Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 43

Hugur og hönd - 01.06.1974, Síða 43
Rábunautur Heimilisiðnaðarfélag Islands fékk á s.l. ári ráðunaut í sína þjónustu og varð fyrir valinu í þetta starf Sigríður Halldórsdóttir, vefnaðarkennari. Starfið verður í byrjun aðeins hálfs- dags starf, en væntanlega vex t'élag- inu svo fiskur um hrygg að hægt verði að ráða lciðbeinanda í heila stöðu, því mörgu er að sinna og verkefnin bíða. Starf heimilisiðnaðarráðunauts get- ur verið margþætt og mikilvægt til eflingar heimilisiðnaðinum, og er þá æskilegt að einstaklingar og félaga- Ný prjónabók HUGUR OG HÖND samtök notfæri þessa þjónustu, sem ráðunauturinn hefur að bjóða. Helztu verkefni ráðunautarins eru að kenna og leiðbeina, útvega efni og fyrirmyndir og leiðbeina um verkefna- val og tæki. Sigríður Halldórsdóttir verður til húsa í verzlun félagsins í Hafnarstræti 3, Reykjavík, viðtals- tími mánudaga, miðvikudaga og laugardaga, einnig mun hún eftir ósk og í samvinnu við kvenfélög og önnur samtök ferðast um landið, halda sjálf cða gangast fyrir fjölbreyttum nám- skeiðum og sýningum og veita margs konar leiðbeiningar. Þegar er búið að útbúa hjálpartæki eða handhæga ferðasýningu með mörgum fyrirmyndum. Þetta tæki eru ferðatöskur með nokkrum trébökk- um í. Bökkunum er stafíað í töskurn- ar og er mjög auðvelt að raða þeim upp til sýninga og einnig er alltaf auðvelt að skipta um muni í þeim. Eins og flestir vita, sem sinna Okkur het'ur borist í hendur nýút- komin bók eftir Ase Lund Jensen sem nefnist „STRIKNING“, gefin út af forlaginu Borgen. Þetta er greinargóð og nákvæm handbók fyrir alla er hafa áhuga á prjónaskap, prýdd fjölda mynda og teikninga eftir höfundinn. I bókinni er nákvæm kennsla á öll- um meginatriðum prjóns, eða eins og höfundur segir: „Samantekt reynslu minnar af fjöl- mörgum námskeiðum í prjóni og það er von mín að nota megi bókina sem kennslugagn og sem uppsláttarbók, cf vafaatriði koma fyrir.“ Eins og íslenskum hannyrðakonum er kunnugt kom Ase Lund Jensen hingað á vegurn H.í. og Norræna hússins árið 1971 og hélt námskeið í prjóni, og sýningu á verkum sínum. handavinnu, þá hefur verið örðugt að fá íslenzkar uppskriftir, og hefur það hanilað mörgum, sem hafa viljað prjóna, hekla eða vinna á annan hátt úr íslenzkri ull. Nú er það einn þáttur í starfi leið- beinandans að gera uppskriftir og fyrirmyndir og hafa þegar verið fjöl- ritaðar nokkrar uppskriftir, bæði fyrir þá sem vilja hagnýta sér þær til eigin nota og/eða til framleiðslu í stærri stíl. Allar uppskriftirnar eru gerðar fyrir band eða lopa úr íslenzkri ull og eru þær til sölu hjá ráðunautnum og í verzlunum H.I. Ráðunautarstarfið er í mótun, en Heimilisiðnaðarfélagið væntir mikils af því í framtíðinni. Félagð hvetur einstaklinga og fé- lagssamtök að hagnýta sér þessa leið- beiningastarfsemi, og stuðla með því að bættri verkmenningu á sviði ís- lenzks heimilisiðnaðar. Vakti hvort tveggja mikla athygli og aðdáun. Verslunin Isl. heimilisiðnað- ur hefur haft á boðstólum uppskriftir eftir Áse Lund Jensen og auk þess garn sem er sérstaklega spunnið og litað á hennar vegum. Frúin hefur unnið ötullega að því að kynna íslenska ull í Danmörku, m. a. haft tískusýningu á prjónuðum fatnaði hjá Den Permanente í Kaup- mannahöfn, þar sem fisléttir sam- kvæmiskjólar úr einspinni vöktu svo mikla eftirtekt, að allt íslenskt band i Höfn seldist upp á örfáum dögum. Við viljum benda lesendum á þessa mjög svo aðgengilegu bók sem veitir óvenju uákvæmar upplýsingar um aðferðir og útreikning við formun prjónafatnaðar. A.S. 43

x

Hugur og hönd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.