Læknablaðið - jan. 2019, Blaðsíða 34
34 LÆKNAblaðið 2019/105
Áætla má að yfir 80.000 landsmanna
séu með hækkaðan blóðsykur sem þó
hefur ekki náð greiningarviðmiðum fyrir
sykursýki af tegund 2; það sem erlendis
er nefnt forstig að sykursýki (pre-diabetes).
Á hverju ári þróa um 5-10% þess hóps
með sér sykursýki og bætast í hóp þeirra
23.000 Íslendinga sem talið er að séu með
sykursýki. Stefnt er að árvekniherferð í
janúar að bandarískri fyrirmynd til þess
að finna þessa einstaklinga í von um grípa
inn í ferlið. Tryggvi Þorgeirsson, annar
stofnenda heilbrigðistæknifyrirtækisins
SidekickHealth, sem sett hefur á markað
lausn undir sama nafni, segir að takist
að finna þessa einstaklinga megi spara
heilbrigðiskerfinu mörg hundruð þúsund
krónur á hvern þann sem breyti um lífs-
stíl. Tölurnar taki mið af mati Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar.
„86% allra dauðsfalla á Vesturlöndum
og 70-80% af heilbrigðiskostnaði er vegna
lífsstílstengdra langvinnra sjúkdóma,“
segir Tryggvi. „Þess vegna skýtur það
svo skökku við að við verjum aðeins 1,6%
heilbrigðisútgjalda í forvarnir. Við erum
alltaf að slökkva elda og gleymum að fyr-
irbyggja þessa sjúkdóma,“ segir hann þar
sem við sitjum á skrifstofu hans á starfstöð
frumkvöðlafélagsins á mótum Smiðjustígs
og Laugavegar í miðbæ borgarinnar.
Vilja sigra sykurinn
Árverkniherferðin í janúar er einmitt til
forvarna og verður undir merkjunum
Sigraðu sykurinn. SidekickHealth stendur
að henni ásamt Heilsuborg, SÍBS og Sam-
tökum sykursjúkra. Þau hafa fengið styrk
frá Lýðheilsusjóði til að þýða og aðlaga
bandaríska meðferð til að fyrirbyggja
sykursýki (National Diabetes Prevention
Program) að íslenskum aðstæðum.
„Það er ekki aðeins flóðbylgja af lífs-
stílstengdum sjúkdómum á Vesturlöndum
heldur einnig á heimsvísu. Langvinnir
lífsstílstengdir sjúkdómar valda 68% allra
dauðsfalla í heiminum,“ segir Tryggvi og
að sykursýki 2 sé ein birtingamynd þessa.
„Við vitum að fyrir nokkrum áratugum
voru 100 milljónir með sykursýki 2, nú
eru þær 420. Það er gríðarleg fjölgun og
hefur beina tengingu við lífsstílstengda
þætti eins og mataræði og holdafar,“ segir
Tryggvi. Í Bandaríkjunum er talið að yfir
80 milljónir manna séu með forstig sykur-
sýki, eða um einn af hverjum þremur
fullorðnum.
Hegðun betri en lyf
„Árið 2002 kom út grein í New England
Journal of Medicine sem sýndi að ef þú
finnur fólk með hækkaðan blóðsykur sem
ekki er komið með sykursýki og grípur
inn í lífsstílinn, má draga úr hættunni á
að fá sykursýki um 60 til 70%. Það er sem
sagt gríðarlega árangursrík meðferð,“
segir hann og bendir á að slíkt lífsstílsinn-
grip sé áhrifaríkara en lyf. „Það er tvöfalt
áhrifaríkara en metformin samkvæmt
sömu rannsókn,“ segir Tryggvi en lyfið er
notað við sykursýki 2.
Tryggvi segir að þessum bandaríska
hópi hafi verið fylgt eftir og að inngrip-
ið fyrir 15 árum hafi enn áhrif á heilsu
fólksins. „Eftir að þessar rannsóknir lágu
fyrir í Bandaríkjunum var ráðist í sykur-
sýkisforvarnarverkefni þar árið 2012. Smit-
sjúkdóma- og forvarnarstofnun Bandaríkj-
anna, CDC, hélt utan um verkefnið. Fleiri
þjóðir réðust í svipað prógramm árið 2016
og þau eru í undirbúningi víða um heim,“
segir hann.
„Fyrirtækið okkar hefur unnið á þess-
um forvarnarmarkaði í Bandaríkjunum
og kynntist þessu verkefni þar. Fyrir mér
sem lækni og lýðheilsufræðingi er þetta
flottasta forvarnarprógramm sem ég hef
séð fyrir þessa lífsstílstengdu sjúkdóma,“
segir hann. „Mér fannst strax augljóst
að þetta ætti við hér,“ segir Tryggvi sem
tók mastersgráðu í lýðheilsuvísindum í
Ætla að hjálpa þjóðinni
að sigrast á sykrinum
Talið er að lífsstílsbreytingar geti gagnast einum þriðja þjóðarinnar sem sé með
forstigs-sykursýki 2 eða þjáist af þessum lífsstílstengda sjúkdómi. Tryggvi Þorgeirsson
og SidekickHealth eru meðal þeirra sem standa á bakvið árveknisherferð gegn
sjúkdómnum í janúar
Ólíkur lífsstíll android og iPhone notenda
SidekickHealth hefur komið sér upp gagnabanka með yfir 50 milljón gagnapunkt-
um um heilsu og athafnir notenda sinna. „Notendur okkar hafa gert margar
milljónir heilsueflandi mælinga og í hvert skipti sem þeir gera æfingar sjáum við
hvernig síma þeir eru með, hvar þeir er staddir, hvað þeir gerðu í síðustu viku. Við
lærum mikið um hegðun,“ segir Tryggvi Þorgeirsson annar tveggja stofnenda fyrir-
tækisins. Upplýsingarnar séu um margt áhugaverðar.
„Ef þú ert iPhone notandi ertu 60% líklegri til að standa við skrifborðið en
android notandi, þú ert líklegri til að fara í jóga, á skíði eða hestbak en android
notendur eru líklegri til að gera armbeygjur, fara í sund, gera öndunaræfingar eða
stunda amerískt rugby.“
Tryggvi segir að með gervigreind sem nái yfir þá 50 milljón gagnapunkta sem
fyrirtækið hafi safnað sé hægt að miða heilsueflandi æfingarnar við stöðu hvers
og eins. „Þannig getum við tryggt að við finnum það sem hentar þér best í þínum
aðstæðum. Við verðum betri og betri eftir því sem gagnabankinn stækkar. Appið
okkar verður því betra með hverjum deginum sem líður.“
■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir