Hugur og hönd - 01.06.1977, Blaðsíða 6
vel vill til að ártöl eru á þremur þeirra. Einn er frá 1749,
annar frá 1765 og sá þriðji er frá áratugnum 1740—50 og
sjást þrír fyrstu tölustafirnir greinilega en sá fjórði verður
ekki lesinn. I fáum orðum sagt má kalla að spænirnir séu
allir frá miðri 18. öld.
Spænir þessir skera sig ekki aðeins úr hinum stóra hópi
íslenskra spóna og skeiða vegna efnisins sem í þeim er,
heldur engu síður hinu að þeir eru allir úrvalsgripir, mjög
vandaðir að allri gerð og teljast hiklaust í liópi mestu liag-
leiksverka íslenskfa frá fyrri tímum. Að lögun minna þeir
í senn á spón og skeið, t. d. lagið á blaðinu, en sköftin
eiga enga sína líka. Öll eru þau efnismikil, sum að megin-
formi flöt en önnur sívöl, en sameiginlegt þeim öllum er
að á þeim er mjög íburðarmikið og margbrotið verk, sem
erfitt er að lýsa með orðum svo að vel sé, og verða þar
myndir að koma til. Eitt einkennið er að yfirleitt eru þau
talsvert gegnskorin, sum mikið, önnur minna, og holað
innan úr þeim og sér víða gegnum munstrið og inn í holið.
Skrautverkið er víða byggt upp af einkennilegum band-
hnútum, snúnum hringum og brugðningum, og má taka
sem dæmi um þetta spóninn sem sagður er frá Eyrarbakka
og ber ártalið 1749 (blaðið glatað). Á þeim spæninum sem
hvað íburðarmestur er og ekki er vitað hvaðan er, hafa
verið lausir snúnir hringar umhverfis skaftir, líklega tveir,
ef til vill þrír, en aðeins einn er nú eftir. Hringar þessir
hafa verið skornir út úr heilu og sannarlega hefur það
verið mikil hagleiksraun að komast slysalaust frá því verki.
Þótt djúpt sé í árinni tekið er sitthvað við verkið á spón-
unum sem minnir á hagleiksverk kínverskra beinskurðar-
manna, en meðal íslenskra minja er helst að bera það
saman við verkið á krókarefskeflunum, sem menn léku
sér að að skera út í lieilu lagi, þótt fullsmíðuð séu þau
eins og væru þau sett saman úr mörgum sundurlausum
stykkjum.
Það skrautverk á spónunum sem hingað til hefur eink-
um verið gert að umtalsefni á sér yfirleitt ekki neinar
náttúrlegar fyrirmyndir. En til er einnig að minna beri
á útholun, böndum og hnútum og aðalskreytið sé ættað
úr jurtaríkinu, blóm og blöð, eins og alkunnugt er í ís-
lenskum útskurði yfirleitt, til dæmis eins og hann birtist
á mörgum drykkjarhornum, sem ekki er ástæðulaust að
nefna einmitt í sambandi við verkið á þessum spónum.
Þetta á einkum og sér í lagi við þann spóninn sem sagður
er frá Suður-Múlasýslu og eru á honum bæði blóm og sér-
kennileg þrískipt blöð sem þekkt eru víða í íslensku
skreyti. Á einu spónblaðinu eru fínlegar krotaðar greinar
og blöð, og eru þetta sennilega áhrif frá silfurskeiðum
sem stundum státa af slíkum skreytingum annaðhvort
innan í eða aftan á blöðunum. Ofan í eitt skaftið hefur
verið felld dálítil ferskeytt skelplata til skrauts og á öðr-
um eru tveir litlir gagnstæðir beintappar nær skaftendan-
um. Þannig hefur á margan hátt verið leitast við að gera
þessa spæni sér-merkilega.
Ekki er laust við að þessir sjö tannspænir séu lítið eitt
klunnalegir. Sennilega hafa þeir ekki verið sérlega liprir
eða farið vel í munni. Skreytið á þeim, flestum að minnsta
kosti, má kenna við ofhlæði, það ofbýður formi hlutanna
sem það er á, og liggur við að maður hugsi með söknuði
til einfaldleika vel smíðaðra hornspóna. En þess ber að
minnast að þetta eru einstakir viðhafnargripir, gerðir af
mikilli hugkvæmni og aðdáanlegum hagleik. Þeir eru ekki
dæmigerðir fyrir íslenskan listiðnað, heldur einstaklings-
legt uppátæki, sérgrein einhvers óþekkts manns sem senni-
lega er höfundur þeirra allra. Trúað gæti ég því að sá hafi
verið silfursmiður. Það er eitthvað við þetta fíngerða nost-
ur sem minnir á verk silfursmiða. Hver sem höfundurinn
er má fullyrða að hann hefur verið hugvitssamur, áræðinn
og svo oddhagur að ekki verður nú á margt bent meðal
íslenskra minja sem fimlegar sé gert en þessi verk hans.
Og hann hefur kunnað að meta gott og fallegt efni. Illt
er til þess að vita hversu lítið hefur varðveist af lista-
verkum úr rostungstönn og hvalbeini hér á landi. Sitthvað
bendir til að beinskurður hafi verið ríkari þáttur í ís-
lenskri alþýðulist en álykta mætti af því sem enn er til af
slíku. Tannspænirnir sjö eru því eins konar hungurvaka:
mann langar í meira. K. E.
6
HUGUR OG HÖND