Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2019, Blaðsíða 28

Læknablaðið - jan. 2019, Blaðsíða 28
28 LÆKNAblaðið 2019/105 Það er samfélagsleg ábyrgð þeirra sem mennta heilbrigðisstéttir að hafa þarfir samfélagsins í huga, segir Jón Steinar Jóns- son heimilislæknir og lektor á heilbrigðis- vísindasviði Háskóla Íslands. Jón Steinar benti meðal annars á vanda landsbyggðar- innar á heilbrigðisþingi velferðarráðuneyt- isins í upphafi nóvembermánaðar. Hann nefndi að þrátt fyrir að einn þriðji hluti landsmanna byggi utan höfuðborgarsvæð- isins væri of lítil áhersla á þarfir lands- byggðarinnar í læknanáminu og það þótt heilsugæslan og heimilislækningar séu grunnstoð heilbrigðisþjónustunnar. Undir þetta tekur Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. „Af þremur árum í klínísku námi í læknadeild eru aðeins 5 vikur helgaðar heimilislækningum. Það er ansi lítið þegar kemur að því að mennta lækna með þarfir samfélagsins í huga, sérstaklega lands- byggðarinnar,“ segir Jón Steinar í viðtali við Læknablaðið. Hann nefnir einnig viku á landsbyggðinni. Brotin þjónusta á landsbyggðinni Guðjón segir mörg svæði landsbyggðar- innar „einmenningshéruð“ þegar komi að skipun lækna. „Það eru innbyggðar krísur í þjónustunni þegar aðeins einn læknir er á heilsugæslustöð og svo á vakt eftir lokun dagvinnutíma. Læknirinn þarf ekki annað en að hætta svo þjónustan sé í uppnámi,“ segir hann og bendir á að strembið sé að manna stöður á landsbyggðinni. „Þjónust- an er því mjög brothætt.“ Guðjón segir Háskólann á Akureyri einn lykilþátta þess að fólk taki séns á landsbyggðinni. „Okkur gengur betur að fá fólk til starfa innan þeirra fagstétta sem þar eru menntaðar, bæði hjúkrunar- fræðinga og iðjuþjálfa.“ Hann telur fram- boð fjarnáms þar eina helstu ástæðu þess að Háskólinn á Akureyri standi framar Háskóla Íslands þegar kemur að menntun íbúa landsbyggðarinnar. „Háskóli Íslands þarf að taka sig á.“ Læknanámið móti þjónustuna Guðjón nefnir að læknanemar hér á landi séu sterkt mótaðir af sjúkrahúsþjónust- unni. „Þar sem læknastéttin er svo mik- ilvæg fyrir heilbrigðisþjónustuna getur þessi mótun haft áhrif á umræðu um heilbrigðismál og að endingu á það hvert fjármagnið flæðir,“ segir hann. „Það er skoðun mín að það þurfi að hafa þetta í huga við skipulag læknanámsins, því heilsugæslan er grunnstoð heilbrigðiskerf- isins.“ Hann segir mikla áherslu á sérgreinar í náminu veikja stöðu landsbyggðarinnar. „Það er aðgengismunur milli landsmanna að heilbrigðisþjónustu. Íbúar á Austur- landi nota þjónustu sérfræðilækna þrefalt minna en íbúar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta er eins á Vestfjörðum. Eftir því sem þú kemur nær höfuðborgarsvæðinu fjölgar heimsóknum til sérfræðilækna,“ segir Guðjón. „Þessi aðgengismunur er óheppilegur þar sem íbúar þessara landssvæða meta heilsu sína marktækt verri en íbúar höf- uðborgarsvæðisins. Þetta fær mann til að hugsa hvort landsbyggðinni sé sinnt og hvort henni sé gefinn nægilegur gaumur.“ Fólk aftur á heimaslóðir Bæði Jón Steinar og Guðjón benda á að miklu líklegra sé að þeir sem komi til starfa á landsbyggðinni eiga rætur þar. „Það er mun líklegra að þeir sem eiga tengsl við Austurland komi hingað,“ seg- ir Guðjón. „Þess vegna er mikilvægt að Vilja meiri áherslu á heilsugæslu í klínísku læknanámi ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Jón Steinar Jónsson heimilis- læknir segir of litla áherslu á landsbyggðina í læknanámi. Mynd/gag

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.