Læknablaðið - jan. 2019, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2019/105 31
Sefitude — ný meðferð við kvíða og svefntruflunum
Sefitude er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót
garðabrúðu. Styttir tímann til að sofna og
bætir gæði svefns.
Klínískar rannsóknir sýna sambærilega virkni
garðabrúðurótar og lágskammta oxazepam
en garðabrúðurót þolist mun betur.*
*Ziegler G. et al. (2002). Eur. J. Med. Res. 7(11), 480–6.
Fæst án lyfseðils í næsta apóteki Sjá meira á florealis.is
Notkun Við vægum kvíða: fullorðnir, 1 tafla á dag allt að 3 á dag.
12–18 ára: 1 tafla á dag allt að 2 á dag.
Við svefntruflunum: fullorðnir og eldri en 12 ára: 1 tafla ½–1 klukkustund
fyrir svefn. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða
konum með börn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og
fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir.
Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
velja sjálfir og bæta við sig þeim greinum
sem þeim finnst þeir standa halloka í, eða
þeim finnst sérstaklega áhugaverðar,“
segir Kristján. Með breyttu fyrirkomulagi
gefist því tækifæri til að verja meiri tíma á
heilsugæslunni.
„Það er ofureinföldun að áhugi á hverri
grein sé í réttu hlutfalli við þann tíma sem
nemendum er gert að dvelja á hverri deild
eða innan hverrar greinar. Oft virkar það
í öfuga átt. Krafan um aukinn tíma kallar
líka á tillögur um að fækka þeim í öðrum
greinum. Miðað við reynslu okkar undan-
farin er það ekki einfalt,“ segir Kristján. Þá
verði að horfa til þess að reynsla sem nem-
endur öðlist innan annarra greina gagnist
heilsugæslunni.
Kristján er ekki hrifinn af hugmynd-
um um aukið fjarnám. Hann segir að það
myndi gjörbreyta áherslum í náminu, sem
nú gangi út á verklega kennslu og þjálfun
á fyrstu árunum auk um 2000 fyrirlestra,
sem nú sé skoðað að fækka.
„Ég leyfi mér að halda því fram að
það sé nánast ómögulegt (að bjóða upp á
fjarnám) á klínísku árunum,“ segir hann.
Spurður um vanda landsbyggðarinnar
segir Kristján algerlega nauðsynlegt að
manna landsbyggðina traustar.
„En það eru ýmsir þættir þar sem
standa framar því að fjölga vikum á
landsbyggðinni í læknadeild. Það verður
að leysa vandann öðruvísi. Eitt af því
sem heilbrigðisvísindasviðið vinnur með
er þverfaglegt samstarf og hjá okkur eru
læknar að gera ýmsa hluti sem hjúkrunar-
fræðingar og sjúkraliðar væru að minnsta
kosti eins góðir í að gera í teymi. Þetta höf-
um við ekki byggt nægilega kerfisbundið
upp hér á landi,“ segir Kristján. Stærri
heilbrigðissvæði, meiri samvinna og fjar-
lækningar séu lausnir sem þurfi að horfa
til. Bætt aðgengi að sjúkraskrá sé einnig
lykill að árangri.
„Við höfum í gegnum árin breytt
læknanáminu heilmikið. Það hefur aldrei
verið athugasemdalaust,“ segir Krist-
ján. „En við skulum ekki gleyma að við
útskrifum mjög góða klínískt þjálfaða
lækna.“