Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 30
Hyrna
Efni: Eingirni í sauðarlitum, um 100 g
Prjónar nr. 3V2.
Fitjaðar eru upp 430 1 með hús-
gangsfit. Nauðsynlegt er, að fitin sé
afar laus og því ráðlegast að fitja upp
á þrjá prjóna samanlagða nr. 3% eða
tvo grófari, t. d. nr. 4%.
Þegar svona margar lykkjur eru
fitjaðar, er rétt að setja merki inn
í fitina eftir 25 eða 50 lykkjur, til að
auðvelda talninguna. Einnig er rétt
að merkja miðjuna með mislitum
spotta. Prjónað er eftir meðfylgjandi
munstri. Onnur hver umf, 2., 4., 6.
o.s.frv., er prjónuð brugðin frá röngu
nema ystu lykkjurnar 3 hvoru megin
og 24., 26., 36. og 38. umf, sem prjón-
aðar eru sléttar. Eftir 146. umf eru
lykkjaðar saman 11 síðustu lykkj-
urnar. Þá er hyrnan þvegin gætilega
og strekkt með títuprjónum á mjúka
plötu og látin þorna.
Til gamans má geta þess, að hyrna
sú, sem rnyndin er af er prjónuð úr
handspunnu, tvinnuðu þelbandi eftir
gamalli hyrnu. Sú, sem spann og
prjónaði sótti fyrir nokkru spunanám-
skeið hjá Heimilisiðnaðarfélagi Is-
lands, hefur spunnið talsvert síðan og
náð mjög góðum árangri. S.H.
30
HUGUR OG HOND