Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 37

Hugur og hönd - 01.06.1974, Side 37
Karhnarmspeysa Meðal karlmannsstœrð: Sídd frá öxl: 74 cni. Brjóstvídd: 102 cm. Ermal. upp að handv.: 52 cm. Efni: Hespulopi frá Gefjuni, 7 hespur hvítar, 1% hespa sauðsvört. Prjónar: Hringprjónn nr. 4 og 4%. Sokkaprjónar nr. 4 og 4V2. l'ensla: 16 lykkjur eru 10 cm á breidd, 25 umf eru 10 cm á lcngd. Bolur Fitjið upp 148 1 fremur laust á hringpr nr. 4 og prj 2 sl 2 br 10 cm. Prj áfram slétt prjón á hringprjón nr. 4% og aukið út í fyrstu umf 14 ] með jöfnu bili (162 I alls). Þegar búið er að prj 30 cm með sléttu prjóni, er byrjað á mynstrinu. Prj eitt mynstur (20 umf). Fellið af 9 1 í byrjun 1 umf næsta mynsturs og aftur, þegar 72 1 hafa verið prj frá affellingu. Haldið áfram að prj á hringprjóninn og prj eina 1 með báðum böndunum þar, sem klippa þarf fyrir handveginum. Takið úr eina 1 hvorum megin við affellinguna við báða handvegi í næstu fjórum umf (4 1 alls í umf). Prj eina 1 með báðum böndunum, eins og áður er sagt, uns mynstrið hefur verið prj þrisvar alls. Fellið 23 1 af á framhluta peysunnar, dragið 18 næstu lykkjur upp á band og fellið af þær, sem eftir eru á framhlutanum. Prj bak peysunnar fram og aftur með hvíta lopanum (slétt prjón) þannig: Fellið af 6 1 í byrjun hvers pr, uns 18 1 eru eftir. Dragið þær upp á band. Ermar Fitjið upp 36 1 á sokkapr nr. 4 og prj 2 sl 2 br 10 cm. Prj áfram slétt á sokkapr nr. M/o og aukið út 6 1 með jöfnu bili í 1. umf. Aukið síðan út í áttundu hverri umf 1 1 í bvrjun fyrsta pr og annarri í lok þess fjórða, uns 64 1 eru alls á prjónunum. (Öll ermin upp að handvegi á að vera 52 cm á lengd). Fellið nú af 5 síðustu 1 á 4. pr og 5 þær fyrstu á 1. pr. Prj svo fram og aftur og fellið 1 1 af í byrjun hverrar umf, uns 16 1 eru eftir. Prj þær áfram 12 cm og dragið þær síðan upp á band. Ermarnar saumaðar í Saumið spor í saumavél báðum megin við lykkjurnar, sem prjónaðar voru með báðum böndunum. Klippið síðan milli saumanna. Saumið ermina þannig í, að lykkjur á bol og ermi mætist, úrtaka á ermi leggist að hand- vegi peysunnar, en axlastykkið, 12 cm, saumist við bol að aftan og framan. Hálslíning Takið allar lykkjur við hálsmál upp á sokkaprjóna nr. 4. Prjónið 8 umf 2 sl 2 br. Prjónið 2 1 saman í fyrstu umf á samskeytum axla- stykkja og bols. Þá eru 64 I á prjón- unum. Prjónið allar lykkjur í 9. umf brugðnar. Prjónið nú 7 umf 2 sl 2 br, þannig, að þær lykkjur, sem voru sléttar í 8 fyrstu umf, verði nú brugðnar og öfugt. Fellið af. Brjótið líninguna um brugðnu lykkjurnar í 9. umf og saumið niður að innanverðu. M. J. L. HUGUR OG HÖND 37

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.