Fréttablaðið - 06.03.2020, Side 10
HAFNARFJÖRÐUR Miklar deilur
standa nú yfir vegna sumaropnana
leikskóla í Hafnarfirði sem fræðslu
ráð samþykkti 12. febrúar síðast
liðinn.
Und irsk r if t a list i leik skóla
kennara, þar sem opnununum var
harðlega mótmælt, var af hentur
fræðsluráði þann 26. febrúar og nú
safnar stuðningsfólk undirskriftum
á netinu.
„Þetta er skref í að færa Hafnar
fjarðarbæ til nútímans og verða við
þörfum nútímafjölskyldna. Sam
vera með börnunum okkar skiptir
höfuðmáli og það er ekki hægt að
gera þá kröfu á vinnumarkaðinn
að fá frí ár eftir ár í júlí,“ segir Helga
Reynisdóttir, ljósmóðir og íbúi í
Hafnarfirði, sem hratt undirskrifta
söfnuninni nýlega af stað og 136
hafa skrifað undir.
390 starfsmenn leikskóla Hafn
arfjarðar skrifuðu undir áskorun
til fræðsluráðs um að endurskoða
samþykktina. Í máli þeirra kom
fram að leikskólar væru skilgreindir
sem fyrsta skólastigið og því yrði að
vera upphaf og endir á skólaári.
Faglegt starf gæti raskast til
lengri tíma og miðað við núverandi
aðstæður væri ekki hægt að taka
inn ný börn fyrr en um miðjan
september. Nú þegar væri mönnun
leikskólakennara erfið og starfs
mannavelta mikil, þessi ákvörðun
gæti gert mönnun enn flóknari.
Þá hefur Félag leikskólakenn
ara ályktað um málið og mótmælt
sumaropnunum. „Vilji Hafnar
fjörður eða önnur sveitar fé lög veita
for eldrum þjónustu sem tekur til lit
til þarfa þeirra hvað varðar töku
sumar or lofs verður að finna aðrar
lausnir. Leik skóla stigið, sem er
fyrsta skóla stigið, hefur ekkert rými
til þess að taka við slíku verk efni,“
segir í yfirlýsingu frá félaginu.
„Ég skil vel að leikskólakennarar
séu smeykir við þessar breytingar
en alls ekki skortinn á vilja til að
setjast niður og skoða málið. Hlut
irnir eru einfaldlega slegnir út af
borðinu án þess að ræða þá og
finnst mér það mjög miður,“ segir
Helga.
Kveðst Helga telja að fræðsluráð
hafi unnið málið af heilindum og
með hag barnanna að leiðarljósi.
„Breytingar eru alltaf f lóknar
en þetta er yfirstíganlegt og hefur
virkað vel í nágrannalöndum og
öðrum bæjarfélögum. Nú er það
bara að vinna í útfærslu og sjá hvort
það sé ekki hægt að lenda þessu svo
að allir séu sáttir,“ segir Helga.
Kristín Thoroddsen, formaður
fræðsluráðs, bendir á að ákvörð
unin hafi verið gerð eftir könnun
meðal foreldra. Sú niðurstaða
hafi verið afgerandi, 80 prósent
hafi verið fylgjandi sumaropnun.
Aðspurð um samráð við leikskóla
starfsfólk segir hún að könnun hafi
verið gerð meðal þess.
„Niðurstaðan var sú að 60 prósent
starfsmanna vildu taka frí sitt í júlí
en aðrir í júní og ágúst og fjölmargir
svöruðu því í opnum svörum að
þeir gætu ekki tekið frí með maka
sínum eins og fyrirkomulagið er í
dag og þætti það ekki gott,“ segir
Kristín.
Að sögn Kristínar skiptir afstaða
starfsfólks og þær athugasemdir
sem fram hafa komið fræðsluráð
máli. Unnið verði áfram með málið
út frá ábendingum.
„Settur var af stað starfshópur
sem hefur það markmið að útfæra
breytinguna og taka tillit til þeirra
þátta sem mikilvægt er að útfæra
vel,“ segir Kristín. Í hópnum sitja
fulltrúar starfsfólks, foreldra og
annarra viðkomandi.
Framkvæmdin tekur gildi sum
arið 2021 og verður árið nýtt í að
vinna útfærslu.
„Breytingin er bæði fyrir þá sem
þiggja þjónustuna og þá sem veita
hana að mínu mati,“ segir Kristín.
kristinnhaukur@frettabladid.is
6 . M A R S 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Undirskriftir með og
gegn sumaropnunum
Deilur eru í Hafnarfirði vegna sumaropnana leikskóla sem tilkynntar voru
nýlega. 390 starfsmenn leikskóla skiluðu undirskriftalista gegn ákvörðuninni
en nú safna foreldrar undirskriftum til stuðnings því að leikskólar verði opnir.
Breytingin er bæði
fyrir þá sem þiggja
þjónustuna og þá sem veita
hana að mínu mati.
Kristín M.
Thoroddsen
formaður
fræðsluráðs
Þinn stuðningur skiptir máli!
UPP MEÐ
SOKKANA!
Kauptu sokkka á mottumars.is
og á sölustöðum um land allt.
Mannskætt óveður í Suðurríkjunum
Mikil eyðilegging varð þegar hvirfilbyljir fóru yfir Tennessee og nærliggjandi ríki í Bandaríkjunum á
síðustu dögum. Minnst 25 létust og 150 slösuðust í veðrinu, þar á meðal börn. Eignatjón er einnig verulegt
og eru hundruð húsa ónýt eftir byljina sem náðu allt að 280 kílómetra hraða á klukkustund. MYND/GETTY