Hugur og hönd - 01.06.1977, Qupperneq 5
maðurinn ólögulegu hráefni í listaverk, eins og þegar guð
skapaði heiminn úr óskapnaði. Það er ekki út í bláinn
sagt að listin sé guðlegrar ættar.
En hverfum frá heimspekilegum vangaveltum út af orð-
urn Hungurvöku og reynum að kornast niður á jörðina.
Þar á umræðuefnið heima, nokkrir gamlir matarspænir.
Hin fornu orð um hornspónarefnið eru meðal annars
merkileg fyrir þá ábendingu sem í þeim felst, að íslend-
ingar muni aðallega hafa smíðað spæni sína úr horni á
miðöldum og í fornöld, rétt eins og þeir gerðu á seinni
tímum. Þetta kann að virðast svo sem sjálfsagður hlutur,
en svo þarf ekki endilega að vera, því að unnt er að gera
vel nothæfa spæni úr mörgum öðrum efnum, ýmsum viðar-
tegundum og málmum, enda hefur það verið gert um nær
allar jarðir á ólíkustu tímum. Uppgreftir í bæjum á
Norðurlöndum, t. d. Lundi, Árósum, Björgvin, Þránd-
heimi, hafa á síðustu árum orðið gjöfull fróðleiksbrunnur
um þetta eins og svo margt annað í menningarsögu mið-
alda. Þar kemur skýrt fram að spænir og skeiðar voru úr
ýmsum efnivið og á margan hátt mismunandi í aldanna
rás, eftir smekk og tísku hvers tíma.
Hér er ekki ástæða til að rekja þetta að neinu marki,
heldur aðeins láta þess getið að einnig hér á landi eru
dærni um spæni úr málmum, þ. e. tini og messingu, og
jafnvel tré, en þó má telja fullvíst að hornspænir hafi
verið svo langtum algengastir að ekkert hafi komist í hálf-
kvisti við þá. Silfurskeiðar eru á vissan hátt sér á parti.
Þær liafa verið algengar síðan á miðöldum, en þasr voru
ekki í hvers manns eigu, og ekki voru þær hversdagsgripir,
heldur til viðhafnar og spari og um leið fjárfesting og gott
ef ekki sums staðar eins konar verðmælir.
Um hornspæni hefur talsvert verið skrifað og það að
verðleikum, enda væri nú ráð að snúa sér frá þeim og
silfurspónunum og beina athyglinni að einni merkilegri
undantekningu. Til eru í Þjóðminjasafni íslands nokkrir
tannspænir (eða tannskeiðar) og hafðir Jrar til sýnis, en
ekki hafa þeim mér vitanlega verið gerð nein skil í mynd-
um eða máli. Spænir þessir eru allir úr tönn, líklega búr-
hvalstönn, allir með líkri áferð, beingulir og gljáandi.
Sams konar tennur voru oft notaðar í tóbakspontur, tann-
bauka, og eru það oft silfurbúnir úrvalsgripir með þessurn
sama gulhvíta gljáa.
Tannspænir Þjóðminjasafnsins eru sjö talsins, en ekki
eru nema þrír þeirra nokkurn veginn heilir, )m að blöðin
vantar á fjóra sem eru ekki annað en sköftin tóm, og
hefur þó að vísu verið sett nýtt blað á einn þeirra. Skaði
er það að blöðin skuli vanta, því að á þeim kunna að
hafa verið fínlega grafin skrautmunstur eins og dæmi
sanna, en þó er þetta ekki nerna hálfur skaði eða varla
J>að, Jjar eð sköftin skipta rniklu meira máli. Á þeim er
allur íburðurinn. Auðséð er að tönnin hefur ekki verið
hagkvæmt spónaefni, því að hún er brothætt og hverjum
spæni hefur verið háski búinn ef maður missti hann á
gólfið. Á öllum spónunum má sjá greinileg merki eftir
jnvílíkt slys, einkum á samskeytum milli skafts og blaðs,
en þar hefur verið veiki bletturinn á tannspónunum.
Reynt hefur verið að bæta úr hrakföllunum með því að
spengja brotin saman með silfur- eða látúnsspöngum. Svo
virðist sem allir hafi spænirnir upphaflega verið úr einu
stykki, en þó má að svo komnu ekki sverja fyrir að sumir
þeirra hafi verið smíðaðir í tvennu lagi vegna þess að
heill spónn hefur ekki náðst úr efninu. Þetta þarf að at-
huga nánar einhvern tíma.
Svo vill til að fróðleikur safnsins um tannspæni þessa
er af skornum skammti. Um Jorjá þeirra er nánast sagt
ekkert vitað hvaðan af landi þeir kunna að vera. Af hinum
fjórum er einn frá Eyrarbakka, einn frá Kaldárholti í
Árnessýslu, einn sagður úr Skaftafellssýslu og einn úr
Suður-Múlasýslu. Af þessu mætti ef til vill draga þá álykt-
un að spænirnir séu fremur ættaðir frá Suður- og Austur-
landi en Norður- og Vesturlandi, en ekki heldur öllu
meira. Smáhlutir eins og þessir geta auðveldlega borist
landshorna í milli, og auk þess er engin trygging fyrir
Jjví að spænirnir eigi einn upprunastað allir. Þó verður
ekki komist undan þeim grun að með þeim sé náinn skyld-
leiki og jafnvel trúlegast að þeir séu allir eftir sama lista-
manninn eða þá menn sem vissu vel hver af annars verki.
Allir munu spænirnir vera mjög frá sama tíma, því að svo
HUGUR OG HÖND
5