Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 42

Fréttablaðið - 14.12.2019, Page 42
Umbætur í mennta-kerfinu eru engin geimvísindi. Þær er u f lók na r i en þau,“ sagði finnski f r æ ð i m a ð u r i n n Pasi Sahlberg um viðbrögð við niðurstöðum PISA 2018 í pistli í The Guardian og ráðleggur yfirvöldum að fara sér hægt. Það séu engar skyndilausnir til sem duga. Sahlberg hefur starfað sem ráð- gjafi stjórnvalda austan hafs og vestan um uppbyggingu skilvirkra menntakerfa og leggur mikla áherslu á að menntakerfið þurfi að stuðla að auknum jöfnuði og það sé nóg til af rannsóknum um hvað stuðlar að námsárangri barna. En það þurfi að fara eftir niðurstöðum og nýta þær. Eðlilega velta Íslendingar því fyrir sér hvers vegna lesskilningur á Íslandi er lakari en annars staðar á Norðurlöndum og vel undir meðal- tali í löndum OECD. Ungmenni lesa æ sjaldnar dagblöð eða annað útgefið efni og hafa mikinn aðgang að annarri afþreyingu. Fréttablaðið fékk þrjá sérfræðinga sem hafa góða innsýn í nokkra þætti sem varða námsárangur barna, þróun íslenskunnar og umræðuna sem er á köflum ómarkviss. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, og Jón Pétur Zimsen, skóla- stjóri Réttarholtsskóla, settust á rökstóla og svöruðu spurningum blaðamanns. Skert tækifæri barna Jón Pétur Zimsen skólastjóri Réttarholtsskóla „Ég held að það sé gott fyrir allt sam- félagið að ræða þessar niðurstöður og fyrir skólana að rýna í þær líka sérstaklega. Það að fjórðungur útskriftarnema geti ekki lesið sér til gagns er ógn við lýðræðið og takmarkar tækifæri þessara nem- enda til frekara náms. Þessi hópur er einnig líklegri til að lenda undir í samkeppni við gervigreind sem sífellt tekur yfir f leiri einfaldari störf samfélagsins. Síðastliðin tvö skipti í PISA-fyrir- lögn (2012 og 2015) hafa skólarnir getað fengið sínar niðurstöður og það hefur hjálpað hverjum og einum að rýna sitt skólasamfélag og gera einhverjar umbætur. En það er einkar gagnlegt að fá að nýta allar þær upplýsingar sem skólarnir fá um stöðu sína. Þess má geta að nemendafjöldi í Réttarholtsskóla er meiri en sá sem er á NV-landi og meiri en á öllum Vestfjörðum. Þessi svæði fá sínar PISA-niðurstöður en mögulega fá stórir skólar í borginni ekki sínar sem er einkar bagalegt.“ Þörf á skýrari námskrá Jón Pétur segir niðurstöðurnar grafalvarlegar og líklega skýri slakur námsorðaforði og hugtaka- skilningur stærstan hluta þeirra. „Nemendur vita einfaldlega ekki hverju er verið að leita eftir í spurn- ingum og/eða finna ekki svörin þar sem of mikill hluti textans er þeim framandi. Nemendur verða að skilja um 98 prósent orðanna í texta þannig að þeir skilji innihaldið. Ég held að skýrari námskrá þar sem kennarar geta skoðað enn betur hvers er ætlast til af þeim og Flóknara en geimvísindi Segir einn helsti sérfræðingur Evrópu um menntamál þegar kemur að breytingum í menntakerfi í þágu betri námsárangurs barna. Íslenskir sérfræðingar rýna í stöðuna. Framhald á síðu 40 Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is þá gott námsefni sem fylgir með gæti hjálpað mikið. Skólar þyrftu líka „tæki“ til að fylgjast betur með framvindu orða- og hugtakaskiln- ings nemendanna, þeirra krafna sem skýrari námskrá myndi boða. Þetta á við í öllum greinum. Hægt væri að hugsa sér að skólar hefðu aðgang að samræmdum prófabanka úr námskrá og kennarar gætu valið sér hvenær þeir létu nemendur sína reyna sig við mat úr einhverjum efnisþáttum og fá þannig endurgjöf fyrir sig og nemendur sína. Svíar skipta til dæmis náttúru- vísindum upp í f leiri greinar, eðlis- fræði, líffræði og f leira, og í hverri grein er talið á mun skipulagðari hátt hvað nemandinn á að vita, hvað varðar til dæmis þekkingu, orðaforða greinarinnar, hugtök og hvernig hann á að geta beitt þekk- ingunni.“ Tungumál greinanna Jón Pétur segir þetta eiga við um f leiri námsgreinar. „Það að tiltaka þann orðaforða og hugtök sem nemendur eiga að læra og geta beitt í hverri grein er ákveðin trygg- ing fyrir því að nemendur fái að minnsta kosti lágmarksþekkingar- grunn í hverri námsgrein. En PISA segir okkur einmitt að þennan dýpri námsorðaforða og hugtakaskilning vanti sárlega. Nám felst einmitt í því að læra „tungumál“ greinanna og að nemendur geti beitt því við ólíkar aðstæður. Þegar það er komið er mikið unnið. Fólk getur ekki talað um eða hugsað um ákveðin svið, til dæmis lögfræði, nema að þekkja hugtökin sem tilheyra faginu og kunna að beita þeim í réttu sam- hengi. Það sama á við um meira og minna allt nám. Skólarnir eiga að vera jöfnunar- tæki, sumir nemendur hafa greiðan aðgang að fjölbreyttu og ríkulegu málumhverfi heimafyrir á meðan aðrir líða skort á því sviði. Þess vegna er nauðsynlegt að það sé farið skipulega í að kenna þennan náms- orðaforða í skólunum, og beitingu hans, sem tilheyrir hverri náms- grein.“ Ritun of frjáls Jón Pétur segir of mikinn hluta ritunar nemenda frjálsan. „Það er einnig mikilvægt að nemendur æfi sig í að skrifa texta sem reyna á dýpri námsorðaforða og hvernig honum er beitt. Ég held að of mik- ill hluti ritunar nemenda fari í að nemendur riti „frjálst“, skrifi um til dæmis sumarfríið sitt eða góða minningu en þá komast þeir hjá því að nota dýpri námsorðaforða og leita í þann orðaforða sem þeir Nóg er til af haldgóðum rannsóknum um hvað stuðlar að góðum námsárangri barna, en það þarf að fara eftir þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 4 . D E S E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.