Hugur og hönd - 01.06.1974, Blaðsíða 35
„Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi“,
mætti e. t. v. heimfæra á tölur og
hnappa. Osjaldan eru það þessar litlu
þúfur, sem ráða úrslitum um það,
hvort flík er falleg eður ei. Að vísu
cr úr mörgu að moða á þessari miklu
„plastöld“, svo að oftast finnst það,
sem leitað er að í einhverri verslun-
inni. Samt sem áður væri ekki úr vegi
að spreyta sig á hnappagerð. Óneitan-
lega gefa handunnir hnappar hand-
unnu fati meira gildi, fari þeir vel
og tilbreyting er í þeim.
Þeir hnappar, sem hér birtast sam-
an á mynd, eru unnir með ýmsu móti.
Tveir eru gerðir þannig, að efni er
strengt á gluggatjaldahring, aftur-
stingur saumaður gegnum tvöfalt efn-
ið meðfram hringnum og smáspor í
miðju. Einn hnappurinn er heklaður
með fastahekli utanum smákúlu eða
hnapp, annar saumaður með tungu-
spori, hinir hnýttir ýmist utan á
Z.
7. m 14 nd.
hnapp eða án. Efnið í þeim er kamb-
garn, bleiktur og óbleiktur hör og
Grettisgarn. Að neðan er lýsing á
hnöppum, hnýttum úr Grettisgarni
(4 eins á myndinni). Stærð þeirra er
um 1,5 cm í þvermál:
Raktir eru 6 þræðir, 30 cm langir,
ekki er nauðsynlegt að klippa upp úr
endum. Snúið er fast uppá þá alla
saman um miðju og lagt tvöfalt utan
um bandprjón, ekki mjög grófan. Vaf-
ið er með samlitum tvinna og hnýtt
örugglega utanum þræðina. Þar er
kominn fótur hnappsins. Hnýtt er í
tveim umferðum. Þráðunum er nú
skipt í 6 tvöfalda enda, sem raðað er
út frá miðju. Áður en farið er að
hnýta, getur verið gott að skorða fót-
inn (prjóninn) með títuprjónum á
mjúka plötu, er þá einnig hægt að
setja títuprjón í lykkjuna sem fyrst
er gerð, 1. mynd. Hver endi er hnýtt-
ur með hálfu skutulsbragði um næsta
enda til vinstri, sem þá þegar er búið
að hnýta, 2. mynd. Þegar síðasti end-
inn hefur verið hnýttur, er hann dreg-
inn í gegnum fyrstu lykkjuna og er
auðveldast að gera það með grófri
jafanál. Nú er hert jafnt að öllum
endum. Þá er seinni umferð hnýtt,
hver endi hnýttur um þann næsta til
vinstri, sem haldið er strekktum á
meðan, 3. mynd. Sá síðasti er dreginn
með nál í þann fyrsta. Hert jafnt að,
þó ekki mjög fast. Nú liggja allir end-
arnir uppúr hnappnum, einn við livert
„lauf“. Þeir eru nú dregnir með nál
niður um næsta lauf, látnir fylgja
þráðum, sem þegar liggja á ská milli
laufa, 4. mynd. Síðast eru þeir aftur
dregnir upp í miðju hnappsins, 5.
mynd. Til styrktar er límdropi
kreistur inn í hnappinn áður en klippt
er á endana. Þessir hnappar fara vel
á lopapeysum og eru skemmtileg til-
breytni frá tinhnöppunum. S. II.
U
3. rrxíjnoi
HUGUR OG HÖND
35