Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 7
Kristján. Eldjárn:
Handaverk Fjatla Eyvindar
Útilegumenn hafa verið nokkrir á Islandi á fyrri öldum
og þó hvergi nærri eins margir og ætla mætti af fyrirferð
þeirra í þjóðsögum og þjóðtrú. Enginn þeirra kemst í
hálfkvisti við Fjalla-Eyvind Jónsson, sem hafðist við á
fjöllum uppi meira og minna um tuttugu ára skeið um
og upp úr miðri 18. öld. Hann er hinn raunverulegi og
klassíski útilegumaður og reyndar ein af þjóðhetjum Is-
lendinga, þótt þjófur væri, fyrst í byggð og síðan á fjöll-
um. Þær syndir eru honum löngu fyrirgefnar, sem annað-
hvort væri, því að hann hefur auðgað hugmyndaheim
þjóðarinnar um ríflega þau kindarverð sem hann tók í
fyrirframgreiðslu.
Þekktir eru nokkrir kofar Eyvindar og Höllu konu hans
inni á reginöræfum, og má lesa um þá í góðri bók Olafs
Briem, Utilegumenn og auðar tóttir. Þetta eru eins og
litlir bæir gerðir af hagleik og útsjónarsemi. Kofarnir eru
byggðir við vatnsból, eins og nærri má geta, og Eyvindur
hefur hagað því svo til að hægt væri að komast í vatnið
án þess að fara út í kuldann. í Hvannalindum fyrir norðan
Vatnajökul er eitt þessara bæjarkríla, sem lítill vafi er á
að Eyvindur hefur byggt, þótt engar sagnir séu um það.
Bærinn var rannsakaður sumarið 1941. Hann er í hraun-
jaðri, og úr honum rangali niður í lind fyrir neðan. Þarna
var ógrynni af beinum kinda og hrossa, en engir hlutir
sem telja mætti smíðisgripi. En stór íhvolf blágrýtishella
var þar, og hefur mátt nota hana sem ílát eða pott. Og
herðablað úr hesti var þar einnig, tiltelgt svo að líktist
frumstæðri sleif. Steinaldartæki þessi sjást hér á ljósmynd.
Hellan á enn að vera á sínum stað í Hvannalindum, en
beinið er í Þjóðminjasafni.
Allar heimildir eru samsaga um að Eyvindur hafi verið
verkmaður góður og hagur vel, enda var listgáfa í ætt
hans. Grímur Jónsson bóndi í Skipholti, kallaður Grímur
stúdent, var bróðursonur hans, merkur maður, mjög list-
hagur á málverk, og eru handaverk hans nokkur þekkt
hér í Þjóðminjasafni og víðar. Um Eyvind segir Jón Espó-
HUGUR OG HÖND
7