Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 4
i m - ií f « T j‘ ;
Handverkib, upphaf og endir listar
Eftir Hatldór Laxness
Þegar ég var í Ólafsvík 1936, var ég gerður kunnugur
gamalli konu sem vann að fiski. Henni og bónda hennar
hafði verið stíað sundur samkvæmt lögum, fyrir meiren
aldarfjórðúngi, af því bóndinn var holdsvcikur. Hann var
sendur suður á Laugarnesspítala sem þá var stofnaður
fyrir ekki allaungu. Þau hjón sáust ekki framar. En konan
var sá listamaður í því að hlaða fiski að hún átti sér
eingan líka þar í plássi né öðrum nálægum, og fólk gerði
sér ferð niður á stakkstæðin á kvöldin til að virða fyrir
sér fiskihlaðana konunnar og dást að þeirn. Með því ég
var staddur í plássinu iim hávetur átti ég þess ekki kost
að sjá hana vinna á stakkstæði, en ég sá fiskihlaða eftir
hana í pakkhúsi og þar var eitt þeirra listaverka sem ég
hef ávalt síðan verið hróðugur af að hafa augum leitt, þó
ég kunni ekki leingur að Iýsa því rétt, og hafi reyndar
aldrei kunnað, enda vantar mig þekkíngu til að ræða þessa
listgrein. En ég ímynda mér að ég muni enn eftir sér-
stakri vend eða munstri í hleðslunni og mjúkum búng-
andi fláa sem auðkendi hennar handaverk frá öðrum
fiskihlöðum.
Slík endurminníng, þó óljós sé, mun láta ókunnuglega
í eyrum ýmsra á tímum sem á því þekkjast að annarhver
maður er óðamála um list en nokkru færri hafa gert sér
Ijóst hvar list byrjar eða endar. Þess tíma er skemst að
minnast að hugtakið var orðið svo takmarkað hérna á
íslandi, og orðið „Iist“ virtist hafa hlotið svo þraunga
merkíngu, að ef menn heyrðu það datt þeim helst ekki
annað í hug en málverk gert með olíulitum. Fræg lista-
kona íslensk sem hafði í æsku stundað grafík (,,gráfíkju“),
en slík list var nefnd svartlist, og orkaði altaðþví einsog
líkamleg óþægindi á flesta sem nafnið heyrðu, hún fór
þá að stunda olíumálverk til að skera sig ekki úr í þjóð-
félaginu. Svo þú ert farin að stunda olíuliti, varð mér að
orði: hvernig kantu við það? Konan svarar og grettir sig:
Æ það er einsog að vera að grufla í skósvertu.
Þó fiskstökkun hafi aldrei komist í metorð sem listgrein,
er hitt sönnu nær að list byrjar hvorki né endar í olíu-
litum fremur en fiskstökkun.
A okkar tíð þegar verk mannshandarinnar hefur verið
lagt niður mestan part, nema þá til að þrýsta á hnapp
eða skifta um gíra, eða skrúfa ró með sama hnykk allan
daginn einsog í Chaplínsmyndinni frægu, þá er þess ekki
að vænta Ieingur að fólk geti haldið upprunalegum teingsl-
um við list í hversdagslegu lífi sínu. Ekki ber þetta svo
að skilja að talað hafi verið af meiri speki um list áðuren
vélarnar komu. En meðan hugur og hönd réðu sérhverju
verki í sameiníngu, það er að segja, alt verk manna var
handverk, þá var list ekki einusinni sérstakt hugtak, því
síður að hún ætti heima í heimspekilegum skilgreiníngum
og formúlum. Eg held að yfirleitt megi segja að list sé
alt verk þar sem mannshöndin er í snertíngu við smíðis-
efnið að handverkfæri einu sem miðli. Ef þetta þrent sam-
verkar hvað öðru, hrærast öll mannleg vinnubrögð svosem
af sjálfu sér í lögmálum listarinnar, hvortheldur verið er
að smíða einfaldan búshlut einsog ask eða spón, klyfbera
högld eða sylgju, ellegar fínni handíðir einsog sauma vegg-
tjöld, vefa sálún eða gera skartgripi. Til þess að ná snildar-
bragði þarf að skynja rétt hlutföll í hverju viðfángsefni,
og hafa feingið þeirrar háttvísi að auk sem til þarf að gera
hlut aðlaðandi og er hið vandskýrða innra lögboð allrar
smíði; og hver sem nær í skottið á þeim neista má þykjast
góður, einsog maður nokkur sagði við mig þegar ég var
únglíngur. Jafnvel einfaldur smíðisgripur geymir sál smiðs
síns, og er merkilegt ef satt er að ættarmót geti geingið
frá föður til sonar í smíðisgripum þeirra, jafnvel án þess
þeir hefðu nokkurntíma kynst persónulega verki hvor
4
HUGUR OG HÖND