Læknablaðið - jan. 2019, Blaðsíða 44
44 LÆKNAblaðið 2019/105
Eiríkur Jónsson
yfirlæknir á þvagfæraskurð-
lækningadeild Landspítala
eirikjon@landspitali.is
Fullur skilningur er trúlega fágætur og
víst er að staðreyndir og rök víkja jafnan
fyrir persónulegri upplifun, sérstaklega
þegar staðið er frammi fyrir sjúkdómi.
Hvatvís skurðlæknir sem nú er genginn
sagði einhverju sinni: „Það á aldrei að tala
við sjúklinga, það veldur bara misskiln-
ingi“. Þessi ummæli voru höfð að gríni en
stundum velti ég fyrir mér hvort eitthvað
skyldi vera til í þeim. Eftir langt viðtal við
sjúkling þar sem mér finnst ég hafa talað
ákaflega ljóst og snjallt mál, fæ ég litla
spurningu í lokin. Spurningin afhjúpar að
viðkomandi hefur lítið skilið af því sem
ég var að reyna að segja. – Gæti það verið
vegna þess að ég skildi það ekki sjálfur
eða að viðmælandinn var svo skelfingu
lostinn að honum var fyrirmunað að
meðtaka tal mitt og ráð? Samtalið er þó
þrátt fyrir allt verðmætasta aðferð lækn-
isfræðinnar og hjálpartækin einföld: Borð
og tveir stólar.
Einhverju sinni í viðtali við aldraðan
og heyrnarskertan sjúkling reyndi ég
með aðstoð túlks að útskýra hvernig með-
ferðin gæti orðið honum hættulegri en
sjúkdómurinn jafnvel þótt meinið væri í
sjálfu sér til alls líklegt. Ég bætti því við
að dauði í aðgerð væri kannske ekki það
versta sem maður gæti lent í. Þessi speki
var snarlega þýdd á táknmál svo hljóð-
andi: „Læknirinn segir að það sé best að
þú deyir í aðgerðinni!“ Ekki að undra þó
furðu lostinn sjúklingurinn hafi spurt
túlkinn, bendandi á lækninn: „Hvaða
maður er þetta?“
Sjúkdómar fyrir alda
Helstu viðfangsefni læknisins hafa breyst
mikið í tímans rás. Þegar maður skoðar
hvaða sjúkdómum læknar í byrjun 20.
aldar stóðu frammi fyrir, finnur maður
til fáfengileika eigin verkefna. Sjúklingar
sem þá leituðu læknis og höfðu húðút-
brot voru líklega holdsveikir og þeir sem
höfðu kviðverki voru trúlega sullaveikir.
Lungnaeinkenni áttu strax að vekja grun
um berkla. Tveir fyrrnefndu sjúkdómarnir
eru nú horfnir en sá síðastnefndi skýtur
enn upp kollinum þrátt fyrir að umfang
hans sé hverfandi. Sullaveikina tók langan
tíma að uppræta þó að vitneskjan um eðli
sjúkdómsins og smitleiðir hafi fljótt leg-
ið fyrir. Á tímabili var talið að sulla- og
holdsveiki væru ættgengir sjúkdómar og
framættir slíkra sjúklinga vandlega skráð-
ar af fróðleiksmönnum. Meðferð sulla-
veikisjúklinga fólst í tæmingu sullablöðr-
unnar. Í fyrstu var það gert með einfaldri
ástungu sem bar þó í sér þá hættu að inni-
haldið læki inn í kviðarholið. Sjúklingur-
inn gat þá látist samstundis af völdum
bráðaofnæmis. Síðar tók við brennslu- eða
ætingaraðferð sem var í raun hægfara
opnun og tæming blöðrunnar án téðrar
lekahættu. Það tók jafnvel þjáningarfullt
hálft ár að brenna inn að blöðrunni. Að
lokum hófu læknar að tæma blöðruna í
einum áfanga, með kviðarholsaðgerð í
klóróformsvæfingu. Glíman við sullinn
segir mikilvæga sögu skurðlækninga.
Frumkvöðullinn Guðmundur Magnússon
gerði fjölmargar sullaaðgerða á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur og síðan Landakoti. Þær
fyrstu framkvæmdi hann þó í heimahúsi á
Sauðárkróki. Læknisinngrip réðu þó ekki
úrslitum við upprætingu þessa sjúkdóms
heldur uppfræðsla og fyrirbyggjandi að-
gerðir.
Sjúkrahúss Reykjavíkur
Hús Sjúkrahúss Reykjavíkur stendur enn
á horni Spítalastígs og Þingholtsstrætis.
Það var starfrækt sem slíkt í tæpa tvo
áratugi, en lagði upp laupana laust eft-
ir aldamótin 1900. Þetta var einkarekið
sjúkrahús meðal fátæklinga sem höfðu
ekki efni á vistinni. Þeir þurftu að hafa
ábyrgðarmenn á greiðslu legukostnaðar.
Efnuðu fólki fannst spítalinn ekki nógu
fínn og rekstrarformið var því dauðadæmt
frá upphafi. Úr stórum hópi franskra sjó-
manna á Íslandsmiðum leituðu sumir sér
hjálpar á sjúkrahúsinu, sjúkir eða slasaðir.
Sennilega fyrsta dæmi um útflutning á
heilbrigðisþjónustu. Broddborgarar sem
sátu í stjórn sjúkrahússfélagsins reyndu
Læknisráð
L I P R I R P E N N A R
Læknablaðið hefur beðið nokkra lipra penna
í læknastétt að senda blaðinu hugleiðingar sínar
í dagsins önn.