Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 10

Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 10
sem ætt varð á vegi þeirra, rætur, grös, ber, einnig fuglar og egg. Slíkt hið sama gerðu fátæklingar í byggðum, hirtu allt sem ætt var. Ollu merkilegra er til þess að hugsa hvernig þau hafa farið að því að gera sér verkfæri og klæðnað og allt sem óhjákvæmilegt er að hafa milli handa í daglegu lífi. Þar hefur sauðkindin verið mestur bjarg- vættur. Alkunna er að Islendingar fyrr á tíð gjörnýttu sauðkindina. Allt var til einhvers nýtt nema kannski klaufirnar. Á sama hátt gjörnýta Lappar hreindýrið. Nauðsynleg ílát hafa þau sennilega að mestu leyti gert úr tágum. En þótt allt sé til tínt, sem hægt var að bjargast við, og eins þótt um sé að ræða sérfræðing í útilegumanna- lífi eins og Eyvind Jónsson, verður þó alltaf nokkuð úr byggð að hafa. Hníflaus og pottlaus lifir enginn maður lengi á fjöllum, jafnvel ekki Fjalla-Eyvindur. Hníflaus er líflaus, segir máltækið. Þegar hann var tekinn í Innra- Hreysi 1772 var þar auk skinna, kjöts og mörs, beðjar- dýna, tágakarfa, páll, pottur og axarkjagg, og sumt af því hefur hann fengið í byggðum með einhverjum hætti. Eld hefur hann kunnað að kveikja eins og hver annar stein- aldarmaður. „Allir verða í nauðunum nokkurn veginn að láta“. Þess- um málshætti var Eyvindi tamt að bregða fyrir sig. Tví- mælalaust hefur hann verið afreksmaður á sinn hátt. Hann átti ekki rétt á neinu í byggðum nema tugthúsþrælkun. Að því leyti var ómælanlegur munur á lífsbaráttu hans og fátæklinganna í byggðum. En það er ekki alveg víst að hann hafi alltaf haft minna fyrir framan hendur en þeir. Sú var löngum raunin að þeir þurftu líka að horfa fram á langan og grimman vetur með ónógan forða. En þeirra líf var ekki efni í sögur eins og líf Eyvindar. Líf hans hefur verið gert að grimmilegu ævintýri. En það má einnig líta á það sem eins konar vistfræðilega tilraun í frummannslífi. Hvert er þanþol manneskjunnar, með lágmark tækni og tækja, við þau skilyrði sem öræfi ís- lands hafa upp á að bjóða? Líf Fjalla-Eyvindar er nokk- urt svar við spurningunni, en að vísu mundu fáir eftir leika. 10 HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.