Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 29

Hugur og hönd - 01.06.1974, Page 29
T / ISSipl M n •V/AV; P§$$^'íí í $$$!$ S mi BorhrenrLLngur Verzlun Heimilisiðnaðarfélagsins, íslenzkur heimilisiðnaður, hefur löng- um lagt á það áherzlu að hafa á boð- stólum úrval af efni til hvers konar heimilisiðnaðar. Fyrir þá, sem stunda vefnað er úr ýmsu að velja. Auk ís- lenzks bands fæst m. a. sænskur og finnskur hör, tvistur, „cottolin“ og það, sem notað er í þennan vef, „al- bolin“. Albolin er spunnið úr blöndu af baðmull og hör, 60% baðmull og 40% hör. Það fæst í mörgum litum. er á 250 g rúllum og í hverri rúllu eru um 840 m. Vend: Oddavaðmál á 4 sköft. U'ppistaða: Albolin nel 12/2, í fjór- um litum, grænt nr. 837, dökkbrúnt nr. 846, ljósbrúnt nr. 842, rauðgult nr. 840. ívaf: Albolin nel 12/2, dökkbrúnt nr. 846. Skeið: 45/10, 1 þr. í hafaldi, 2 þr. í tönn. Breidd í skeið: 45 cm. Þráðafjöldi: 404. Veftur: 6 fyrirdrög á cm. Efnismagn: í 6 m langa slöngu þarf rúmlega 200 g af grænu, um 150 g af dökkbrúnu, jafnmikið af Ijósbrúnu og tæpa rúllu af rauðgulu. Af ívafi þarf rúmlega 400 g í 5 m langa voð. Nauðsynlegt er að spana vefinn vel. Jaðrarnir verða betri, ef ívafinu er haldið fremur stríðu, en þess ber þó að gæta, að með því móti vefst tals- vert inn, þ. e. voðin verður mjórri. Þegar bundið er upp eins og hér er sýnt, snýr rétthverfan upp. Það mætti allt eins binda öfugt við þessa uppbindingu, þ.e. lækka 3 sköft með hverju skammeli, skyttan sést þá bet- ur og smýgur síður niður á milli þráð- anna. Hér er stigið beint, því mætti einnig breyta með góðum árangri, t. d. mætti stíga eftir sama munstri og dregið er í höföld eða fram og tilbaka. Með því fást tvö svolítið mismunandi hringjavaðmál. Þegar uppsetningu er lokið, er rétt að vefa smásýnishorn með mismunandi stigi til að velja á milli. S.H. Rakningslisli: miðja Grænt 58 58 X 2 = 116 þr. Dökk brúnt 20 6 2 10 2 40 X 2 80 „ Ljós brúnt 10 2 20 6 2 40 X 2 80 „ Rauðgult 10 2 20 6 52 64 X 2 = 1 28 „ Samtals 404 þr. ◄ HUGXJR OG HÖND 29

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.