómunum: svefnleysi, kæfisvefni og/eða fótaóeirð. Hjá 2,7% þátttakenda voru auknar líkur á öllum þremur. Tafla I. Svefnleysi, kæfisvefn og fótaóeirð. Algengi einkenna samkvæmt spurn- ingalistum borið saman við algengi greiningar af lækni. Svefn- sjúkdómur Algengi einkenna % (fjöldi/fjöldi svara) Mælitæki Algengi % (fjöldi/ fjöldi svara) Greining af lækni p-gildi* Svefnleysi 30,4 (68/224) ISI-kvarðinn 6,5 (15/231) p<0,001 Kæfisvefn 23,9 (48/201) STOP-Bang 4,7 (11/232) p<0,001 Fótaóeirð 21,1 (49/232) RLS4 9,5 (22/231) p=0,003 Fótaóeirð 14,4 (32/222) RLS5 9,5 (22/231) p=0,184 * kí-kvaðrat-próf. a 35 18,6% b 16 8,5% c 26 13,8% ab 7 3,7% ac 9 4,8% bc 1 0,5% abc 5 2,7% 188 Skor á Svefnleysis- kvarðann (ISI) ≥15 = 29,8% Fótaóeirð 5 greiningarskilmerki = 15,4% Skor á STOP-Bang ≥3 = 21,8% 18,6% 4,8% n=188 svöruðu öllum spurningum í STOP-Bang-spurningalistanum, Svefnleysiskvarðanum (ISI) og 5 greiningarskilmerkjum fótaóeirðar 13,8% 2,7% 0,5% 3,7% 8,5%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.