Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 14

Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 14
Lopajakki Meðal karlmannsstœrð: Sídd frá öxl 72 cm. Ermalengd 50 cm. Vídd um 96 cm. Efni: Plötulo'pi, 650 gr sauðsvart — ss. 100 gr mórautt — mr. 100 gr hvítt — hv. Prjónað er úr lopanum þríþættum. Sokkaprjónar nr. 4, heklunál nr. 4-5, 2 hringprjónar, annar um 70 cm á lengd, hinn ermaprjónn, nr. 5—5%. Þensla á sléttu prjóni — 12 1 x 17 umf = 10x10 cm. Byrjað er á hægri ermi og endað á þeirri vinstri. Fitjið upp með ss 32 1 á pr nr 4. Prj 1 sl, 1 br, 12 umf. Nú er aukið í í 4. hverja lykkju, þá verða 40 1 á prjónunum. Skiptið nú um prjóna, takið erma- prjón nr 5 og prj 1 umf sl. Nú er prj með mr. 1 umf sl og 1 umf br (garð- ur), síðan 1 garður hv, þá eru prj sl með ss 26 cm. Næst er mislitum spotta brugðið um 2 miðlykkjur und- ir hendi, og aukið í sitt hvoru megin v'ð þær 6 sinnum í 4. hverri umf. Þá eru á prjóninrm 52 1. Þegar ermin mælist 50 cm er byrjað á bolnum, 14 sem er allur prj fram og aftur með garðaprjóni. Þegar komið er að mið- lykkjum undir hendi, er önnur prj og 55 1 fitjaðar upp, snúið við og prj út prjóninn með langa hringprjóninum, þá eru aftur 55 1 fitjaðar upp. Nú eru 162 1 á prjóninum. Prj nú 7 garða, síðan munstur, (ath. að byrja á því á réttunni). 3 garðar mr 2 garðar hv 1 garður ss 1 garður mr 1 garður ss 2 garðar hv 3 garðar mr. Prj nú 9 garða ss. Nú er fellt af á réttu 81 1 prj út prjóninn, snúið við og prj að affellingu, þá er 81 1 fitjuð upp (ath. að fitja jafnfast upp og affellingin er — boðangarnir mætast). Nú eru prj 9 garðar ss, síðan er munsturbekkur endurtekinn, þá 7 garðar ss. Fellið nú 55 1 af hvoru megin, þá eru eftir 52 1, þær eru settar á ermaprjón. Merkið nú miðlykkjurnar 2 undir hendi. Prj sl í hring og takið úr sitt hvoru megin við miðlykkjurnar í 4. hverri umf 6 sinnum. Þá eru eftir 40 1 á prjóninum. Nú eru prj 26 cm sl, síðan 1 garðui' hv 1 garðui' mr. Prj nú 1 umf sl ss, þá sett á sokkaprjóna og 4. hver 1 tekin úr. Eftir eru nú á prjónunum 32 1. Prj 1 sl, 1 br, 12 umf, þá fellt af (ath. jafnfast og upp- fitjunin á hinni erminni). Saumið nú hliðarsauma vel í höndum, byrjað að neðan. Leggið peysuna nú á borð og þræðið hálsmál ca 40 cm í hring. Kringið 5 cm að framan, lítið að aftan, að munstri á öxlum. Stingið nú í vél tvisvar eftir þræðingu (klippið ekki strax). Takið nú upp 50 1 utan við þennan saum á 3 sokkaprjóna, 1 á bakið, 2 sitt hvoru megin við peysu jaðrana og jafnið 1 á þá. Nú er prj fram og aftur 5 garðar með ss. Á réttu eru 2 fyrstu og 2 síðustu 1 prj saman, til þess að kanturinn verði aflíðandi. Eftir 5. garðinn er fellt af. Nú er klippt innan úr hálsmáli og saumað vel niður í höndum. Heklaðar eru 3 umf með fastahekli, byrjað neðst á hægri boðung og endað á þeim vinstri. 2 fastal í sama gat farið yfir 2 1, 2 fastal í sama gat o. s. frv. 1. umf mr, 2. umf hv (2 fastal koma þá á milli þeirra mr) 3. umf ss (koma þá 2 fastal á milli þeirra hv). Gangið frá öllum endum, festið 5 krókapör og látið boðangana mætast rétt. Jóhanna Hjaltadóttir. HUGUR OG HÖND

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.